Knattspyrnumaður í tíu ára bann frá fótbolta fyrir veðmálasvindl Atli Arason skrifar 19. október 2022 23:30 Kynan Isaac, leikmaður Stratford Town. Mark Williamson/Stratford Herald Kynan Isaac, leikmaður Stratford Town, hefur verið úrskurðaður í 10 ára bann af enska knattspyrnusambandinu vegna veðmála hans á eigin knattspyrnuleiki. Knattspyrnuferill hins 29 ára gamla Isaac er því svo gott sem lokið. Leikmaðurinn má ekki spila annan leik fyrr en örfáum mánuðum fyrir fertugsafmælið sitt en Isaac verður fertugur þann 1. janúar 2033. Bannið er eitt það lengsta sem enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað og er það talið setja fordæmi fyrir aðra leikmenn í enskum fótbolta. Isaasc var fundinn sekur fyrir að veðja á eigin leik þegar Stratford tapaði 5-1 gegn Shrewsbury í FA bikarnum á síðasta tímabili en Isaac reyndi m.a. vísvitandi að fá gult spjald í leiknum. Sjálfur segist leikmaðurinn vera saklaus en í tilkynningu knattspyrnusambandsins kemur fram að Isaac hafi hundsað ámæli sambandsins og ekki komið með nein sönnunargögn sínu máli til stuðnings, til að mynda upplýsingar af veðmálareikningum eða farsímagögn. Alls er Isaac fundinn sekur um að leggja 347 veðmál á eigin leiki yfir 18 mánaða tímabil. Knattspyrnusambandið fékk ábendingar frá veðmálafyrirtækjum þegar óvenju háar upphæðir voru lagðar á gul spjöld í leiki liðs í sjöundu efstu deild Englands. Eftir rannsókn sambandsins kom í ljós að veðmálin komu frá Isaac og aðilum tengdum honum. Ekki liggur fyrir hve mikið Isaac og félagar græddu á veðmálabraskinu. Kynan Isaac kom upp í gegnum unglingastarf Reading og lék meðal annars fyrir Luton og Oxford City á 12 ára löngum knattspyrnuferli. Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Knattspyrnuferill hins 29 ára gamla Isaac er því svo gott sem lokið. Leikmaðurinn má ekki spila annan leik fyrr en örfáum mánuðum fyrir fertugsafmælið sitt en Isaac verður fertugur þann 1. janúar 2033. Bannið er eitt það lengsta sem enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað og er það talið setja fordæmi fyrir aðra leikmenn í enskum fótbolta. Isaasc var fundinn sekur fyrir að veðja á eigin leik þegar Stratford tapaði 5-1 gegn Shrewsbury í FA bikarnum á síðasta tímabili en Isaac reyndi m.a. vísvitandi að fá gult spjald í leiknum. Sjálfur segist leikmaðurinn vera saklaus en í tilkynningu knattspyrnusambandsins kemur fram að Isaac hafi hundsað ámæli sambandsins og ekki komið með nein sönnunargögn sínu máli til stuðnings, til að mynda upplýsingar af veðmálareikningum eða farsímagögn. Alls er Isaac fundinn sekur um að leggja 347 veðmál á eigin leiki yfir 18 mánaða tímabil. Knattspyrnusambandið fékk ábendingar frá veðmálafyrirtækjum þegar óvenju háar upphæðir voru lagðar á gul spjöld í leiki liðs í sjöundu efstu deild Englands. Eftir rannsókn sambandsins kom í ljós að veðmálin komu frá Isaac og aðilum tengdum honum. Ekki liggur fyrir hve mikið Isaac og félagar græddu á veðmálabraskinu. Kynan Isaac kom upp í gegnum unglingastarf Reading og lék meðal annars fyrir Luton og Oxford City á 12 ára löngum knattspyrnuferli.
Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira