„Það á ekki að fara að gera neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2022 19:01 Bæjarráði Árborgar var tilkynnt í gær að ríkið hefði tekið Kumbaravog til leigu fyrir nokkra tugi hælisleitenda. Rekstraraðili tjáði fréttastofu að það ætti ekki að fara að gera neitt þegar hana bar að garði. Vísir/Egill Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær kom fram að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda án vitneskju sveitarfélagsins. Til stæði að þeir kæmu á næstu vikum. Bæjarráð benti þar á að staðsetning væri óheppileg vegna þjónustu sem hópurinn þarfnist. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær. Frá fundargerð Árborgar í gær.Vísir/Kristján Þegar fréttastofa mætti á Kumbaravog í dag mættum við rekstraraðila sem sagði að það hefði aldrei staðið til að leigja ríkinu Kumbaravog fyrir hælisleitendur. Frétt á Vísi um málið væri bull. Við reyndum að fá nánari útskýringar á þessu og viðkomandi sagði að það ætti ekki að fara að gera neitt. Við hringdum svo í rekstraraðilann á leið aftur í bæinn til að reyna að á enn frekari útskýringar á málinu en þá sagði hann að þreifingar hefðu verið í gangi en engir samningar hafi verið undirritaðir við ríkið. Hann gaf ekki frekari útskýringar á af hverju hann hefði áður sagt við fréttastofu að ekkert væri í gangi. Engin fyrirvari Bæjarráð Árborgar hefur hins vegar staðið í þeirri trú frá því í gær eftir tilkynningu frá ráðuneyti, að búið væri að undirrita samninga og hælisleitendurnir væntanlegir á næstu vikum. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart að fá skyndilega tilkynningu frá ríkinu að það hefði tekið Kumbaravog á leigu.Vísir/Egill „Við vorum bara ekki tilbúin á þessum tímapunkti og það var engin fyrirvari að taka að okkur þennan rekstur. En að sjálfsögðu viljum við halda áfram að vinna vel að samræmdri móttöku hælisleitenda og vera í góðu samstarfi við ríkið um það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir enn fremur að staðsetningin sé óhentug. „Við skiljum mjög vel þörfina á að fjölga búsetuúrræðum. En þessi staðsetning hér er ekki góð. Það er mjög langt héðan upp á Selfoss og heilbrigðisþjónustu og annað þess háttar þannig að ef við ætlum að stofna þjónustu í Árborg væri miklu betra að gera það á Selfossi.Ríki og sveitafélög verða að vinna saman að þessum málum þetta tekst ekkert öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árborg Hælisleitendur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær kom fram að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda án vitneskju sveitarfélagsins. Til stæði að þeir kæmu á næstu vikum. Bæjarráð benti þar á að staðsetning væri óheppileg vegna þjónustu sem hópurinn þarfnist. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær. Frá fundargerð Árborgar í gær.Vísir/Kristján Þegar fréttastofa mætti á Kumbaravog í dag mættum við rekstraraðila sem sagði að það hefði aldrei staðið til að leigja ríkinu Kumbaravog fyrir hælisleitendur. Frétt á Vísi um málið væri bull. Við reyndum að fá nánari útskýringar á þessu og viðkomandi sagði að það ætti ekki að fara að gera neitt. Við hringdum svo í rekstraraðilann á leið aftur í bæinn til að reyna að á enn frekari útskýringar á málinu en þá sagði hann að þreifingar hefðu verið í gangi en engir samningar hafi verið undirritaðir við ríkið. Hann gaf ekki frekari útskýringar á af hverju hann hefði áður sagt við fréttastofu að ekkert væri í gangi. Engin fyrirvari Bæjarráð Árborgar hefur hins vegar staðið í þeirri trú frá því í gær eftir tilkynningu frá ráðuneyti, að búið væri að undirrita samninga og hælisleitendurnir væntanlegir á næstu vikum. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart að fá skyndilega tilkynningu frá ríkinu að það hefði tekið Kumbaravog á leigu.Vísir/Egill „Við vorum bara ekki tilbúin á þessum tímapunkti og það var engin fyrirvari að taka að okkur þennan rekstur. En að sjálfsögðu viljum við halda áfram að vinna vel að samræmdri móttöku hælisleitenda og vera í góðu samstarfi við ríkið um það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir enn fremur að staðsetningin sé óhentug. „Við skiljum mjög vel þörfina á að fjölga búsetuúrræðum. En þessi staðsetning hér er ekki góð. Það er mjög langt héðan upp á Selfoss og heilbrigðisþjónustu og annað þess háttar þannig að ef við ætlum að stofna þjónustu í Árborg væri miklu betra að gera það á Selfossi.Ríki og sveitafélög verða að vinna saman að þessum málum þetta tekst ekkert öðruvísi,“ segir Þorsteinn.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árborg Hælisleitendur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira