Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2022 12:49 Norskt varðskip siglir fram hjá gasborpallinum Sleipni A um 250 kílómetra undan ströndum Noregs í byrjun mánaðar. Starfsmenn þar hafa séð til þyrilvængjudróna nýlega. AP/Ole Berg-Rusten/NTB Scanpix Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. Verð á norsku jarðgasi er í hæstu hæðum eftir að Rússar skrúfuðu fyrir gasleiðslur til Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir Evrópuþjóða vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Því telja sérfræðingar að norskir orkuinnviðir kunni að vera eitt helsta skotmark skemmdarverka Rússa í álfunni um þessar mundir. Drónar sem hafa sést á lofti yfir Norðursjó og Noregi hafa þannig vakið áhyggjur af því að Rússar kunni að undirbúa einhvers konar spellvirki. Loka hefur þurft flugvöllum eftir að sást til dróna í grennd þeirra og gasvinnslustöð var rýmd eftir að sprengjuhótun barst í síðustu viku. Amund Revheim, yfirmaður lögreglunnar í Suðvestur-Noregi sem hefur Norðursjó á sinni könnu, segir að teknar hafi verið skýrslur af fleiri en sjötíu starfsmönnum olíuborpalla sem segjast hafa séð til dróna á flugi. „Tilgátan sem er í gangi er að þeim sé stjórnað frá skipum eða kafbátum í grenndinni,“ segir Revheim við AP-fréttastofuna. Stjórnendur sumra borpalla segjast ennfremur hafa séð til rannsóknarskipa undir rússneskum fána í nágrenni þeirra. Ståle Ulriksen, greinandi hjá norska sjóhernum, segir að lítill munur sé oft á herskipum og borgaralegum skipum frá Rússlandi. Réttar væri að lýsa rannsóknarskipunum sem njósnaskipum. Til að bregðast við hefur norska ríkisstjórnin sent her- og varðskip og herþotur til þess að vakta borpallana á hafi úti og hermenn til þess að gæta hreinsistöðva á landi. Flesland-flugvelli í Björgvin var lokað til skamms tíma eftir að sást til dróna á flugi í nágrenni hans í síðustu viku.Vísir/EPA Eiga þegar í óhefðbundnu stríði við Rússa Að minnsta kosti sjö Rússar hafa verið handteknir fyrir að fljúga drónum ólöglega eða vera með dróna í vörslu sinni í Noregi. Öryggislögreglan tók yfir rannsókn á drónaflugi sem lamaði flugsamgöngur í Björgvin á miðvikudag. Martin Bernsen frá öryggislögreglunni PST, segir viðvarandi áhyggjur til staðar af skemmdarverkum og að Rússar vinni að því að kortleggja möguleg skotmörk í Noregi. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur heitið því að'svara erlendum leyniþjónustustofnunum. „Það er ekki ásættanlegt að erlendar leyniþjónustur fljúgi drónum yfir norskum flugvöllum. Rússar mega ekki fljúga drónum yfir Noregi,“ sagði hann. Rússneska sendiráðið í Osló vænir gestgjafa sína um að þjást af geðrofi vegna ofsóknarbrjálæðis. Ulriksen frá sjóhernum segir að það kunni að vera hluti af ráðabruggi Rússa. „Nokkrum drónunum hefur verið flogið með kveikt á ljósunum. Það átti að sjást til þeirra. Ég held að þetta sé tilraun til þess að ógna Noregi og vesturlöndum,“ segir Ulriksen. Aðgerðir Rússa kunni að vera hluti af óhefðbundnum hernaði til að ógna og afla njósna um grundvallarinnviði vestrænna ríkja sem þeir gætu mögulega unnið skemmdir á síðar. „Ég held ekki að við stefnum í hefðbundið stríð við Rússland en ég held að við séum nú þegar í óhefðbundnu stríði,“ segir hann. Telja fiskiskip hafa valdið sambandsleysi á Hjaltslandseyjum Grunur leikur á að skemmdarverk hafi vísvitandi verið unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þær fluttu áður jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en Rússar skrúfuðu fyrir það eftir að Evrópuríki lögðu viðskiptaþvinganir á vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar og fulltrúar vestrænna ríkja hafa sakað hver annan um að hafa staðið að spellvirkjunum. Í skugga þeirra ásakana voru ljósleiðarastrengir klipptir í sundur í Marseille, næststæstu borg Frakklands í síðustu viku. Strengirnir tengdu borgina við aðra hluta Frakklands og Evrópu. Net- og símasamband lá niðri tímabundið vegna skemmdarverkanna. Lögreglan þar rannsakar málið, að sögn AP. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá myndir fjarskiptafyrirtækisins Free af skemmdunum sem voru unnar á ljósleiðarastrengunum í Suðaustur-Frakklandi fyrir helgi. Un acte de vandalisme cette nuit sur un NRA prive de service une partie des abonnés ADSL de Folschviller (57). Nous vous tiendrons informé sur l'évolution du rétablissement du service. Merci de votre patience. pic.twitter.com/YXUfdym5tX— Free 1337 (@Free_1337) October 22, 2022 Skemmdarverkin eru sögð líkjast þeim sem voru framin á netköplum í landinu í apríl. Þá var netlaust í nokkrum héruðum og í hluta Parísar. Franska leyniþjónustan tók þátt í þeirri rannsókn. Ekki hefur verið greint frá því hver klippti á strengina. Fiskiskip eru sögð hafa verið sökudólgurinn þegar sæstrengir til Hjaltlandseyja skemmdust þannig að net- og símasambandslaust varð þar um tíma á fimmtudag. Færeyska fjarskiptafélagið Føroya Tele sagði breska ríkisútvarpinu BBC að strengirnir hefðu skemmst en ekki rofnað alveg. „Við höfum ástæðu til að telja að fiskiskip hafi valdið því,“ segir Páll Vesturbú frá Føroya Tele. Noregur Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Verð á norsku jarðgasi er í hæstu hæðum eftir að Rússar skrúfuðu fyrir gasleiðslur til Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir Evrópuþjóða vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Því telja sérfræðingar að norskir orkuinnviðir kunni að vera eitt helsta skotmark skemmdarverka Rússa í álfunni um þessar mundir. Drónar sem hafa sést á lofti yfir Norðursjó og Noregi hafa þannig vakið áhyggjur af því að Rússar kunni að undirbúa einhvers konar spellvirki. Loka hefur þurft flugvöllum eftir að sást til dróna í grennd þeirra og gasvinnslustöð var rýmd eftir að sprengjuhótun barst í síðustu viku. Amund Revheim, yfirmaður lögreglunnar í Suðvestur-Noregi sem hefur Norðursjó á sinni könnu, segir að teknar hafi verið skýrslur af fleiri en sjötíu starfsmönnum olíuborpalla sem segjast hafa séð til dróna á flugi. „Tilgátan sem er í gangi er að þeim sé stjórnað frá skipum eða kafbátum í grenndinni,“ segir Revheim við AP-fréttastofuna. Stjórnendur sumra borpalla segjast ennfremur hafa séð til rannsóknarskipa undir rússneskum fána í nágrenni þeirra. Ståle Ulriksen, greinandi hjá norska sjóhernum, segir að lítill munur sé oft á herskipum og borgaralegum skipum frá Rússlandi. Réttar væri að lýsa rannsóknarskipunum sem njósnaskipum. Til að bregðast við hefur norska ríkisstjórnin sent her- og varðskip og herþotur til þess að vakta borpallana á hafi úti og hermenn til þess að gæta hreinsistöðva á landi. Flesland-flugvelli í Björgvin var lokað til skamms tíma eftir að sást til dróna á flugi í nágrenni hans í síðustu viku.Vísir/EPA Eiga þegar í óhefðbundnu stríði við Rússa Að minnsta kosti sjö Rússar hafa verið handteknir fyrir að fljúga drónum ólöglega eða vera með dróna í vörslu sinni í Noregi. Öryggislögreglan tók yfir rannsókn á drónaflugi sem lamaði flugsamgöngur í Björgvin á miðvikudag. Martin Bernsen frá öryggislögreglunni PST, segir viðvarandi áhyggjur til staðar af skemmdarverkum og að Rússar vinni að því að kortleggja möguleg skotmörk í Noregi. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur heitið því að'svara erlendum leyniþjónustustofnunum. „Það er ekki ásættanlegt að erlendar leyniþjónustur fljúgi drónum yfir norskum flugvöllum. Rússar mega ekki fljúga drónum yfir Noregi,“ sagði hann. Rússneska sendiráðið í Osló vænir gestgjafa sína um að þjást af geðrofi vegna ofsóknarbrjálæðis. Ulriksen frá sjóhernum segir að það kunni að vera hluti af ráðabruggi Rússa. „Nokkrum drónunum hefur verið flogið með kveikt á ljósunum. Það átti að sjást til þeirra. Ég held að þetta sé tilraun til þess að ógna Noregi og vesturlöndum,“ segir Ulriksen. Aðgerðir Rússa kunni að vera hluti af óhefðbundnum hernaði til að ógna og afla njósna um grundvallarinnviði vestrænna ríkja sem þeir gætu mögulega unnið skemmdir á síðar. „Ég held ekki að við stefnum í hefðbundið stríð við Rússland en ég held að við séum nú þegar í óhefðbundnu stríði,“ segir hann. Telja fiskiskip hafa valdið sambandsleysi á Hjaltslandseyjum Grunur leikur á að skemmdarverk hafi vísvitandi verið unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þær fluttu áður jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en Rússar skrúfuðu fyrir það eftir að Evrópuríki lögðu viðskiptaþvinganir á vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar og fulltrúar vestrænna ríkja hafa sakað hver annan um að hafa staðið að spellvirkjunum. Í skugga þeirra ásakana voru ljósleiðarastrengir klipptir í sundur í Marseille, næststæstu borg Frakklands í síðustu viku. Strengirnir tengdu borgina við aðra hluta Frakklands og Evrópu. Net- og símasamband lá niðri tímabundið vegna skemmdarverkanna. Lögreglan þar rannsakar málið, að sögn AP. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá myndir fjarskiptafyrirtækisins Free af skemmdunum sem voru unnar á ljósleiðarastrengunum í Suðaustur-Frakklandi fyrir helgi. Un acte de vandalisme cette nuit sur un NRA prive de service une partie des abonnés ADSL de Folschviller (57). Nous vous tiendrons informé sur l'évolution du rétablissement du service. Merci de votre patience. pic.twitter.com/YXUfdym5tX— Free 1337 (@Free_1337) October 22, 2022 Skemmdarverkin eru sögð líkjast þeim sem voru framin á netköplum í landinu í apríl. Þá var netlaust í nokkrum héruðum og í hluta Parísar. Franska leyniþjónustan tók þátt í þeirri rannsókn. Ekki hefur verið greint frá því hver klippti á strengina. Fiskiskip eru sögð hafa verið sökudólgurinn þegar sæstrengir til Hjaltlandseyja skemmdust þannig að net- og símasambandslaust varð þar um tíma á fimmtudag. Færeyska fjarskiptafélagið Føroya Tele sagði breska ríkisútvarpinu BBC að strengirnir hefðu skemmst en ekki rofnað alveg. „Við höfum ástæðu til að telja að fiskiskip hafi valdið því,“ segir Páll Vesturbú frá Føroya Tele.
Noregur Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01