Fyrsta prjónlesið frá Íslandi komið í hendur hermanna í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2022 11:50 Birgit segir íslensku ullina hafa einstaka eiginleika sem verndi hermennina meðal annars fyrir því sem hún kalla „skotgrafafætur“, það er þegar húðin á fótunum nær aldrei að þorna í bleytu og kulda og hreinlega deyr. Íslenskir ullarsokkar hafa ratað í hendur hermanna á vígvellinum í Úkraínu. Frá því í sumar hefur staðið yfir prjónaátak og -söfnun fyrir íbúa Úkraínu, sem eiga kaldan og harðan vetur fyrir höndum. Búið er að fylla 24 stóra kassa af hlýju prjónlesi og þeim á vafalítið eftir að fjölga. „Íslendingar eru mjög gjafmildir á marga hluti og hannyrðasamfélagið líka. Það heldur saman,“ segir Birgit Raschhofer, ein þeirra sem stendur að átakinu. Það má rekja til hugmyndar Birgit frá því í vor, um að efna til prjónastundar fyrir konur sem voru komnar hingað til lands eftir að hafa flúið átökin í Úkraínu. „Í vor þegar flóttafólkið kom var ég búin að vera að safna fötum og öllu mögulegu fyrir þau. En einhvern tímann þegar ég var á hótelinu hjá þeim þá sá ég að allar konurnar sátu þarna og höfðu ekkert að gera. Og þá sendi ég út póst á prjónasamfélagið bað um garn og fékk þessi lifandis óskapar viðbrögð,“ segir Birgit. Hún sá hins vegar fljótt að það væri lítið gagn í garninu ef fólk kynni ekki að prjóna og fékk í kjölfarið þá hugmynd að halda prjónakvöld. Því var hins vegar stungið að henni að hafa frekar hitting á dagvinnutíma og úr varð að halda prjónastund á sama tíma og börn úr hópi flóttafólksins kom saman í „leikskóla“ í Fíladelfíu. „Börnin voru nefnilega með svo mikinn aðskilnaðarkvíða en mæðurnar gátu komið til okkar þar sem börnin voru þá rétt hjá,“ útskýrir Birgit en alla tíð síðan hefur hópurinn fengið að hittast hjá Fíladelfíu, jafnvel þótt leikskólinn hafi verið fluttur annað. Hermennirnir voru þakklátir fyrir gjöfina. Birgit segir að þegar sokkar eru prjónaðir á hermenn þá séu þeir hafðir nógu háir til að ná upp úr stígvélunum. Prjóna peysur með aðstoð Google Translate Í gegnum sjálfboðastarfið kynntist Birgit konu sem deildi áhyggjum sínum af móður sinni með henni og sagðist hafa í hyggju að kaupa fyrir hana svefnpoka og fleira ef hún þyrfti að flýja og komast í skjól fjarri heimili sínu. Í framhaldinu barst talið að ullarsokkum. „Ég var þá að tala við íslenskar konur í prjóninu; við þekktumst ekkert áður, og þær bara sögðu „Já, við skulum reyna að safna fyrir fleiri en bara hana. Það hljóta fleiri að vilja sokka.“ Þannig að í júlí fórum við að leggja grunn að því að fá konurnar úkraínsku til að prjóna eitthvað hlýtt. Svo fórum við að tala um þetta í prjóna- og heklsamfélaginu og fórum að fá flíkur gefins,“ segir Birgit. Konurnar frá Úkraínu réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur en auk þess að prjóna sokka hafa nokkrar þeirra byrjað á ullarpeysum og stuðst við Google Translate til að þýða íslenskar prjónauppskriftir yfir á úkraínsku. Þá hefur fjöldinn allur af garni og prjónlesi borist úr öllum áttum; utan af landi, úr gömlum prjónalager, frá elliheimilum og úr dánarbúum. Eins og fyrr segir er búið að fylla 24 kassa en þeir verða sendir til Úkraínu af utanríkisráðuneytinu, sem á einnig aðkomu að verkefninu „Sendum hlýju“, þar sem markmiðið er að safna ullarsokkum fyrir hermenn. Himinlifandi að fá hlýja sokka frá Íslandi Fyrsta sendingin héðan, sem barst hermönnum á vígvellinum á dögunum, fór hins vegar út með konu sem leitaði til Birgit og félaga eftir ullarsokkum fyrir kunningja í ákveðinni herdeild. „Þetta skilaði sér á réttan stað og þeir svona himinlifandi glaðir með að fá eitthvað hlýtt á fæturna,“ segir Birgit. Hún segir að í kjölfar fregna um hörmulegar aðstæður á sjúkrahúsum sé nú horft til þess að safna fötum fyrir þau og ekki síður ullarteppi, sem vantar sárlega. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta sett sig í samband við Birgit á Facebook eða fylgjst með á Facebook-síðum á borð við Ísland fyrir Úkraínu. Nú þegar hafa einstaklingar stigið fram og boðist til að greiða fyrir yfirvigt ef fleiri einstaklingar bjóðast til að taka ullarvarning með sér til Úkraínu en Birgit segir að það verði áfram safnað í kassa og sent út, jafnvel þótt verkefni utanríkisráðuneytisins ljúki formlega í lok október. Innrás Rússa í Úkraínu Prjónaskapur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
„Íslendingar eru mjög gjafmildir á marga hluti og hannyrðasamfélagið líka. Það heldur saman,“ segir Birgit Raschhofer, ein þeirra sem stendur að átakinu. Það má rekja til hugmyndar Birgit frá því í vor, um að efna til prjónastundar fyrir konur sem voru komnar hingað til lands eftir að hafa flúið átökin í Úkraínu. „Í vor þegar flóttafólkið kom var ég búin að vera að safna fötum og öllu mögulegu fyrir þau. En einhvern tímann þegar ég var á hótelinu hjá þeim þá sá ég að allar konurnar sátu þarna og höfðu ekkert að gera. Og þá sendi ég út póst á prjónasamfélagið bað um garn og fékk þessi lifandis óskapar viðbrögð,“ segir Birgit. Hún sá hins vegar fljótt að það væri lítið gagn í garninu ef fólk kynni ekki að prjóna og fékk í kjölfarið þá hugmynd að halda prjónakvöld. Því var hins vegar stungið að henni að hafa frekar hitting á dagvinnutíma og úr varð að halda prjónastund á sama tíma og börn úr hópi flóttafólksins kom saman í „leikskóla“ í Fíladelfíu. „Börnin voru nefnilega með svo mikinn aðskilnaðarkvíða en mæðurnar gátu komið til okkar þar sem börnin voru þá rétt hjá,“ útskýrir Birgit en alla tíð síðan hefur hópurinn fengið að hittast hjá Fíladelfíu, jafnvel þótt leikskólinn hafi verið fluttur annað. Hermennirnir voru þakklátir fyrir gjöfina. Birgit segir að þegar sokkar eru prjónaðir á hermenn þá séu þeir hafðir nógu háir til að ná upp úr stígvélunum. Prjóna peysur með aðstoð Google Translate Í gegnum sjálfboðastarfið kynntist Birgit konu sem deildi áhyggjum sínum af móður sinni með henni og sagðist hafa í hyggju að kaupa fyrir hana svefnpoka og fleira ef hún þyrfti að flýja og komast í skjól fjarri heimili sínu. Í framhaldinu barst talið að ullarsokkum. „Ég var þá að tala við íslenskar konur í prjóninu; við þekktumst ekkert áður, og þær bara sögðu „Já, við skulum reyna að safna fyrir fleiri en bara hana. Það hljóta fleiri að vilja sokka.“ Þannig að í júlí fórum við að leggja grunn að því að fá konurnar úkraínsku til að prjóna eitthvað hlýtt. Svo fórum við að tala um þetta í prjóna- og heklsamfélaginu og fórum að fá flíkur gefins,“ segir Birgit. Konurnar frá Úkraínu réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur en auk þess að prjóna sokka hafa nokkrar þeirra byrjað á ullarpeysum og stuðst við Google Translate til að þýða íslenskar prjónauppskriftir yfir á úkraínsku. Þá hefur fjöldinn allur af garni og prjónlesi borist úr öllum áttum; utan af landi, úr gömlum prjónalager, frá elliheimilum og úr dánarbúum. Eins og fyrr segir er búið að fylla 24 kassa en þeir verða sendir til Úkraínu af utanríkisráðuneytinu, sem á einnig aðkomu að verkefninu „Sendum hlýju“, þar sem markmiðið er að safna ullarsokkum fyrir hermenn. Himinlifandi að fá hlýja sokka frá Íslandi Fyrsta sendingin héðan, sem barst hermönnum á vígvellinum á dögunum, fór hins vegar út með konu sem leitaði til Birgit og félaga eftir ullarsokkum fyrir kunningja í ákveðinni herdeild. „Þetta skilaði sér á réttan stað og þeir svona himinlifandi glaðir með að fá eitthvað hlýtt á fæturna,“ segir Birgit. Hún segir að í kjölfar fregna um hörmulegar aðstæður á sjúkrahúsum sé nú horft til þess að safna fötum fyrir þau og ekki síður ullarteppi, sem vantar sárlega. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta sett sig í samband við Birgit á Facebook eða fylgjst með á Facebook-síðum á borð við Ísland fyrir Úkraínu. Nú þegar hafa einstaklingar stigið fram og boðist til að greiða fyrir yfirvigt ef fleiri einstaklingar bjóðast til að taka ullarvarning með sér til Úkraínu en Birgit segir að það verði áfram safnað í kassa og sent út, jafnvel þótt verkefni utanríkisráðuneytisins ljúki formlega í lok október.
Innrás Rússa í Úkraínu Prjónaskapur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira