Slæmar fréttir fyrir bestu CrossFit konur heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 09:00 Tia-Clair Toomey á verðlaunapallinum með Katrínu Tönjy Davíðsdóttur. Enginn önnur kona hefur orðið heimsmeistari í CrossFit frá og með árinu 2015. Instagram/CrossFit Games Það hefur enginn komist nálægt henni undanfarin ár á heimsleikunum í CrossFit og þeir sem héldu að það væri að breytast hafa nú fengið endanlega staðfest að það breytist ekki neitt. Glugginn sem bestu CrossFit konur heims héldu að væri að opnast lokaðist endanlega í gær þegar heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey tilkynnti að hún muni mæta aftur til leiks á næstu heimsleikum. Toomey vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðustu heimsleikum í CrossFit og í lokagreininni tilkynnti lýsandinn að þetta væri líklegast hennar síðasta grein á ferlinum. Hann hefði fengið upplýsingar um það úr herbúðum Toomey sem svo ýtti undir það sjálf með hvernig hún endaði lokagreinina sína á dramatískan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey var þarna búin að setja nýtt met yfir flesta sigra í röð og skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða. Gamla metið var í eigu Matt Fraser sem vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Sú síðasta til að vinna heimsmeistaratitilinn og ekki heita Toomey var okkar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem vann tvö ár í röð eða 2015 og 2016. Toomey varð í öðru sæti bæði árin en tók svo yfir og flestir sigrar hennar hafa verið afar sannfærandi. Toomey hafði lent í smá vandræðum í byrjun keppninnar og fann þar aðeins fyrir samkeppninni frá ungum CrossFit konum en það virtist síðan bara kveikja í þeirri áströlsku sem kom sterk til baka og endaði á að vinna enn á ný með miklum yfirburðum. Toomey eyddi ekki orðróminum strax um að hún ætlaði að hætta og um tíma héldu sumir að hún ætlaði í liðakeppnina. Þegar vikur og mánuðir liður frá leikunum fór það aftur á móti að leka út að það væri enn hugur og hungur í bestu CrossFit konu heims. Toomey talaði um það í viðtali að hún ætlaði sér að koma aftur og í gær staðfesti hún það svo í reglulegum Youtube-þætti sínum við hlið eiginmannsins Shane Orr. „Við héldum að það væri best að leggja spilin á borðið og að þið mynduð heyra þetta beint frá okkur. Ég ætla að keppa í eitt ár í viðbót, sagði Tia-Clair Toomey. Þeir sem vildu sjá keppni án hennar fá tækifæri til að sjá það á Rogue Invitational mótinu seinna í þessum mánuði þar sem Anníe Mist Þórisdóttir verður meðal keppenda. Toomey verður á svæðinu í Austin í Texas fylki en mun ekki keppa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zalOk0QIUjE">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Glugginn sem bestu CrossFit konur heims héldu að væri að opnast lokaðist endanlega í gær þegar heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey tilkynnti að hún muni mæta aftur til leiks á næstu heimsleikum. Toomey vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðustu heimsleikum í CrossFit og í lokagreininni tilkynnti lýsandinn að þetta væri líklegast hennar síðasta grein á ferlinum. Hann hefði fengið upplýsingar um það úr herbúðum Toomey sem svo ýtti undir það sjálf með hvernig hún endaði lokagreinina sína á dramatískan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey var þarna búin að setja nýtt met yfir flesta sigra í röð og skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða. Gamla metið var í eigu Matt Fraser sem vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Sú síðasta til að vinna heimsmeistaratitilinn og ekki heita Toomey var okkar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem vann tvö ár í röð eða 2015 og 2016. Toomey varð í öðru sæti bæði árin en tók svo yfir og flestir sigrar hennar hafa verið afar sannfærandi. Toomey hafði lent í smá vandræðum í byrjun keppninnar og fann þar aðeins fyrir samkeppninni frá ungum CrossFit konum en það virtist síðan bara kveikja í þeirri áströlsku sem kom sterk til baka og endaði á að vinna enn á ný með miklum yfirburðum. Toomey eyddi ekki orðróminum strax um að hún ætlaði að hætta og um tíma héldu sumir að hún ætlaði í liðakeppnina. Þegar vikur og mánuðir liður frá leikunum fór það aftur á móti að leka út að það væri enn hugur og hungur í bestu CrossFit konu heims. Toomey talaði um það í viðtali að hún ætlaði sér að koma aftur og í gær staðfesti hún það svo í reglulegum Youtube-þætti sínum við hlið eiginmannsins Shane Orr. „Við héldum að það væri best að leggja spilin á borðið og að þið mynduð heyra þetta beint frá okkur. Ég ætla að keppa í eitt ár í viðbót, sagði Tia-Clair Toomey. Þeir sem vildu sjá keppni án hennar fá tækifæri til að sjá það á Rogue Invitational mótinu seinna í þessum mánuði þar sem Anníe Mist Þórisdóttir verður meðal keppenda. Toomey verður á svæðinu í Austin í Texas fylki en mun ekki keppa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zalOk0QIUjE">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira