Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 26. október 2022 12:00 Svanhildur Hólm fékk ADHD greiningu á fullorðinsárum. Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar. Sjónum er í auknum mæli beint að stúlkum og konum í þeim efnum en einkenni ADHD geta verið ólík milli kynja. Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs fór í greiningu á fullorðinsárum og segir lífsgæði sín hafa aukist til muna þegar hún fékk meðferð við ADHD. „Það er kannski svona eitt og hálft ár síðan og það hafði staðið til í mjög langan tíma. Alveg síðan ég fór með næst yngstu dóttur mína í ADHD greiningu. Maður áttar sig á að ýmislegt sem maður hefur verið að díla við í gegnum lífið, að það eigi kannski ekki alveg að vera svona. Það var akkúrat það sem ég upplifði þegar ég fór með hana og fór að skoða prófin sem við þurftum að svara. Það voru ansi mörg einkenni sem ég kannaðist við.“ Svanhildur segir að einkenni ADHD hafi brotist út á margvíslegan hátt í hennar lífi. „Ég er mjög utan við mig og það var svolítið kvartað undan því að ég hlustaði ekki nægilega vel. Ef ég var að gera eitthvað sem ég þurfti að einbeita mér að þá bara lokaði ég á umheiminn og heyrði ekkert annað. Það var ekki hægt að tala við mig, ég fór bara inn í sjónvarpið ef ég var að horfa á eitthvað eða inn í bókina.“ Svanhildur er gift Loga Bergmanni Eiðssyni og eru þau saman hér með dóttur sína. Svanhildur segir að hún sé svokallaður vel fúnkerandi ADHD einstaklingur, hún hafi verið í vinnu, klárað háskólanám en að hún hafi áttað sig á því eftir á að þessir hlutir hafi oft kostað mikið tilhlaup og mikla orku. Skilningarvitin hafi oft verið ofvirk og að það sjáist oft ekki á fólki. „Ég hef aldrei verið þessi ofvirka týpa og vakna ekki á morgnanna og fer að labba upp á fjöll. En ofvirknin er svona meira innra með manni. Ég man að ég var einu sinni í viðtali og þá sá ég kött út um gluggann og ég bara datt út og hugsaði bara, þarna er köttur.“ Svanhildur segir að hún hafi orðið vön kvíðanum sem fylgir ADHD einkennum en að hún hafi komið sér upp ýmsum bjargráðum. Jólin í Excel „Ég er alltaf með minnispunkta í símanum, minnisbók með mér. Það er alveg frægt í vinahópnum mínum að jólin mín eru í Excel svo ég klúðri þeim ekki. Það er ekki að ástæðulausu því það er svo skrýtið hvað maður getur gleymt merkilegum og ómerkilegum hlutum. Það eru allskonar hlutir sem hafa komið upp á í gegnum tíðina en þetta er aðallega að losna við áhyggjurnar að hafa klúðrar einhverju.“ Einkennin hafi minnkað með lyfjanotkun en að hún finni þó enn fyrir einkennum. „Þetta er svolítið eins og að þú getur alveg farið í fjallgöngu og haldið í við samferðamenn þína en maður er alltaf með auka tuttugu kíló í bakpokanum. Svo þegar maður fer á lyf, þá er maður alveg með nokkur aukakíló enn þá en það er allt miklu auðveldara.“ Svanhildur segir að lífsgæði hennar hafi aukist til muna eftir greiningu og að hún hafi hreinlega grætt nokkrar klukkustundir á hverjum degi. „Ég var í þannig vinnu að ég var mikið að skrifa ræður og greinar og slíkt og maður þarf helst smá frið til þess. Ég var yfirleitt að gera þetta á kvöldin. Mínu bestu tímar voru frá ellefu á kvöldin og til tvö á nóttinni og ég var alltaf með þá kenningu að ég væri bara svona ofboðslega mikil b manneskja. Svo er ég bara búin að uppgötva það núna að þetta er algjör vitleysa.“ Hætt í kaffinu Svanhildur segir að lyfin séu engin töfralausn og að huga þurfi að öðrum þáttum samhliða þeim. Henni finnist það þó þess virði að taka lyf við ADHD. „Mín reynsla að taka lyf núna er að mér líður svo miklu betur að taka þau að staðaldri, að mér finnst þess virði að taka þau. Sumir upplifa allskonar aukaverkanir en ég hef verið frekar heppin með það en ég hef þurft að taka algjörlega út koffín. Það er ekki gott að blanda saman koffíni við concerta. Svanhildur segir að fjölskyldan sem hvatti hana til að fara í greiningu fagni því að hún hafi látið verða af því. „Ég held ég geti fullyrt það að þeim finnst þetta betra og ég er aðeins meira með á nótunum. Það eru færri hlutir sem koma okkur á óvart og bíllinn er vanalega á sínum stað og nokkurn veginn vitað hvar hann er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sjónum er í auknum mæli beint að stúlkum og konum í þeim efnum en einkenni ADHD geta verið ólík milli kynja. Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs fór í greiningu á fullorðinsárum og segir lífsgæði sín hafa aukist til muna þegar hún fékk meðferð við ADHD. „Það er kannski svona eitt og hálft ár síðan og það hafði staðið til í mjög langan tíma. Alveg síðan ég fór með næst yngstu dóttur mína í ADHD greiningu. Maður áttar sig á að ýmislegt sem maður hefur verið að díla við í gegnum lífið, að það eigi kannski ekki alveg að vera svona. Það var akkúrat það sem ég upplifði þegar ég fór með hana og fór að skoða prófin sem við þurftum að svara. Það voru ansi mörg einkenni sem ég kannaðist við.“ Svanhildur segir að einkenni ADHD hafi brotist út á margvíslegan hátt í hennar lífi. „Ég er mjög utan við mig og það var svolítið kvartað undan því að ég hlustaði ekki nægilega vel. Ef ég var að gera eitthvað sem ég þurfti að einbeita mér að þá bara lokaði ég á umheiminn og heyrði ekkert annað. Það var ekki hægt að tala við mig, ég fór bara inn í sjónvarpið ef ég var að horfa á eitthvað eða inn í bókina.“ Svanhildur er gift Loga Bergmanni Eiðssyni og eru þau saman hér með dóttur sína. Svanhildur segir að hún sé svokallaður vel fúnkerandi ADHD einstaklingur, hún hafi verið í vinnu, klárað háskólanám en að hún hafi áttað sig á því eftir á að þessir hlutir hafi oft kostað mikið tilhlaup og mikla orku. Skilningarvitin hafi oft verið ofvirk og að það sjáist oft ekki á fólki. „Ég hef aldrei verið þessi ofvirka týpa og vakna ekki á morgnanna og fer að labba upp á fjöll. En ofvirknin er svona meira innra með manni. Ég man að ég var einu sinni í viðtali og þá sá ég kött út um gluggann og ég bara datt út og hugsaði bara, þarna er köttur.“ Svanhildur segir að hún hafi orðið vön kvíðanum sem fylgir ADHD einkennum en að hún hafi komið sér upp ýmsum bjargráðum. Jólin í Excel „Ég er alltaf með minnispunkta í símanum, minnisbók með mér. Það er alveg frægt í vinahópnum mínum að jólin mín eru í Excel svo ég klúðri þeim ekki. Það er ekki að ástæðulausu því það er svo skrýtið hvað maður getur gleymt merkilegum og ómerkilegum hlutum. Það eru allskonar hlutir sem hafa komið upp á í gegnum tíðina en þetta er aðallega að losna við áhyggjurnar að hafa klúðrar einhverju.“ Einkennin hafi minnkað með lyfjanotkun en að hún finni þó enn fyrir einkennum. „Þetta er svolítið eins og að þú getur alveg farið í fjallgöngu og haldið í við samferðamenn þína en maður er alltaf með auka tuttugu kíló í bakpokanum. Svo þegar maður fer á lyf, þá er maður alveg með nokkur aukakíló enn þá en það er allt miklu auðveldara.“ Svanhildur segir að lífsgæði hennar hafi aukist til muna eftir greiningu og að hún hafi hreinlega grætt nokkrar klukkustundir á hverjum degi. „Ég var í þannig vinnu að ég var mikið að skrifa ræður og greinar og slíkt og maður þarf helst smá frið til þess. Ég var yfirleitt að gera þetta á kvöldin. Mínu bestu tímar voru frá ellefu á kvöldin og til tvö á nóttinni og ég var alltaf með þá kenningu að ég væri bara svona ofboðslega mikil b manneskja. Svo er ég bara búin að uppgötva það núna að þetta er algjör vitleysa.“ Hætt í kaffinu Svanhildur segir að lyfin séu engin töfralausn og að huga þurfi að öðrum þáttum samhliða þeim. Henni finnist það þó þess virði að taka lyf við ADHD. „Mín reynsla að taka lyf núna er að mér líður svo miklu betur að taka þau að staðaldri, að mér finnst þess virði að taka þau. Sumir upplifa allskonar aukaverkanir en ég hef verið frekar heppin með það en ég hef þurft að taka algjörlega út koffín. Það er ekki gott að blanda saman koffíni við concerta. Svanhildur segir að fjölskyldan sem hvatti hana til að fara í greiningu fagni því að hún hafi látið verða af því. „Ég held ég geti fullyrt það að þeim finnst þetta betra og ég er aðeins meira með á nótunum. Það eru færri hlutir sem koma okkur á óvart og bíllinn er vanalega á sínum stað og nokkurn veginn vitað hvar hann er.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira