Bolsonaro sakaður um að kaupa sér atkvæði með fjárútlátum Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 11:46 Jair Bolsonaro á kosningafundi fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu um síðustu helgi. Vísir/EPA Skoðanakannanir benda til þess að umdeildar fjárveitingar ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro til velferðarmála fátækustu íbúa Brasilíu á lokametrum kosningabaráttu skili honum auknum stuðningi. Ásakanir eru um að fjárútlátin stangist á við kosningalög. Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, etja kappi um forsetastólinn í annarri umferð forsetakosninganna í Brasilíu um helgina. Lula hefur notið um fimm prósentustiga forskots á Bolsonaro í skoðanakönnunum en nú virðist sem að munurinn hafi mjókkað, sérstaklega á meðal fátækra sem hafa til þessa verið kjarnafylgi Lula. Útgjöld til velferðargreiðslna fyrir fátækustu íbúanna hafa aukist um helming. Um hálf milljón manna til viðbótar fær nú mánaðarlegar greiðslur frá alríkisstjórninni, umsóknarfrestur um þær hefur verið lengdur og í sumum tilfellum hefur greiðslunum verið flýtt. Alls ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöldin um 52 milljarða dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta. Fylgi Bolsonaro á meðal þeirra sem þiggja velferðargreiðslurnar jókst úr 33% í 40% á milli vikna í síðustu viku. Í september þegar forsetaframbjóðendurnir voru fleiri mældist Bolsonaro með 26% fylgi í þessum hópi kjósenda. Eloisa Machado, lögfræðiprófessor við hugveituna FGV í Sao Paulo segir Reuters-fréttastofunni að útgjaldaaukningin til velferðarmála í kosningabaráttunni sé fordæmalaust brot á kosningalögum. „Það eru fjölmörg merki um að forsetinn víki frá tilgangi félagslegrar og efnahagslegrar stefnu til þess að bæta eigin líkur á kjöri,“ segir hún. Saksóknarar sem framfylgja kosningalögum hafa ekki brugðist við áskorunum um að rannsaka hvort að fjárútlátin samræmist lögum. Luka hefur heldur ekki reynt að fá yfirkjörstjórn landsins til þess að skarast í leikinn. Ráðgjafar hans segja að hann bíði með það til þess að gefa Bolsonaro ekki skotfæri á sér gagnvart fátækum kjósendum. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, etja kappi um forsetastólinn í annarri umferð forsetakosninganna í Brasilíu um helgina. Lula hefur notið um fimm prósentustiga forskots á Bolsonaro í skoðanakönnunum en nú virðist sem að munurinn hafi mjókkað, sérstaklega á meðal fátækra sem hafa til þessa verið kjarnafylgi Lula. Útgjöld til velferðargreiðslna fyrir fátækustu íbúanna hafa aukist um helming. Um hálf milljón manna til viðbótar fær nú mánaðarlegar greiðslur frá alríkisstjórninni, umsóknarfrestur um þær hefur verið lengdur og í sumum tilfellum hefur greiðslunum verið flýtt. Alls ætlar ríkisstjórnin að auka útgjöldin um 52 milljarða dollara, jafnvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári og því næsta. Fylgi Bolsonaro á meðal þeirra sem þiggja velferðargreiðslurnar jókst úr 33% í 40% á milli vikna í síðustu viku. Í september þegar forsetaframbjóðendurnir voru fleiri mældist Bolsonaro með 26% fylgi í þessum hópi kjósenda. Eloisa Machado, lögfræðiprófessor við hugveituna FGV í Sao Paulo segir Reuters-fréttastofunni að útgjaldaaukningin til velferðarmála í kosningabaráttunni sé fordæmalaust brot á kosningalögum. „Það eru fjölmörg merki um að forsetinn víki frá tilgangi félagslegrar og efnahagslegrar stefnu til þess að bæta eigin líkur á kjöri,“ segir hún. Saksóknarar sem framfylgja kosningalögum hafa ekki brugðist við áskorunum um að rannsaka hvort að fjárútlátin samræmist lögum. Luka hefur heldur ekki reynt að fá yfirkjörstjórn landsins til þess að skarast í leikinn. Ráðgjafar hans segja að hann bíði með það til þess að gefa Bolsonaro ekki skotfæri á sér gagnvart fátækum kjósendum.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bolsonaro og Lula mætast í annarri umferð Önnur umferð fer fram í forsetakosningunum í Brasilíu þar sem enginn frambjóðandi fékk fimmtíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Forseti Brasilíu reyndist njóta meiri stuðnings en kannanir gerðu ráð fyrir en andstæðingi hans, fyrrverandi forseta Brasilíu, var spáð talsvert betra gengi. 3. október 2022 10:26
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00