Sjáðu mörkin sem felldu Leikni, héldu veikri von ÍA á lífi og þrennu Dags á Hlíðarenda Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 12:01 Dagur Dan Þórhallsson skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnu. Vísir/Stöð 2 Sport Besta-deild karla bauð upp á sannkallaða markasúpu í gær þar sem hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í þremur leikjum. Leiknir tók á móti Keflavík í algjörum duga eða drepast leik fyrir heimamenn. Leikurinn fór þó fram í Árbænum á heimavelli Fylkis og það voru gestirnir frá Keflavík sem unnu stórsigur, 1-7. Niðurstaðan þýðir að Leiknesmenn eru fallnir úr deild þeirr bestu og munu því spila í Lengjudeildinni að ári. Keflvíkingar gátu hins v egar leyft sér að fagna þar sem sigurinn þýddi að liðið tryggði sér efsta sæti neðri hluta deildarinnar. Klippa: Mörkin úr Leiknir-Keflavík Á sama tíma tóku Skagamenn á móti Eyjamönnum á Akranesi. ÍA þurfti á sigri að halda til að halda tölfræðilegum möguleika sínum um að halda sæti sínu í Bestu-deildinni á lífi. Útlitið var svart fyrir Skagamenn því ÍBV náði tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik, en ÍA snéri taflinu við á seinustu mínútum leiksins og vann sterkan 3-2 sigur. Þrátt fyrir að liðið eigi enn tölfræðilegan möguleika á að halda sæti sínu í Bestu-deildinni verður það að teljast afar ólíklegt að það takist. Skagamenn þurfa að treysta því að FH tapi í dag, vinna svo FH í lokaumferðinni og vinna upp 22 marka mun í markatölu á sama tíma. Klippa: Mörkin úr ÍA-ÍBV Þá tóku Valsmenn á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Breiðabliks í gærkvöldi í leik sem skipti litlu sem engu máli. Leikurinn bar þess merki að ekkert væri undir og fór hægt af stað, en eftir rúmlega tuttugu mínútna leik opnuðust allar flóðgáttir. Dagur Dan Þórhallsson stal senunni þegar hann skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og mörkin sem hann skoraði voru afar glæsileg. Lokatölur 2-5, Breiðablik í vil, í leik sem skipti litlu máli en varð að lokum hin mesta skemmtun. Klippa: Mörkin úr Valur-Breiðablik Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF ÍA ÍBV Breiðablik Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Leiknir tók á móti Keflavík í algjörum duga eða drepast leik fyrir heimamenn. Leikurinn fór þó fram í Árbænum á heimavelli Fylkis og það voru gestirnir frá Keflavík sem unnu stórsigur, 1-7. Niðurstaðan þýðir að Leiknesmenn eru fallnir úr deild þeirr bestu og munu því spila í Lengjudeildinni að ári. Keflvíkingar gátu hins v egar leyft sér að fagna þar sem sigurinn þýddi að liðið tryggði sér efsta sæti neðri hluta deildarinnar. Klippa: Mörkin úr Leiknir-Keflavík Á sama tíma tóku Skagamenn á móti Eyjamönnum á Akranesi. ÍA þurfti á sigri að halda til að halda tölfræðilegum möguleika sínum um að halda sæti sínu í Bestu-deildinni á lífi. Útlitið var svart fyrir Skagamenn því ÍBV náði tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik, en ÍA snéri taflinu við á seinustu mínútum leiksins og vann sterkan 3-2 sigur. Þrátt fyrir að liðið eigi enn tölfræðilegan möguleika á að halda sæti sínu í Bestu-deildinni verður það að teljast afar ólíklegt að það takist. Skagamenn þurfa að treysta því að FH tapi í dag, vinna svo FH í lokaumferðinni og vinna upp 22 marka mun í markatölu á sama tíma. Klippa: Mörkin úr ÍA-ÍBV Þá tóku Valsmenn á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Breiðabliks í gærkvöldi í leik sem skipti litlu sem engu máli. Leikurinn bar þess merki að ekkert væri undir og fór hægt af stað, en eftir rúmlega tuttugu mínútna leik opnuðust allar flóðgáttir. Dagur Dan Þórhallsson stal senunni þegar hann skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og mörkin sem hann skoraði voru afar glæsileg. Lokatölur 2-5, Breiðablik í vil, í leik sem skipti litlu máli en varð að lokum hin mesta skemmtun. Klippa: Mörkin úr Valur-Breiðablik
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF ÍA ÍBV Breiðablik Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira