Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2022 19:21 Penny Mordaun sem beið lægri hlut fyrir Liz Truss og Rishi Sunak í síðasta leiðtogakjöri Íhaldsflokksins hefur nú boðið sig fram á ný. Getty/Finnbarr Webster Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. Liz Truss og fjármálaráðherran og vinur hennar Kwasi Kwarteng (t.v.) sem hún rak í síðustu viku á meðan allt lék í lyndi.AP/Stefan Rousseau David Cameron hafði setið í sex ár sem forsætisráðherra þegar hann boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016. Hann taldi víst að þjóðin myndi hafna úrsögn en það gerði hún ekki og Cameron sagði af sér. Theresa May tók við og tókst ekki að ná samkomulagi við Evrópusambandið sem Íhaldsmönnum líkaði og eftir að tillögum hennar hafði verið ítrekað verið hafnað sagði hún af sér eftir þrjú ár og 12 daga í embætti. Boris Johnson komst til valda undir slagorðinu „engir samningar betri en vondir samningar“ en neyddist til að segja af sér eftir þrjú ár og 45 daga vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Boris Johson hefur aldrei látið sannleikann þvælast fyrir sér hvorki sem blaðamaður, borgarstjóri í Lundúnum eða forsætisráðherra og komist langt á því að fara frjálslega með hann. Hér kveður hann Downingstræti 10 fyrir rúmum mánuði.AP/Justin Tallis „Ég vil þakka öllum hér og hasta la vista baby,“ svona kvaddi Johnson breska þingið sem leiðtogi og nú segja sumir að hann hefði kannski átt að bæta við öðrum frasa frá Tortímandanum: „I'll be back,“ vegna þess að þrátt fyrir allt hans klúður hafa nokkrir þingmenn og ráðherrar lýst yfir stuðningi við endurkomu hans. Johnson nýtur enn vinsælda í kjördæmi sínu. „Ég held að það sé mjög góð hugmynd og myndi fagna honum opnum örmum,“ segir Jacquline Clarke íbúi í Uxbridge kjördæmi Johnsons. Og Janine Cash sem einnig býr í kjördæminu segir: „Ég elska hann. Þeir hefðu aldrei átt að losa sig við hann.“ En það gerðu yfir hundrað þingmenn Íhaldsflokksins og 60 ráðherrar og aðstoðarráðherrar sem sögðu af sér úr stjórn hans í sumar til að koma honum frá. Flestir veðja á að Rishi Sunak sem tapaði naumlega fyrir Liz Truss síðast taki við af henni eftir helgi.AP/Kirsty Wigglesworth Eftir átta vikna leiðtogakjör vildi meirihluti þingflokksins Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra í leiðtogaembættið en almennir flokksmenn tryggðu Liz Truss að lokum embættið. Fjörtíu og fimm dögum síðar stóð hún síðan fyrir framan forsætisráðherrabústaðinn í gær og sagði þetta: „Ég get ekki staðið við það umboð sem ég var kosin út á af Íhaldsflokknum. Þar af leiðandi hef ég rætt við konunginn og tilkynnt honum að ég muni segja af mér sem leiðtogi Íhaldsflokksins,“ sagði Truss í stuttu ávarpi til fjölmiðla í gær. Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins segir nóg komið af glundroða Íhaldsmanna og vill að boðað verði tafarlaust til kosninga.AP/Jessica Taylor Íhaldsflokkurinn ætlar að ljúka leiðtogakjöri á innan við viku þar sem Sunak og Penny Mordaunt, sem lýsti yfir framboði sínu í dag, þykja líklegust til sigurs. Enginn skyldi hins vegar útiloka refinn Boris Johnson fyrr en allir sauðirnir hafa verið taldir. Stjórnarandstaðan með Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins í broddi fylkingar segir nóg komið og krefst kosninga nú þegar. „Áhættan felst ekki í þingkosningum. Áhættan felst í að halda þessum glundroða áfram. Við verðum að losna við þessa snúningshurð glundroðans sem býður ekki upp á annað en enn eina tilraunina hjá forystu íhaldsins,“ sagði Starmer í dag. Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. 21. október 2022 07:33 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18. október 2022 13:53 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Ísraelsher gerir árás á Gasa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sakar Evrópu um stríðsæsingu Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Musk í samkeppni við Wikipedia Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
Liz Truss og fjármálaráðherran og vinur hennar Kwasi Kwarteng (t.v.) sem hún rak í síðustu viku á meðan allt lék í lyndi.AP/Stefan Rousseau David Cameron hafði setið í sex ár sem forsætisráðherra þegar hann boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016. Hann taldi víst að þjóðin myndi hafna úrsögn en það gerði hún ekki og Cameron sagði af sér. Theresa May tók við og tókst ekki að ná samkomulagi við Evrópusambandið sem Íhaldsmönnum líkaði og eftir að tillögum hennar hafði verið ítrekað verið hafnað sagði hún af sér eftir þrjú ár og 12 daga í embætti. Boris Johnson komst til valda undir slagorðinu „engir samningar betri en vondir samningar“ en neyddist til að segja af sér eftir þrjú ár og 45 daga vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Boris Johson hefur aldrei látið sannleikann þvælast fyrir sér hvorki sem blaðamaður, borgarstjóri í Lundúnum eða forsætisráðherra og komist langt á því að fara frjálslega með hann. Hér kveður hann Downingstræti 10 fyrir rúmum mánuði.AP/Justin Tallis „Ég vil þakka öllum hér og hasta la vista baby,“ svona kvaddi Johnson breska þingið sem leiðtogi og nú segja sumir að hann hefði kannski átt að bæta við öðrum frasa frá Tortímandanum: „I'll be back,“ vegna þess að þrátt fyrir allt hans klúður hafa nokkrir þingmenn og ráðherrar lýst yfir stuðningi við endurkomu hans. Johnson nýtur enn vinsælda í kjördæmi sínu. „Ég held að það sé mjög góð hugmynd og myndi fagna honum opnum örmum,“ segir Jacquline Clarke íbúi í Uxbridge kjördæmi Johnsons. Og Janine Cash sem einnig býr í kjördæminu segir: „Ég elska hann. Þeir hefðu aldrei átt að losa sig við hann.“ En það gerðu yfir hundrað þingmenn Íhaldsflokksins og 60 ráðherrar og aðstoðarráðherrar sem sögðu af sér úr stjórn hans í sumar til að koma honum frá. Flestir veðja á að Rishi Sunak sem tapaði naumlega fyrir Liz Truss síðast taki við af henni eftir helgi.AP/Kirsty Wigglesworth Eftir átta vikna leiðtogakjör vildi meirihluti þingflokksins Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra í leiðtogaembættið en almennir flokksmenn tryggðu Liz Truss að lokum embættið. Fjörtíu og fimm dögum síðar stóð hún síðan fyrir framan forsætisráðherrabústaðinn í gær og sagði þetta: „Ég get ekki staðið við það umboð sem ég var kosin út á af Íhaldsflokknum. Þar af leiðandi hef ég rætt við konunginn og tilkynnt honum að ég muni segja af mér sem leiðtogi Íhaldsflokksins,“ sagði Truss í stuttu ávarpi til fjölmiðla í gær. Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins segir nóg komið af glundroða Íhaldsmanna og vill að boðað verði tafarlaust til kosninga.AP/Jessica Taylor Íhaldsflokkurinn ætlar að ljúka leiðtogakjöri á innan við viku þar sem Sunak og Penny Mordaunt, sem lýsti yfir framboði sínu í dag, þykja líklegust til sigurs. Enginn skyldi hins vegar útiloka refinn Boris Johnson fyrr en allir sauðirnir hafa verið taldir. Stjórnarandstaðan með Keir Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins í broddi fylkingar segir nóg komið og krefst kosninga nú þegar. „Áhættan felst ekki í þingkosningum. Áhættan felst í að halda þessum glundroða áfram. Við verðum að losna við þessa snúningshurð glundroðans sem býður ekki upp á annað en enn eina tilraunina hjá forystu íhaldsins,“ sagði Starmer í dag.
Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. 21. október 2022 07:33 Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20 Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08 Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18. október 2022 13:53 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Ísraelsher gerir árás á Gasa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sakar Evrópu um stríðsæsingu Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Musk í samkeppni við Wikipedia Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
Sunak, Johnson og Mordaunt virðast njóta mests stuðnings Rishi Sunak, Boris Johnson og Penny Mordaunt eru þeir kandídatar sem flestir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við til að verða næsti leiðtogi flokksins og þar með næsti forsætisráðherra. 21. október 2022 07:33
Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga. 20. október 2022 19:20
Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. 20. október 2022 12:08
Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18. október 2022 13:53