Fótbolti

Kristall spilaði í tapi gegn Molde

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristall Máni er mættur til Noregs.
Kristall Máni er mættur til Noregs. RBK.NO

Kristall Máni Ingason var í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið heimsótti Molde í stórleik helgarinnar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Molde voru búnir að tryggja sér norska meistaratitilinn þegar kom að leik dagsins en Rosenborg er í harðri baráttu við Bodo/Glimt og Lilleström um sæti í Evrópukeppni.

Kristall lék fyrsta klukkutímann fyrir Rosenborg en var skipt af velli á 60.mínútu þegar staðan var 1-0, Molde í vil.

Molde tvöfaldaði forystuna skömmu síðar en Rosenborg náði að minnka muninn og lauk leiknum með 2-1 sigri Molde.

Rosenborg og Lilleström jöfn að stigum í 3. og 4.sæti deildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið en Bodo/Glimt hefur fjórum stigum meira í 2.sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×