Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Umfangsmiklar breytingar á menntakerfinu, framboðsmál innan Samfylkingarinnar, meint ólga innan VR og barátta fátæks fólks verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Mennta- og barnamálaráðherra kynnir nú viðamiklar breytingar sem gerðar verða á menntakerfinu. Ný heildarlög um skólaþjónustu verða sett og Menntamálastofnun verður lögð niður. Öllu starfsfólkinu verður líklega sagt upp.

Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamálin. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir kenningar um óeiningu innan VR í kjölfar stormasams þings Alþýðusambandsins á dögunum.

Á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt vill samhæfingastjóri Pepp Ísland vekja athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“, nú þegar allar nauðsynjar fara hækkandi. Hún segir stöðu einstæðra foreldra sem þurfa að reiða sig á örorkulífeyri vera alvarlega.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×