Klopp: Besta liðið í heimi fékk besta framherjann á markaðinum Atli Arason skrifar 16. október 2022 08:00 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að ekkert félag geti ekki keppst við Manchester City og tvö önnur lið þegar það kemur að því að styrkja leikmannahóp sinn. „Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar. Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
„Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar.
Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira