Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vegnar vel á víglínunum en þurfa mikla aðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 11:07 Úkraínskur hermaður skoðar brak rússnesks skriðdreka í norðurhluta Kharkív-héraðs. Getty/Vyacheslav Madiyevskyy Úkraínumönnum hefur vegnað ágætlega á víglínunum síðustu vikur en árásir Rússa á innviði og borgaraleg skotmörk hafa kostað sitt. Ráðamenn í Úkraínu og Vesturlöndum segja ríkið þurfa mikla fjárhagslega aðstoð á komandi árum. Undanfarna daga hafa hersveitir Úkraínumanna náð árangri víða á víglínum landsins. Úkraínumenn hafa til að mynda sótt fram gegn Rússum nærri Bakmhmut í austurhluta Dónetsk-héraðs. Það hafa þeir gert eftir umfangsmiklar og langvarandi árásir Rússar í átt að bænum. Síðustu daga hafa gagnárásir Úkraínumanna skilað árangri þar. Ítrekaðar árásir Rússa á Bakhmut hafa lengi vakið nokkra furðu þar sem hernám bæjarins er ekki talið vera Rússum mjög mikilvægt til lengri tíma. Þrátt fyrir það hefur málaliðahópurinn Wagner Group varið gífurlegu púðri, og fjölmörgum mannslífum, í árásir á Bakhmut. Sjá einnig: „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Úkraínumenn hafa einnig frelsað þó nokkra bæi í Luhansk-héraði og náð tökum á mikilvægum vegi milli bæjanna Kreminna og Svatove. Rússneskir herbloggarar segja ástandið þar erfitt fyrir rússneska hermenn. Þá hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins, en ekki langt þó. Þar hafa fregnir borist af mögulegu undanhaldi Rússa en ætlanir Rússa hafa hingað til verið nokkuð óljósar. Rússar fluttu fyrir nokkrum mánuðum margar af sínum reyndustu og best þjálfuðu hersveitum til Kherson-héraðs í aðdraganda sóknar Úkraínumanna þar. Sú sókn hefur staðið yfir um nokkuð skeið og skilað töluverðum árangri en hún hefur reynst Úkraínumönnum kostnaðarsöm. Óljóst hvort Rússar stefni á undanhald Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja hersveitir af svæðinu og hafa líkur verið leiddar að því að Rússar séu að hörfa yfir Dnipro. Sergei Surovkin, nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu, sagði fyrr í mánuðinum að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir í Kherson og gaf hann undanhald í skyn. Sérfræðingar hafa sagt að í stað þeirra sveita sem fluttar hafa verið frá norðurbakka Dnipro hafi lítið þjálfaði hermenn, sem jafnvel hafi nýlega verið skikkaðir til herþjónustu, verið sendir á víglínurnar í staðinn. Tveir möguleikar þykja hvað líklegastir í stöðunni í Kherson. Sá fyrri er að Rússar ætli sér að reyna að bjarga reyndustu hermönnum sínum frá norðurbakka Dnipro og nota kvaðmenn til að verja undanhaldið. Hinn er að Rússar séu eingungu að skipta út hermönnum af víglínunni og hvíla þá sem hafa verið í átökum linnulaust í margar vikur, ef ekki mánuði. Það myndi fela í sér að Rússar ætli sér að reyna að halda tökum á norðurbakka árinnar og verja Kherson-borg. Frá þjálfun rússneskra hermanna.AP Borgin er eina héraðs-höfuðborg Úkraínum sem fallið hefur í hendur Rússa frá því nýjasta innrás þeirra hófst í febrúar. Frelsun hennar myndi reynast Úkraínumönnum mikilli sigur, bæði táknrænn og raunverulegur hernaðarsigur. Sérfræðingar segja Rússa ólíklega til að halda borginni til lengri tíma, hvort sem þeir ákveði að reyna að halda henni eða ekki og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt Úkraín. Útlit er þó fyrir að þeir ætli að reyna að halda borginni. Reuters hefur eftir Oleksiy Arestovych, ráðgjafa Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að rússneskir hermenn séu að byggja upp varnir sínar í kringum Kherson-borg og þeir væru ekki að hörfa. Þess í stað sú útliti fyrir hörð átök um borgina á komandi vikum. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir aftur á móti að Rússar hafi verið að byggja upp varnir sínar á austurbakka Dnipro og er það til marks um að Rússar ætli sér að hörfa yfir ánna eða búist í minnsta lagi ekki við því að halda norðurbakkanum. Southern Axis Update:#Russian forces continued to establish fallback and defensive positions on the eastern bank of the #Dnipro River.https://t.co/1YvgpzvK16 pic.twitter.com/kJ3DKEw7zW— ISW (@TheStudyofWar) October 26, 2022 Markvissar árásir á innviði Rússar hafa verið á hælunum í Úkraínu undanfarna mánuði og ekki sýnt fram á getu til að ná frumkvæðinu í átökunum aftur af Úkraínumönnum. Þeir hafa í raun átt fá svör við velgengni Úkraínumanna á víglínunum. Þess í stað hafa Rússar ákveðið að beina langdrægum vopnum sínum að óbreyttum borgurum í Úkraínu með því markmiði að reyna að draga baráttuviljan úr þjóðinni. Árásirnar hafa að mestu beinst gegn orkuverum og dreifikerfi Úkraínu og virðist markmiðið vera það að valda usla í Úkraínu og stökkva fleiri á flótta. Árásirnar hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar og hafa kostað mörg mannslíf. Þá er rafmagnsleysi algengt þar í landi um þessar mundir og ráðamenn í Úkraínu hafa áhyggjur af því hvernig ástandið muni verða í vetur. Vegna þessa hafa úkraínskir flóttamenn verið beðnir um að snúa ekki aftur fyrr en í vor, hafi þeir tök á. Sjá einnig: Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Ráðamenn á Vesturlöndum telja að rússneski herinn njóti liðsinnis verkfræðinga við að velja þau skotmörk sem valdi mestu skaða á orkukerfi Úkraínu. Í stað þess að beina árásunum að mestu gegn orkuverum, sem eru talin vel varin, hafa flestar árásir beinst að mikilvægum hlekkjum í dreifikerfi landsins. Hlekkjum sem erfitt er að laga og eru gífurlega mikilvægir dreifikerfinu. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rúmur þriðjungur tengivirkjana Úkraínu hafi orðið fyrir skemmdum. Báru kennsl á þá sem forrita eldflaugarnar Árásir þessar eru til rannsóknar sem mögulegir stríðsglæpir. Rannsakendur Bellingcat, rússneska miðilsins Insider og Der Spiegel í Þýskalandi báru nýverið kennsl á þá tölvunarfræðinga rússneska hersins sem vinna við að stilla skotmörk rússneskra eldflauga sem skotið er á Úkraínu. Miðlarnir birtu mynd af þessu fólki en þegar samband var haft við þau, neituðu þau flest að vinna fyrir herinn og það jafnvel eftir að þeim voru sýndar myndir af þeim í herbúningum. Í grein Insider segir að þetta fólk sé mikilvægur hlekkur í stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og þau hafi komið að dauða fjölmargra óbreyttra borgara í Úkraínu. Miðillinn segir yfirmenn deildarinnar ekki virðast hafa miklar áhyggjur af árásunum. Daginn sem þær hófust hafi annar þeirra verið að kaupa sjaldgæfar myntir. Hinn hafi verið að prútta við vændiskonur á netinu. Christo Grozev, sérfræðingur Bellingcat, sagði frá rannsókninni á Twitter á dögunum. Mind you, he seemed the nicest of them all. A guy who tweeted about the latest Hollywood movies, organized fashionista parties, had a hipstery beard, and listened to cool music. But clearly, he treated killing people as a day job.— Christo Grozev (@christogrozev) October 24, 2022 Vantar mikla fjármuni Ráðamenn í Úkraínu segja ríkið þurfa mikið fjármagn þessa dagana. Á ráðstefnu í Berlín í gær sagði Selenskí að Úkraína þyrfti fjármagn til enduruppbyggingar en slík enduruppbygging er talin muna taka einhverjar kynslóðir. Selenskí sagði þó að Úkraínumenn þyrftu nauðsynlega að byggja híbýli, skóla og orkuver. Það gæti ekki beðið. „Rússland eyðileggur allt.“ Denys Shmyahal, forsætisráðherra Úkraínu, sagði stríðið hafa þurrkað út um 35 prósent af hagkerfi Úkraínu og bað um sautján milljarða dala neyðaraðstoð. Þá bað hann einnig um 1,5 milljarð dala mánaðarlega aðstoð frá Evrópuráðinu á næsta ári og 1,5 milljarð dala á mánuði frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Íbúar Kramatorsk í Úkraínu fá neyðaraðstoð.AP/Andriy Andriyenk Á ráðstefnunni sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að Úkraínumenn þyrftu í rauninni á nýrri Marshall-aðstoð að halda, sem var tilvísun í efnahagslega aðstoð Bandaríkjanna til Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Scholz sagði allt alþjóðasamfélagið þurfa að koma að þeirri aðstoð. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að Vesturlönd þyrftu að standa við bakið á Úkraínumönnum. Ríkið hefði alla burði til að ganga í gegnum erfiða endurbyggingu eftir að stríðinu lýkur, gerandi ráð fyrir því að Úkraínumenn vinni. Ukraine has everything it takes for a successful reconstruction: determination a vibrant civil society an impressively resilient economic base many friends around the globe#RecoveryofUkraineMy first key takeaways from today s discussions https://t.co/vHd6GvLiNJ— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 25, 2022 „Afdjöflavæðing“ Úkraínu gífurlega mikilvæg Aðstoðarformaður Öryggisráðs Rússlands lýsti því yfir í gær að nauðsynlegt væri fyrir Rússa að „afdjöflavæða“ Úkraínu. Það þyrfti að vera liður í hinni sértæku hernaðaraðgerð, sem Rússar kalla innrásina opinberlega. Alexei Pavlov sagði í samtali við rússneskan fjölmiðil að djöfladýrkun og heiðni hefði færst í aukana í Úkraínu. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Pavlov að hugur úkraínsku þjóðarinnar hefði verið „endurræstur“ og þjóðin þvinguð til að varpa frá sér aldagömlum gildum og banna gildi Rétttrúnaðarkirkjunnar. Meanwhile in Russia: since Putin's phony "denazification" never made any sense, now Russia's Security Council is absurdly calling for the "desatanization" of Ukraine. How embarrassing. pic.twitter.com/hxlLCAEBdD— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 25, 2022 Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Setti bókstafinn Z á bílinn og fékk hálfa milljón í sekt Manni í Þýskalandi hefur verið gert að greiða fjögur þúsund evrur, eða rúmar 570 þúsund krónur, í sekt fyrir að hafa sett bókstafinn Z á bílinn sinn. Merkið hefur verið notað til marks um stuðning við innrás Rússa í Úkraínu. Maðurinn hefur áfrýjað. 25. október 2022 23:28 Nýr kafli í samskiptum Bretlands og Úkraínu Vólódímír Selenksí Úkraínuforseti segir nýjan kafla í samskiptum Bretlands og Úkraínu vera að hefjast. Hann tekur vel á móti nýkjörnum kollega sínum. 25. október 2022 22:14 Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni Giorgia Meloni, nýr forsætisráðherra Ítalíu, neitaði því að hún bæri hlýhug til fasisma eða annarrar andlýðræðislegrar hugmyndafræði í fyrstu stefnuræðu sinni í ítalska þinginu í dag. Hét hún því að halda áfram stuðningi við Úkraínu og að setja Evrópusamstarf ekki í uppnám. 25. október 2022 15:39 Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28 Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Sjá meira
Undanfarna daga hafa hersveitir Úkraínumanna náð árangri víða á víglínum landsins. Úkraínumenn hafa til að mynda sótt fram gegn Rússum nærri Bakmhmut í austurhluta Dónetsk-héraðs. Það hafa þeir gert eftir umfangsmiklar og langvarandi árásir Rússar í átt að bænum. Síðustu daga hafa gagnárásir Úkraínumanna skilað árangri þar. Ítrekaðar árásir Rússa á Bakhmut hafa lengi vakið nokkra furðu þar sem hernám bæjarins er ekki talið vera Rússum mjög mikilvægt til lengri tíma. Þrátt fyrir það hefur málaliðahópurinn Wagner Group varið gífurlegu púðri, og fjölmörgum mannslífum, í árásir á Bakhmut. Sjá einnig: „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Úkraínumenn hafa einnig frelsað þó nokkra bæi í Luhansk-héraði og náð tökum á mikilvægum vegi milli bæjanna Kreminna og Svatove. Rússneskir herbloggarar segja ástandið þar erfitt fyrir rússneska hermenn. Þá hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins, en ekki langt þó. Þar hafa fregnir borist af mögulegu undanhaldi Rússa en ætlanir Rússa hafa hingað til verið nokkuð óljósar. Rússar fluttu fyrir nokkrum mánuðum margar af sínum reyndustu og best þjálfuðu hersveitum til Kherson-héraðs í aðdraganda sóknar Úkraínumanna þar. Sú sókn hefur staðið yfir um nokkuð skeið og skilað töluverðum árangri en hún hefur reynst Úkraínumönnum kostnaðarsöm. Óljóst hvort Rússar stefni á undanhald Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja hersveitir af svæðinu og hafa líkur verið leiddar að því að Rússar séu að hörfa yfir Dnipro. Sergei Surovkin, nýr yfirmaður innrásar Rússa í Úkraínu, sagði fyrr í mánuðinum að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir í Kherson og gaf hann undanhald í skyn. Sérfræðingar hafa sagt að í stað þeirra sveita sem fluttar hafa verið frá norðurbakka Dnipro hafi lítið þjálfaði hermenn, sem jafnvel hafi nýlega verið skikkaðir til herþjónustu, verið sendir á víglínurnar í staðinn. Tveir möguleikar þykja hvað líklegastir í stöðunni í Kherson. Sá fyrri er að Rússar ætli sér að reyna að bjarga reyndustu hermönnum sínum frá norðurbakka Dnipro og nota kvaðmenn til að verja undanhaldið. Hinn er að Rússar séu eingungu að skipta út hermönnum af víglínunni og hvíla þá sem hafa verið í átökum linnulaust í margar vikur, ef ekki mánuði. Það myndi fela í sér að Rússar ætli sér að reyna að halda tökum á norðurbakka árinnar og verja Kherson-borg. Frá þjálfun rússneskra hermanna.AP Borgin er eina héraðs-höfuðborg Úkraínum sem fallið hefur í hendur Rússa frá því nýjasta innrás þeirra hófst í febrúar. Frelsun hennar myndi reynast Úkraínumönnum mikilli sigur, bæði táknrænn og raunverulegur hernaðarsigur. Sérfræðingar segja Rússa ólíklega til að halda borginni til lengri tíma, hvort sem þeir ákveði að reyna að halda henni eða ekki og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt Úkraín. Útlit er þó fyrir að þeir ætli að reyna að halda borginni. Reuters hefur eftir Oleksiy Arestovych, ráðgjafa Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að rússneskir hermenn séu að byggja upp varnir sínar í kringum Kherson-borg og þeir væru ekki að hörfa. Þess í stað sú útliti fyrir hörð átök um borgina á komandi vikum. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir aftur á móti að Rússar hafi verið að byggja upp varnir sínar á austurbakka Dnipro og er það til marks um að Rússar ætli sér að hörfa yfir ánna eða búist í minnsta lagi ekki við því að halda norðurbakkanum. Southern Axis Update:#Russian forces continued to establish fallback and defensive positions on the eastern bank of the #Dnipro River.https://t.co/1YvgpzvK16 pic.twitter.com/kJ3DKEw7zW— ISW (@TheStudyofWar) October 26, 2022 Markvissar árásir á innviði Rússar hafa verið á hælunum í Úkraínu undanfarna mánuði og ekki sýnt fram á getu til að ná frumkvæðinu í átökunum aftur af Úkraínumönnum. Þeir hafa í raun átt fá svör við velgengni Úkraínumanna á víglínunum. Þess í stað hafa Rússar ákveðið að beina langdrægum vopnum sínum að óbreyttum borgurum í Úkraínu með því markmiði að reyna að draga baráttuviljan úr þjóðinni. Árásirnar hafa að mestu beinst gegn orkuverum og dreifikerfi Úkraínu og virðist markmiðið vera það að valda usla í Úkraínu og stökkva fleiri á flótta. Árásirnar hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar og hafa kostað mörg mannslíf. Þá er rafmagnsleysi algengt þar í landi um þessar mundir og ráðamenn í Úkraínu hafa áhyggjur af því hvernig ástandið muni verða í vetur. Vegna þessa hafa úkraínskir flóttamenn verið beðnir um að snúa ekki aftur fyrr en í vor, hafi þeir tök á. Sjá einnig: Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Ráðamenn á Vesturlöndum telja að rússneski herinn njóti liðsinnis verkfræðinga við að velja þau skotmörk sem valdi mestu skaða á orkukerfi Úkraínu. Í stað þess að beina árásunum að mestu gegn orkuverum, sem eru talin vel varin, hafa flestar árásir beinst að mikilvægum hlekkjum í dreifikerfi landsins. Hlekkjum sem erfitt er að laga og eru gífurlega mikilvægir dreifikerfinu. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rúmur þriðjungur tengivirkjana Úkraínu hafi orðið fyrir skemmdum. Báru kennsl á þá sem forrita eldflaugarnar Árásir þessar eru til rannsóknar sem mögulegir stríðsglæpir. Rannsakendur Bellingcat, rússneska miðilsins Insider og Der Spiegel í Þýskalandi báru nýverið kennsl á þá tölvunarfræðinga rússneska hersins sem vinna við að stilla skotmörk rússneskra eldflauga sem skotið er á Úkraínu. Miðlarnir birtu mynd af þessu fólki en þegar samband var haft við þau, neituðu þau flest að vinna fyrir herinn og það jafnvel eftir að þeim voru sýndar myndir af þeim í herbúningum. Í grein Insider segir að þetta fólk sé mikilvægur hlekkur í stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og þau hafi komið að dauða fjölmargra óbreyttra borgara í Úkraínu. Miðillinn segir yfirmenn deildarinnar ekki virðast hafa miklar áhyggjur af árásunum. Daginn sem þær hófust hafi annar þeirra verið að kaupa sjaldgæfar myntir. Hinn hafi verið að prútta við vændiskonur á netinu. Christo Grozev, sérfræðingur Bellingcat, sagði frá rannsókninni á Twitter á dögunum. Mind you, he seemed the nicest of them all. A guy who tweeted about the latest Hollywood movies, organized fashionista parties, had a hipstery beard, and listened to cool music. But clearly, he treated killing people as a day job.— Christo Grozev (@christogrozev) October 24, 2022 Vantar mikla fjármuni Ráðamenn í Úkraínu segja ríkið þurfa mikið fjármagn þessa dagana. Á ráðstefnu í Berlín í gær sagði Selenskí að Úkraína þyrfti fjármagn til enduruppbyggingar en slík enduruppbygging er talin muna taka einhverjar kynslóðir. Selenskí sagði þó að Úkraínumenn þyrftu nauðsynlega að byggja híbýli, skóla og orkuver. Það gæti ekki beðið. „Rússland eyðileggur allt.“ Denys Shmyahal, forsætisráðherra Úkraínu, sagði stríðið hafa þurrkað út um 35 prósent af hagkerfi Úkraínu og bað um sautján milljarða dala neyðaraðstoð. Þá bað hann einnig um 1,5 milljarð dala mánaðarlega aðstoð frá Evrópuráðinu á næsta ári og 1,5 milljarð dala á mánuði frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Íbúar Kramatorsk í Úkraínu fá neyðaraðstoð.AP/Andriy Andriyenk Á ráðstefnunni sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að Úkraínumenn þyrftu í rauninni á nýrri Marshall-aðstoð að halda, sem var tilvísun í efnahagslega aðstoð Bandaríkjanna til Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Scholz sagði allt alþjóðasamfélagið þurfa að koma að þeirri aðstoð. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í gær að Vesturlönd þyrftu að standa við bakið á Úkraínumönnum. Ríkið hefði alla burði til að ganga í gegnum erfiða endurbyggingu eftir að stríðinu lýkur, gerandi ráð fyrir því að Úkraínumenn vinni. Ukraine has everything it takes for a successful reconstruction: determination a vibrant civil society an impressively resilient economic base many friends around the globe#RecoveryofUkraineMy first key takeaways from today s discussions https://t.co/vHd6GvLiNJ— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 25, 2022 „Afdjöflavæðing“ Úkraínu gífurlega mikilvæg Aðstoðarformaður Öryggisráðs Rússlands lýsti því yfir í gær að nauðsynlegt væri fyrir Rússa að „afdjöflavæða“ Úkraínu. Það þyrfti að vera liður í hinni sértæku hernaðaraðgerð, sem Rússar kalla innrásina opinberlega. Alexei Pavlov sagði í samtali við rússneskan fjölmiðil að djöfladýrkun og heiðni hefði færst í aukana í Úkraínu. Samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Pavlov að hugur úkraínsku þjóðarinnar hefði verið „endurræstur“ og þjóðin þvinguð til að varpa frá sér aldagömlum gildum og banna gildi Rétttrúnaðarkirkjunnar. Meanwhile in Russia: since Putin's phony "denazification" never made any sense, now Russia's Security Council is absurdly calling for the "desatanization" of Ukraine. How embarrassing. pic.twitter.com/hxlLCAEBdD— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 25, 2022
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Setti bókstafinn Z á bílinn og fékk hálfa milljón í sekt Manni í Þýskalandi hefur verið gert að greiða fjögur þúsund evrur, eða rúmar 570 þúsund krónur, í sekt fyrir að hafa sett bókstafinn Z á bílinn sinn. Merkið hefur verið notað til marks um stuðning við innrás Rússa í Úkraínu. Maðurinn hefur áfrýjað. 25. október 2022 23:28 Nýr kafli í samskiptum Bretlands og Úkraínu Vólódímír Selenksí Úkraínuforseti segir nýjan kafla í samskiptum Bretlands og Úkraínu vera að hefjast. Hann tekur vel á móti nýkjörnum kollega sínum. 25. október 2022 22:14 Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni Giorgia Meloni, nýr forsætisráðherra Ítalíu, neitaði því að hún bæri hlýhug til fasisma eða annarrar andlýðræðislegrar hugmyndafræði í fyrstu stefnuræðu sinni í ítalska þinginu í dag. Hét hún því að halda áfram stuðningi við Úkraínu og að setja Evrópusamstarf ekki í uppnám. 25. október 2022 15:39 Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28 Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Sjá meira
Setti bókstafinn Z á bílinn og fékk hálfa milljón í sekt Manni í Þýskalandi hefur verið gert að greiða fjögur þúsund evrur, eða rúmar 570 þúsund krónur, í sekt fyrir að hafa sett bókstafinn Z á bílinn sinn. Merkið hefur verið notað til marks um stuðning við innrás Rússa í Úkraínu. Maðurinn hefur áfrýjað. 25. október 2022 23:28
Nýr kafli í samskiptum Bretlands og Úkraínu Vólódímír Selenksí Úkraínuforseti segir nýjan kafla í samskiptum Bretlands og Úkraínu vera að hefjast. Hann tekur vel á móti nýkjörnum kollega sínum. 25. október 2022 22:14
Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni Giorgia Meloni, nýr forsætisráðherra Ítalíu, neitaði því að hún bæri hlýhug til fasisma eða annarrar andlýðræðislegrar hugmyndafræði í fyrstu stefnuræðu sinni í ítalska þinginu í dag. Hét hún því að halda áfram stuðningi við Úkraínu og að setja Evrópusamstarf ekki í uppnám. 25. október 2022 15:39
Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28
Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49