Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 09:00 Stjörnurnar í PSG voru í stuði gegn Maccabi Haifa í gærkvöld. Getty/Jean Catuffe Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira