Tónlist

Var alltaf að skipta út konum og svo þornuðu sénsarnir upp

Elísabet Hanna skrifar
Superserious var að gefa út nýtt lag, löðrandi í hunangi.
Superserious var að gefa út nýtt lag, löðrandi í hunangi. Katrín Lilja

Tilvistarkreppa og hræðsla við einsemd í ellinni er í aðalhlutverki í nýja lagi hljómsveitarinnar Superserious. Lagið heitir Bye Bye Honey og varð textinn til eftir samskipti við kvennabósa sem var kominn til ára sinna.

Superserious gaf út EP-plötuna Let’s Get Serious haustið 2021 og nú er komið að nýjum tónum frá þeim. Sveitin tók nýlega upp sína fyrstu breiðskífu í Malmö í Svíþjóð í hljóðverinu Gula Studion. Þar voru þeir Arnar Guðjónsson og Kristinn Þór, meðlimur hljómsveitarinnar, á tökkunum. 

Í hljómsveitinni eru systkinin Daníel Jón Jónsson og Heiða Dóra Jónsdóttir, frændurnir Kristinn Þór Óskarsson og Haukur Jóhannesson ásamt Helga Einarssyni á trommunum.

Kvennabósi á sínum yngri árum

Heiða Dóra skrifaði textann sem er saminn um samskipti hennar við eldri mann á Karaoke bar þar sem hann var að lýsa sínum yngri árum. „Hann var mikill sjarmör og trúði mér fyrir því að hann hefði verið mikill kvennabósi á sínum yngri árum. Hann hafði alltaf verið að skipta út einni konu fyrir þá næstu, haldandi að það væri alltaf eitthvað betra handan við hornið,“ segir hún um manninn. 

„Svo þornuðu sjensarnir upp og hann dalaði uppi einn. Þá hafði hann spilað frá sér einhverjum ás sem hann sá eftir.”

Tvítug orka yfir laginu

Fyrstu drög lagsins urðu til þegar Daníel var tvítugur og segja þau tvítuga orka vera yfir laginu. „Spurningar eins og: Ertu með réttu manneskjunni? Þorir þú ekki að enda sambandið vegna hræðslu um að vera ein/n/tt? Kannt þú að vera ein/n/tt yfir höfuð? Hræðslan um að enda ein/n/tt í ellinni (vegna hégóma) eru tilfinningin á bak við lagið,“ segja þau. 


Tengdar fréttir

Superserious frumsýnir myndband

Sveitin Superserious frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Let's Be Grown Ups sem er af væntanlegri plötu sem kemur í sumar sem mun heita Let's get serious.

Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra

Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×