Áskoranir í ljósi átaka í Evrópu og aukins fjölda flóttafólks á Íslandi Atli Viðar Thorstensen skrifar 21. október 2022 15:00 Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru í dag yfir 100 milljónir einstaklinga á öllum aldri á flótta í heiminum í dag. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er verndari flóttamannasamningsins sem Ísland fullgilti árið 1956 en tilgangur samningsins er að gefa þeim einstaklingum sem ekki njóta verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á að leita verndar hjá öðrum þjóðum heimsins. Ástæður þess að fólk flýr heimahaga sína og þar með talið heimili, ættingja, vini, störf, nám, eignir, menningu og lífið eins og það þekkir það eru margvíslegar en helst má telja til vopnuð átök, ofsóknir, mannréttindabrot, hungur, fátækt og annað sem neyðir fólk á flótta. Flestar þessar ástæður ættu að gefa stjórnvöldum sem eru aðilar að flóttamannasamningi SÞ tilefni til að veita fólki alþjóðlega vernd, þar með talið í Evrópu. Vitað er að einungis lítill hluti flóttafólks leitar skjóls í Evrópu enda er það flest á flótta innan eigin landamæra eða hefur leitað skjóls í nágrannaríkjum sínum sem oft eru fátæk og jafnvel stríðshrjáð og með veika innviði. Af þeim 89 milljónum sem hafa hrakist á flótta í árslok 2021 var innan við 0,3% þeirra veitt vernd í Evrópu á síðasta ári, auðugustu álfu jarðarinnar. Er Ísland auðveldur áfangastaður flóttafólks? Aukinn fjöldi umsækjenda hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á þessu ári og enn er von á fleirum og því um ærið verkefni að ræða sem reynir á ýmsar stofnanir og innviði landsins. Áskorun sem samfélagið allt á að takast á við og getur tekist á við. Ástæðan fyrir fjölguninni er nokkuð augljós þar sem vopnuð átök í Úkraínu, landi innan Evrópu, hafa hrakið yfir sjö milljónir íbúa landsins á flótta til annarra ríkja. Af þessum sjö milljónum hafa rétt um 1.900 óskað alþjóðlegrar verndar hérlendis og hefur íslenskt samfélag tekið afar vel á móti þessum hópi. Það þýðir að fólk frá Úkraínu telur í dag um 0,5% þjóðarinnar. Ef við heimfærum þessar tölur upp á Evrópu þá hafa þessar sjö milljónir leitað skjóls í 450 milljóna manna álfu Evrópusambandsins sem gera um 1,5% af íbúum álfunnar eða þrisvar sinnum fleiri hlutfallslega en á Íslandi. Í Póllandi eru 1,4 milljónir frá Úkraínu skráð sem flóttafólk sem gerir 3,7% íbúa landsins og í Moldóvu er hlutfallið 2,3%. Í báðum löndum eru þó mun fleira flóttafólk frá Úkraínu sem er enn óskráð, þannig að hlutfallið er líklega mun hærra. Þó fjöldi flóttafólks á Íslandi hafi farið vaxandi á undanförnum árum í takti við þann vanda sem til staðar er í heiminum hafa tölurnar á Íslandi farið upp og niður, þrátt fyrir vaxandi fjölda á heimsvísu. Á árinu 2022 hefur umsóknum um alþjóðlega vernd í Evrópu og á hér á Íslandi fjölgað verulega en eins og flestum er kunnugt um má fyrst og fremst rekja ástæðuna til átakanna í Úkraínu. Sé tekið mið af átökunum á Balkanskaganum seint á síðustu öld þá snéri meirihluti flóttamanna á Norðurlöndum til baka að átökunum loknum og líklegt má telja að sömu sögu megi segja um flóttafólk frá Úkraínu. Þegar öllu er á botninn hvolft er ljóst að einungis lítill hluti flóttamanna leitar til Evrópu og aðeins brotabrot af þeim hópi leitar hingað til Íslands. Er því augljóst að Ísland er hvorki auðveldur áfangastaður að komast á né almennur draumaáfangastaður fyrir fólk á flótta. Veruleiki flóttafólks á heimsvísu Veruleiki flóttafólks liggur fyrst og fremst í því að hafa orðið að flýja heimili sín og jafnvel heimaland vegna vopnaðra átaka og annarra hörmunga, auk þess sem það fær litla eða jafnvel enga aðstoð í aðstæðum sem oft eru verri en fólk getur ímyndað sér. Fólk hefur orðið að flýja vegna þess að mannréttindi þeirra voru virt að vettugi og alþjóðalög þverbrotin. Mörg eru jafnvel hneppt í varðhald án dóms og laga, önnur í mansal á meðan enn önnur lifa á jaðri þess að geta dregið fram lífið. Börn á flótta alast líka oft upp við óviðunandi aðstæður sem valda því að þau fara á mis við hluti eins og menntun, öfluga heilbrigðisþjónustu og fulla aðlögun að samfélaginu sínu, en fyrir vikið lenda þau oft í verri stöðu seinna á ævinni. Efnameiri þjóðir á borð við Ísland hafa lagt sitt af mörkum til að lina þjáningar þeirra, ýmist með þróunarsamvinnuverkefnum eða mannúðaraðstoð í heimahögum þeirra. En framlag fæstra efnameiri þjóða ná takmarki Sameinuðu þjóðanna um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í slíka aðstoð. Þá hefur Ísland, ásamt fleiri ríkjum, talað fyrir aukinni virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindakerfinu almennt, sem er gríðarlega mikilvægt framlag og þar er mikilvægt að vera fyrirmynd annarra þjóða. Áskoranir á Íslandi Það flóttafólk sem kemur til Íslands mætir blessunarlega mikilli velvild hér og hefur almennt fengið skjóta úrlausn sinna mála, þó að auðvitað séu undantekningar á því. Útlendingastofnun afgreiðir flestar umsóknir á aðeins nokkrum dögum og Vinnumálastofnun hefur sinnt afar krefjandi verkefni við að koma fólki í húsnæði af mikilli elju, dugnaði og skipulagsfærni. Áskorunin sem Ísland stendur frammi fyrir, og þar með flóttafólk, er kannski helst tvenns konar. Annars vegar skortur á húsnæði og hins vegar að einungis lítill hluti sveitarfélaga tekur þátt í samræmdri móttöku stjórnvalda fyrir flóttafólk. Það er því ástæða til að hvetja stjórnvöld, sveitarfélög og samfélagið allt enn frekar til að ná saman um þennan mikilvæga hluta móttökunnar svo við sem samfélag náum enn betur utan um það verkefni sem við stöndum nú frammi fyrir. Mikilvægt er að hafa í huga að það eru mjög óvenjulegar aðstæður sem valda þessari aukningu á fjölda flóttafólks sem vonandi taka enda sem allra fyrst. Það á við jafnt á Íslandi sem og í öðrum ríkjum álfunnar. Gerum vel og sýnum þeim sem á eftir okkur koma að við gerðum okkar besta og virtum um leið alþjóðlegar skuldbindingar til að koma til móts við þarfir einstaklinga sem neyðst hafa til að leita skjóls á Íslandi við mjög svo óvenjulegar aðstæður í Evrópu. Setjum okkur í spor fólks á flótta og tökum á móti þeim á sama hátt og við myndum vilja að tekið yrði á móti okkur ef við yrðum að flýja land. Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru í dag yfir 100 milljónir einstaklinga á öllum aldri á flótta í heiminum í dag. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er verndari flóttamannasamningsins sem Ísland fullgilti árið 1956 en tilgangur samningsins er að gefa þeim einstaklingum sem ekki njóta verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á að leita verndar hjá öðrum þjóðum heimsins. Ástæður þess að fólk flýr heimahaga sína og þar með talið heimili, ættingja, vini, störf, nám, eignir, menningu og lífið eins og það þekkir það eru margvíslegar en helst má telja til vopnuð átök, ofsóknir, mannréttindabrot, hungur, fátækt og annað sem neyðir fólk á flótta. Flestar þessar ástæður ættu að gefa stjórnvöldum sem eru aðilar að flóttamannasamningi SÞ tilefni til að veita fólki alþjóðlega vernd, þar með talið í Evrópu. Vitað er að einungis lítill hluti flóttafólks leitar skjóls í Evrópu enda er það flest á flótta innan eigin landamæra eða hefur leitað skjóls í nágrannaríkjum sínum sem oft eru fátæk og jafnvel stríðshrjáð og með veika innviði. Af þeim 89 milljónum sem hafa hrakist á flótta í árslok 2021 var innan við 0,3% þeirra veitt vernd í Evrópu á síðasta ári, auðugustu álfu jarðarinnar. Er Ísland auðveldur áfangastaður flóttafólks? Aukinn fjöldi umsækjenda hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á þessu ári og enn er von á fleirum og því um ærið verkefni að ræða sem reynir á ýmsar stofnanir og innviði landsins. Áskorun sem samfélagið allt á að takast á við og getur tekist á við. Ástæðan fyrir fjölguninni er nokkuð augljós þar sem vopnuð átök í Úkraínu, landi innan Evrópu, hafa hrakið yfir sjö milljónir íbúa landsins á flótta til annarra ríkja. Af þessum sjö milljónum hafa rétt um 1.900 óskað alþjóðlegrar verndar hérlendis og hefur íslenskt samfélag tekið afar vel á móti þessum hópi. Það þýðir að fólk frá Úkraínu telur í dag um 0,5% þjóðarinnar. Ef við heimfærum þessar tölur upp á Evrópu þá hafa þessar sjö milljónir leitað skjóls í 450 milljóna manna álfu Evrópusambandsins sem gera um 1,5% af íbúum álfunnar eða þrisvar sinnum fleiri hlutfallslega en á Íslandi. Í Póllandi eru 1,4 milljónir frá Úkraínu skráð sem flóttafólk sem gerir 3,7% íbúa landsins og í Moldóvu er hlutfallið 2,3%. Í báðum löndum eru þó mun fleira flóttafólk frá Úkraínu sem er enn óskráð, þannig að hlutfallið er líklega mun hærra. Þó fjöldi flóttafólks á Íslandi hafi farið vaxandi á undanförnum árum í takti við þann vanda sem til staðar er í heiminum hafa tölurnar á Íslandi farið upp og niður, þrátt fyrir vaxandi fjölda á heimsvísu. Á árinu 2022 hefur umsóknum um alþjóðlega vernd í Evrópu og á hér á Íslandi fjölgað verulega en eins og flestum er kunnugt um má fyrst og fremst rekja ástæðuna til átakanna í Úkraínu. Sé tekið mið af átökunum á Balkanskaganum seint á síðustu öld þá snéri meirihluti flóttamanna á Norðurlöndum til baka að átökunum loknum og líklegt má telja að sömu sögu megi segja um flóttafólk frá Úkraínu. Þegar öllu er á botninn hvolft er ljóst að einungis lítill hluti flóttamanna leitar til Evrópu og aðeins brotabrot af þeim hópi leitar hingað til Íslands. Er því augljóst að Ísland er hvorki auðveldur áfangastaður að komast á né almennur draumaáfangastaður fyrir fólk á flótta. Veruleiki flóttafólks á heimsvísu Veruleiki flóttafólks liggur fyrst og fremst í því að hafa orðið að flýja heimili sín og jafnvel heimaland vegna vopnaðra átaka og annarra hörmunga, auk þess sem það fær litla eða jafnvel enga aðstoð í aðstæðum sem oft eru verri en fólk getur ímyndað sér. Fólk hefur orðið að flýja vegna þess að mannréttindi þeirra voru virt að vettugi og alþjóðalög þverbrotin. Mörg eru jafnvel hneppt í varðhald án dóms og laga, önnur í mansal á meðan enn önnur lifa á jaðri þess að geta dregið fram lífið. Börn á flótta alast líka oft upp við óviðunandi aðstæður sem valda því að þau fara á mis við hluti eins og menntun, öfluga heilbrigðisþjónustu og fulla aðlögun að samfélaginu sínu, en fyrir vikið lenda þau oft í verri stöðu seinna á ævinni. Efnameiri þjóðir á borð við Ísland hafa lagt sitt af mörkum til að lina þjáningar þeirra, ýmist með þróunarsamvinnuverkefnum eða mannúðaraðstoð í heimahögum þeirra. En framlag fæstra efnameiri þjóða ná takmarki Sameinuðu þjóðanna um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í slíka aðstoð. Þá hefur Ísland, ásamt fleiri ríkjum, talað fyrir aukinni virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindakerfinu almennt, sem er gríðarlega mikilvægt framlag og þar er mikilvægt að vera fyrirmynd annarra þjóða. Áskoranir á Íslandi Það flóttafólk sem kemur til Íslands mætir blessunarlega mikilli velvild hér og hefur almennt fengið skjóta úrlausn sinna mála, þó að auðvitað séu undantekningar á því. Útlendingastofnun afgreiðir flestar umsóknir á aðeins nokkrum dögum og Vinnumálastofnun hefur sinnt afar krefjandi verkefni við að koma fólki í húsnæði af mikilli elju, dugnaði og skipulagsfærni. Áskorunin sem Ísland stendur frammi fyrir, og þar með flóttafólk, er kannski helst tvenns konar. Annars vegar skortur á húsnæði og hins vegar að einungis lítill hluti sveitarfélaga tekur þátt í samræmdri móttöku stjórnvalda fyrir flóttafólk. Það er því ástæða til að hvetja stjórnvöld, sveitarfélög og samfélagið allt enn frekar til að ná saman um þennan mikilvæga hluta móttökunnar svo við sem samfélag náum enn betur utan um það verkefni sem við stöndum nú frammi fyrir. Mikilvægt er að hafa í huga að það eru mjög óvenjulegar aðstæður sem valda þessari aukningu á fjölda flóttafólks sem vonandi taka enda sem allra fyrst. Það á við jafnt á Íslandi sem og í öðrum ríkjum álfunnar. Gerum vel og sýnum þeim sem á eftir okkur koma að við gerðum okkar besta og virtum um leið alþjóðlegar skuldbindingar til að koma til móts við þarfir einstaklinga sem neyðst hafa til að leita skjóls á Íslandi við mjög svo óvenjulegar aðstæður í Evrópu. Setjum okkur í spor fólks á flótta og tökum á móti þeim á sama hátt og við myndum vilja að tekið yrði á móti okkur ef við yrðum að flýja land. Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun