Xhaka skaut Arsenal upp úr A-riðli 20. október 2022 18:54 Granit Xhaka skoraði eina mark leiksins. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Granit Xhaka skoraði eina mark leiksins er Arsenal vann sterkan 1-0 sigur gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í toppslag A-riðilsins í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn tryggði Arsenal sæti í útsláttarkeppninni og fór langleiðina með að tryggja liðinu sigur í riðlinum. Heimamenn í Arsenal voru mun sterkari aðilinn í leik kvöldsins og ógnuðu marki gestanna ítrekað. Gestirnir, undir stjórn eitt sinn óvinar Arsenal númer eitt, Ruud van Nistelrooy, ætluðu hins vegar greinilega frekar að treysta á skyndisóknir. Hvorugt leikplanið gekk þó nægilega vel upp í fyrri hálfleik því enn var markalaust þegar dómari leiksins sendi leikmenn inn til búningsklefa að 45 minútum loknum. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik þar sem heimamenn stjórnuðu leiknum að mestu leyti, en gestirnir vörðust vel og reyndu að freista þess að vinna boltann framarlega á vellinum og sækja hratt. Fyrsta og eina mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en um tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar Granit Xhaka kom boltanum í netið eftir góðan undirbúning frá Takehiro Tomiyasu. Niðurstaðan því 1-0 sigur heimamanna og sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar því tryggt. Arsenal er enn með fullt hús stiga á toppi A-riðils eftir fjóra leiki og eitt stig í viðbót tryggir liðinu sigur í riðlinum. PSV situr hins vegar sæti neðar með sjö stig og er enn í harðri baráttu við Alfons Sampsted og félaga hans í Bodö/Glimt um sæti í útsláttarkeppninni. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Granit Xhaka skoraði eina mark leiksins er Arsenal vann sterkan 1-0 sigur gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í toppslag A-riðilsins í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn tryggði Arsenal sæti í útsláttarkeppninni og fór langleiðina með að tryggja liðinu sigur í riðlinum. Heimamenn í Arsenal voru mun sterkari aðilinn í leik kvöldsins og ógnuðu marki gestanna ítrekað. Gestirnir, undir stjórn eitt sinn óvinar Arsenal númer eitt, Ruud van Nistelrooy, ætluðu hins vegar greinilega frekar að treysta á skyndisóknir. Hvorugt leikplanið gekk þó nægilega vel upp í fyrri hálfleik því enn var markalaust þegar dómari leiksins sendi leikmenn inn til búningsklefa að 45 minútum loknum. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik þar sem heimamenn stjórnuðu leiknum að mestu leyti, en gestirnir vörðust vel og reyndu að freista þess að vinna boltann framarlega á vellinum og sækja hratt. Fyrsta og eina mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en um tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar Granit Xhaka kom boltanum í netið eftir góðan undirbúning frá Takehiro Tomiyasu. Niðurstaðan því 1-0 sigur heimamanna og sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar því tryggt. Arsenal er enn með fullt hús stiga á toppi A-riðils eftir fjóra leiki og eitt stig í viðbót tryggir liðinu sigur í riðlinum. PSV situr hins vegar sæti neðar með sjö stig og er enn í harðri baráttu við Alfons Sampsted og félaga hans í Bodö/Glimt um sæti í útsláttarkeppninni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti