Köstuðu kartöflumús á málverk Monet Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 06:43 Mótmælendurnir límdu hendur sínar við vegginn eftir að þeir köstuðu stöppunni á verkið. AP/Letzte Generation Franski listmálarinn Claude Monet er orðinn nýjasta viðfangsefni loftslagsaðgerðasinna en þýskir aktívistar köstuðu kartöflumús á verk eftir málarann á Potsdam safninu í Berlín í gær. Þetta er annað klassíska málverkið sem verður fyrir barðinu á matvælamótmælum á stuttum tíma. Tveir meðlimir breska loftslagsaðgerðahópsins Just Stop Oil helltu fyrir tíu dögum síðan tómatsúpu eftir málverkið Sólblóm eftir Vincent Van Gogh í National Gallery safninu í Lundúnum. Í gær gengu tveir meðlimir þýska aðgerðahópsins Síðasta kynslóðin (þ. Letzte Generation) inn í Barberini safnið og köstuðu kartöflumús yfir Heysáturnar, Les Meules, eftir Monet. Strax á eftir límdu aðgerðasinnarnir hendur sínar fastar við vegginn við hlið verksins. Að sögn aðgerðasinnanna áttu mótmælin að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsvána að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022 „Við lifum á tímum loftslagshörmunga og þið eruð öll hrædd við smá tómatsúpu eða kartöflustöppu á málverki. Vitið þið hvað ég er hrædd við? Ég er hrædd vegna þess að vísindin segja okkur að árið 2050 munum við ekki hafa nægan mat til að gefa fjölskyldum okkar að borða,“ sagði annar mótmælendanna í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu Letzte Generation. „Þarf virkilega kartöflustöppu á málverki til að þið farið að hlusta? Þetta málverk verður einskis virði ef við þurfum að slást yfir mat. Hvenær ætlið þið virkilega að hlusta? Hvenær munuð þið hlusta og hætta að lifa lífinu eins og ekkert sé að?“ Fram kemur í tilkynningu frá Potsdam safninu að málverkið var verndað af glerhjúp og því hafi málverkið ekki liðið neinar raunverulegar skemmdir. Þá hafi lögregla verið fljót að mæta á staðinn og það hafi reynst nokkuð auðvelt að losa hendur mótmælendanna frá veggnum. Þýskaland Loftslagsmál Myndlist Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Tveir meðlimir breska loftslagsaðgerðahópsins Just Stop Oil helltu fyrir tíu dögum síðan tómatsúpu eftir málverkið Sólblóm eftir Vincent Van Gogh í National Gallery safninu í Lundúnum. Í gær gengu tveir meðlimir þýska aðgerðahópsins Síðasta kynslóðin (þ. Letzte Generation) inn í Barberini safnið og köstuðu kartöflumús yfir Heysáturnar, Les Meules, eftir Monet. Strax á eftir límdu aðgerðasinnarnir hendur sínar fastar við vegginn við hlið verksins. Að sögn aðgerðasinnanna áttu mótmælin að vekja almenning til umhugsunar um loftslagsvána að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022 „Við lifum á tímum loftslagshörmunga og þið eruð öll hrædd við smá tómatsúpu eða kartöflustöppu á málverki. Vitið þið hvað ég er hrædd við? Ég er hrædd vegna þess að vísindin segja okkur að árið 2050 munum við ekki hafa nægan mat til að gefa fjölskyldum okkar að borða,“ sagði annar mótmælendanna í myndbandi sem var birt á Twitter-síðu Letzte Generation. „Þarf virkilega kartöflustöppu á málverki til að þið farið að hlusta? Þetta málverk verður einskis virði ef við þurfum að slást yfir mat. Hvenær ætlið þið virkilega að hlusta? Hvenær munuð þið hlusta og hætta að lifa lífinu eins og ekkert sé að?“ Fram kemur í tilkynningu frá Potsdam safninu að málverkið var verndað af glerhjúp og því hafi málverkið ekki liðið neinar raunverulegar skemmdir. Þá hafi lögregla verið fljót að mæta á staðinn og það hafi reynst nokkuð auðvelt að losa hendur mótmælendanna frá veggnum.
Þýskaland Loftslagsmál Myndlist Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira