Sunak talinn með forskotið en Johnson nartar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 14:44 Boris Johnson, til vinstri, og Rishi Sunak, til hægri voru nánir samstarfsmenn í þeirri ríkisstjórn sem Johnson var í forsvari fyrir. Dan Kitwood/Getty Images Talið er líklegt að valið um næsta forsætisráðherra Bretlands muni standa á milli Boris Johnson og Rishi Sunak. Hvorugur þeirra hefur formlega lýst yfir framboði. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag. Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Leiðtogakjör Íhaldsflokksins mun skera úr um hver tekur við af Liz Truss í forsætisráðherrastól Bretlands. Hún tilkynnti á fimmtudaginn að hún myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og boða til leiðtogakjörs innan Íhaldsflokksins. Kjörið fer fram í næstu viku. Væntanlegir frambjóðendur verða að bjóða sig fram fyrir síðdegi næstkomandi mánudags. Það skilyrði er sett að frambjóðandinn njóti stuðnings minnst hundrað þingmanna Íhaldsflokksins. Þeir eru 357 og því geta að hámarki þrír boðið sig fram. Penny Mordaunt, leiðtogi neðri deildar breska þingsins, er sú eina sem formlega hefur boðið sig fram. Fastlega er þó gert ráð fyrir því að Rishi Sunak, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnson og sá sem beið lægri hlut gegn Truss í leiðtogakjöri sumarsins, muni bjóða sig fram. Sunak og Johnson í heimsókn í brugghúsi á Englandi.Getty Fram kemur á vef BBC að hann njóti stuðnings yfir hundrað þingmanna. Talningin byggir á þeim þingmönnum sem hafa annað hvort opinberlega lýst yfir stuðningi við tiltekin frambjóðanda eða lýst yfir stuðningi í samtali við fréttamenn BBC. Chris Mason, stjórnmálaskýrandi BBC, segir einnig að heimildarmenn innan herbúða Johnson, haldi því fram að hann njóti einnig stuðnings yfir hundrað þingmanna. Opinber talning BBC gefur hins vegar til kynna að hann njóti stuðnings 49 þingmanna sem stendur. Þá bætir Mason við að efasemdir ríki um að þessi staðhæfing herbúðarmanna Johnson geti staðist. NEW: I’m told Boris Johnson now has more than 100 backers and so could be on the ballot if he chooses to be— Chris Mason (@ChrisMasonBBC) October 22, 2022 Johnson, sem var forsætisráðherra frá árinu 2019 þangað til í sumar er hann sagði af sér í skugga hneykslismála, flaug úr fríi sínu í Dóminíska lýðveldinu í morgun til Bretlands. Fastlega er gert ráð fyrir því að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjörið og því freista þess að setjast aftur á forsætisráðherrastólinn. Búist er við því að Sunak tilkynni um framboð síðar í dag.
Bretland Tengdar fréttir Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35 Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53 Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Johnson floginn heim úr fríinu í tæka tíð fyrir leiðtogakjör Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands flaug heim til Bretlands frá Dóminíska lýðveldinu í gær. Talið er víst að hann muni bjóða sig fram í væntanlegu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 22. október 2022 07:35
Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 21. október 2022 21:53
Starmer segir þjóðina verða að losna við snúngshurð íhaldsins Leiðtogi breska Verkamannaflokksins krefst þingkosninga án tafar. Breska þjóðin þurfi að losna undan glundroða snúngshurðar Íhaldsmanna að bústað forsætisráðherra. Penny Mordaunt hefur boðið sig fram í leiðtogaembættið og ekki er útilokað að Boris Johnson, sem sætir rannsókn breska þingsins fyrir lygar, bjóði sig aftur fram. 21. október 2022 19:21
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. 21. október 2022 12:10