Aston Villa vann stórsigur í fyrsta leiknum án Gerrard og Refirnir völtuðu yfir Úlfana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 15:00 Aston Villa vann öruggan sigur í dag. Catherine Ivill/Getty Images Aston Villa vann öruggan 4-0 sigur í dag er liðið tók á móti Brentford í sínum fyrsta leik eftir að félagið lét Steven Gerrard fara frá félaginu. Þá vann Leicester einnig 0-4 sigur er liðið heimsótti Wolves, en sigurinn lyfti liðinu upp úr fallsæti. Leon Bailey kom Aston Villa yfir gegn Brentford strax á annarri mínútu leiksins og fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að áðurnefndur Bailey lagði upp mark fyrir Danny Ings. Ings var svo aftur á ferðinni á 14. mínútu þegar hann skoraði af vítapunktinum og staðan orðin 3-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Þannig var staðan í hálfleik, een Ollie Watkins skoraði fjórða mark heimamanna eftir um klukkutíma leik og niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Aston Villa sem situr nú í 14. sæti deildarinnar með 12 stig, tveimur stigum minna en Brentford sem situr í tíunda sæti. What a performance! 😍#AVLBRE pic.twitter.com/XONj9Z4X2f— Aston Villa (@AVFCOfficial) October 23, 2022 Þá vann Leicester einnig öruggan 0-4 sigur er liðið heimsótti Wolves á sama tíma. Youri Tielemans og Harvey Barnes sáu um markaskorunina í fyrri hálfleik áður en James Maddison og Jamie Vardy bættu sínu markinu hvor við í þeim síðari. Sigurinn lyftir Leicester upp af botni deildarinnar og upp í 16. sæti með 11 stig, en Wolves situr hins vegar í næst neðsta sæti með aðeins níu stig. Að lokum vann Fulham 2-3 sigur gegn Leeds þar sem Aleksandar Mitrovic jafnaði metin fyrir Fulham í fyrri hálfleik eftir að Rodrigo Moreno hafði komið Leeds yfir eftir tuttugu mínútna leik. Bobby Reid og Willian sáu svo um markaskorun gestanna í síðari hálfleik áður en Crysencio Summerville klóraði í bakkann fyrir heimamenn í uppbótartíma. Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Leon Bailey kom Aston Villa yfir gegn Brentford strax á annarri mínútu leiksins og fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að áðurnefndur Bailey lagði upp mark fyrir Danny Ings. Ings var svo aftur á ferðinni á 14. mínútu þegar hann skoraði af vítapunktinum og staðan orðin 3-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Þannig var staðan í hálfleik, een Ollie Watkins skoraði fjórða mark heimamanna eftir um klukkutíma leik og niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Aston Villa sem situr nú í 14. sæti deildarinnar með 12 stig, tveimur stigum minna en Brentford sem situr í tíunda sæti. What a performance! 😍#AVLBRE pic.twitter.com/XONj9Z4X2f— Aston Villa (@AVFCOfficial) October 23, 2022 Þá vann Leicester einnig öruggan 0-4 sigur er liðið heimsótti Wolves á sama tíma. Youri Tielemans og Harvey Barnes sáu um markaskorunina í fyrri hálfleik áður en James Maddison og Jamie Vardy bættu sínu markinu hvor við í þeim síðari. Sigurinn lyftir Leicester upp af botni deildarinnar og upp í 16. sæti með 11 stig, en Wolves situr hins vegar í næst neðsta sæti með aðeins níu stig. Að lokum vann Fulham 2-3 sigur gegn Leeds þar sem Aleksandar Mitrovic jafnaði metin fyrir Fulham í fyrri hálfleik eftir að Rodrigo Moreno hafði komið Leeds yfir eftir tuttugu mínútna leik. Bobby Reid og Willian sáu svo um markaskorun gestanna í síðari hálfleik áður en Crysencio Summerville klóraði í bakkann fyrir heimamenn í uppbótartíma.
Enski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira