Forsetinn sagði leppstjóra sína á svæðunum fá aukið vald til að framfylgja öryggismálunum á svæðunum en herlögin eru almennt talin munu fela í sér útgöngubann, bann við mótmælum og verkföllum, upplýsingatakmarkanir og fleira.
Héruðin fjögur eru Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia.
Herlögin virðast vera viðbrögð við gagnsókn Úkraínumanna á hinum „innlimuðu“ svæðum en greint var frá því í morgun að fjölmiðlabanni hefði verið lýst yfir í suðurhluta landsins. Hafa menn leitt líkur að því að eitthvað stórt standi til, mögulega sókn að Kherson-borg, á næstu dögum.
Putin says he's introducing martial law in the four partially occupied Ukrainian regions he annexed last month. This is portrayed as a technicality he said it de facto already exists but is a clear response to recent military setbacks as Ukraine's counteroffensive advances. pic.twitter.com/zTOanR1N1C
— max seddon (@maxseddon) October 19, 2022
Pútín greindi einnig frá því á fundinum að ferðatakmörkunum yrði komið á á átta svæðum í Rússlandi sem liggja að Úkraínu; Krasnodar, Belgorod, Bryansk, Voronezh, Kursk og Rostov, auk Krímskaga og Sevastopol.
Þá verður komið á fót sérstöku samræmingarráðuneyti til að samhæfa aðgerðir stofnana sem koma að átökunum í Úkraínu með einum eða öðrum hætti.
Fréttin verður uppfærð.