Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Verðbólguþróunin, breytingar á menntakerfinu, félagafrelsið og matvælaverð verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Seðlabankastjóri segir að verðbólgan gæti, að óbreyttu, lækkað hratt á næsta ári. Hann vonast til þess að vaxtahækkanir verði ekki fleiri í bili. Hann óttast hins vegar að leiguverð muni hækka og hefur áhyggjur af lágtekjufólki á leigumarkaði.

Nýráðinn forstjóri Menntamálstofnunar telur að með þeim breytingum sem menntamálaráðherra boðaði í gær muni skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að taka mið af nýjungum í kennslu. Hinni nýju stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við skólana.

Þingmaður Samfylkingarinnar segir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi grafa undan verkalýðsfélögunum og veikja stöðu launafólks. Ef frumvarpið næði fram að ganga yrði allt bit tekið úr verkfallsvopninu og glundroði ríkja á vinnumarkaði.

Alþjóðleg vísitala matvælaverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipuð og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sama þróun hafi ekki átt sér stað hér á landi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×