Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2022 07:00 Ingvar Hjálmarsson er framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical. Aðsend Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag. Svefn Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag.
Svefn Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira