Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 12:29 Bæði Rússland og Úkraína vilja eigna sér losun frá dísilknúnum skriðdrekkum Rússa á Krímskaga. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og gerðu slíkt það sama við fjögur héruð Úkraínu í kjölfar málamyndaatkvæðagreiðslu í byrjun þessa mánaðar. Afgerandi meirihluti ríkja heims fordæmdi ólöglega innlimun héraðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Washington Post segir að í aðdraganda loftslagsráðstefnu SÞ í Egyptalandi í næsta mánuði geri bæði Úkraína og Rússland tilkall til losunar í innlimuðu héruðunum. Bæði ríki telji það nauðsynlegt til að styrkja mál sitt. Alex Riabtsjín, aðstoðarorkumálaráðherra Úkraínu, segir málið ekki snúast um loftslagið heldur um landsvæði. „Rússar reyna að nota allar leiðir til þess að veita ólöglegri innlimun sinni lögmæti,“ segir hann. Rússar létu losun frá Krímskaga fyrst fylgja með skýrslu sinni til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar árið 2016. Fulltrúar Úkraínu komu því til leiðar að neðanmálsgrein fylgir gögnum um losun Rússa þar sem vísað er til þriggja ályktana Sameinuðu þjóðanna sem styðja tilkall Úkraínu til Krímskaga. Þeim tókst þó ekki að fá stofnuna til að hafna losunarskýrslum Rússa sem tóku Krímskaga með í reikninginn. Úkraínumenn hafa allan tímann haldið áfram að að leggja mat á losun frá Krímskaga sem hefur leitt til tvítalningar losunar þaðan. Losunartölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir héruðum og því er sagt erfitt að bera saman bókhald ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að loftslagsráðstefnan fresti því að taka á ágreiningnum. Washington Post hefur eftir Marianne Karlsen, formanni innleiðingarnefndar loftslagssamningsins, vísar til þess að engin lausn á átökunum í Úkraínu sé í sjónmáli og bæði ríki hafi sætt sig við frestinn. Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og gerðu slíkt það sama við fjögur héruð Úkraínu í kjölfar málamyndaatkvæðagreiðslu í byrjun þessa mánaðar. Afgerandi meirihluti ríkja heims fordæmdi ólöglega innlimun héraðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Washington Post segir að í aðdraganda loftslagsráðstefnu SÞ í Egyptalandi í næsta mánuði geri bæði Úkraína og Rússland tilkall til losunar í innlimuðu héruðunum. Bæði ríki telji það nauðsynlegt til að styrkja mál sitt. Alex Riabtsjín, aðstoðarorkumálaráðherra Úkraínu, segir málið ekki snúast um loftslagið heldur um landsvæði. „Rússar reyna að nota allar leiðir til þess að veita ólöglegri innlimun sinni lögmæti,“ segir hann. Rússar létu losun frá Krímskaga fyrst fylgja með skýrslu sinni til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar árið 2016. Fulltrúar Úkraínu komu því til leiðar að neðanmálsgrein fylgir gögnum um losun Rússa þar sem vísað er til þriggja ályktana Sameinuðu þjóðanna sem styðja tilkall Úkraínu til Krímskaga. Þeim tókst þó ekki að fá stofnuna til að hafna losunarskýrslum Rússa sem tóku Krímskaga með í reikninginn. Úkraínumenn hafa allan tímann haldið áfram að að leggja mat á losun frá Krímskaga sem hefur leitt til tvítalningar losunar þaðan. Losunartölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir héruðum og því er sagt erfitt að bera saman bókhald ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að loftslagsráðstefnan fresti því að taka á ágreiningnum. Washington Post hefur eftir Marianne Karlsen, formanni innleiðingarnefndar loftslagssamningsins, vísar til þess að engin lausn á átökunum í Úkraínu sé í sjónmáli og bæði ríki hafi sætt sig við frestinn.
Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22