Bein útsending: Maður, manneskja, man eða menni? Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2022 11:31 Eiríkur Rögnvaldsson mun flytja fyrirlestur í hádeginu. Stöð 2 Eiríkur Rögnvaldsson flytur þriðja fyrirlestur hádegisraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri 2022 en yfirskrift raðarinnar er sú sama og á vormisseri: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi. Fyrirlestur Eiríks nefnist „Maður, manneskja, man eða menni?“ og mun hann fjalla um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á vef stofnunarinnar segir að eitt helsta baráttumál Rauðsokkahreyfingarinnar kringum 1970 hafi verið að að fá viðurkenningu á jafnstöðu kvenna við karla – að konur væru líka menn. „Þetta var mjög skiljanleg og eðlileg barátta á þeim tíma, og oft er vitnað í ummæli Vigdísar Finnbogadóttur í kosningabaráttunni 1980 þegar hún sagði „Það á að ekki að kjósa mig vegna þess að ég er kona, heldur vegna þess að ég er maður“. En kringum 1990 vildu Kvennalistakonur fremur leggja áherslu á sérstöðu kvenna og fannst orðið maður ekki vísa til sín – vildu heldur nota orðið manneskja, t.d. í lagamáli. Það er líka mjög skiljanlegt og eðlilegt. Hér vantar heppilegt orð sem konur og kynsegin fólk geti tekið til sín en er laust við þá sterku skírskotun til karlmanna sem orðið maður óneitanlega hefur. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Í fyrirlestrinum verður fjallað um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu. Bent verður á að tilbrigði og blæbrigði í notkun orðsins eru fjölbreyttari en oft er gert ráð fyrir í umræðunni, og ekki er hægt að setja allar beygingarmyndir orðsins undir sama hatt. Þá verður rætt um samsetningar sem enda á -maður og hvort hægt sé eða eðlilegt að nota samsetningar sem enda á -fólk í staðinn. Enn fremur verður rætt um samsetningar þar sem rótin mann-/menn– er fyrri liður og rökstutt að öðru máli gegni um þær en hinar. Að lokum verður fjallað um kosti og galla annarra orða sem reynt hefur verið eða stungið upp á að nota í staðinn – manneskja, man og menni. Eiríkur Rögnvaldsson kenndi við Háskóla Íslands frá 1981 og var prófessor í íslenskri málfræði frá 1993 til 2018. Hann hefur skrifað fræðigreinar og kennsluefni um ýmis svið málfræðinnar, einkum hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði og setningafræði, en frá aldamótum vann hann einnig að máltækni og var brautryðjandi á því sviði. Á undanförnum árum hefur hann ekki síst fjallað um stöðu og framtíð íslenskunnar og stýrði ásamt Sigríði Sigurjónsdóttur prófessor öndvegisverkefni á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hefur hann skrifað mikið um íslenskt mál á samfélagsmiðlum, m.a. um kynjamál og kynhlutlaust mál, og gaf í vor út bókina Alls konar íslenska,“ segir í tilkynningunni. Íslensk tunga Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á vef stofnunarinnar segir að eitt helsta baráttumál Rauðsokkahreyfingarinnar kringum 1970 hafi verið að að fá viðurkenningu á jafnstöðu kvenna við karla – að konur væru líka menn. „Þetta var mjög skiljanleg og eðlileg barátta á þeim tíma, og oft er vitnað í ummæli Vigdísar Finnbogadóttur í kosningabaráttunni 1980 þegar hún sagði „Það á að ekki að kjósa mig vegna þess að ég er kona, heldur vegna þess að ég er maður“. En kringum 1990 vildu Kvennalistakonur fremur leggja áherslu á sérstöðu kvenna og fannst orðið maður ekki vísa til sín – vildu heldur nota orðið manneskja, t.d. í lagamáli. Það er líka mjög skiljanlegt og eðlilegt. Hér vantar heppilegt orð sem konur og kynsegin fólk geti tekið til sín en er laust við þá sterku skírskotun til karlmanna sem orðið maður óneitanlega hefur. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Í fyrirlestrinum verður fjallað um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kynhlutlausri merkingu. Bent verður á að tilbrigði og blæbrigði í notkun orðsins eru fjölbreyttari en oft er gert ráð fyrir í umræðunni, og ekki er hægt að setja allar beygingarmyndir orðsins undir sama hatt. Þá verður rætt um samsetningar sem enda á -maður og hvort hægt sé eða eðlilegt að nota samsetningar sem enda á -fólk í staðinn. Enn fremur verður rætt um samsetningar þar sem rótin mann-/menn– er fyrri liður og rökstutt að öðru máli gegni um þær en hinar. Að lokum verður fjallað um kosti og galla annarra orða sem reynt hefur verið eða stungið upp á að nota í staðinn – manneskja, man og menni. Eiríkur Rögnvaldsson kenndi við Háskóla Íslands frá 1981 og var prófessor í íslenskri málfræði frá 1993 til 2018. Hann hefur skrifað fræðigreinar og kennsluefni um ýmis svið málfræðinnar, einkum hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði og setningafræði, en frá aldamótum vann hann einnig að máltækni og var brautryðjandi á því sviði. Á undanförnum árum hefur hann ekki síst fjallað um stöðu og framtíð íslenskunnar og stýrði ásamt Sigríði Sigurjónsdóttur prófessor öndvegisverkefni á því sviði. Eftir að hann lét af störfum hefur hann skrifað mikið um íslenskt mál á samfélagsmiðlum, m.a. um kynjamál og kynhlutlaust mál, og gaf í vor út bókina Alls konar íslenska,“ segir í tilkynningunni.
Íslensk tunga Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira