Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 18:45 Leikmenn Inter höfðu margar ástæður til að fagna í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Fyrir leik Brugge og Porto var búist við hörkuleik en um var að ræða liðin í efstu tveimur sætum B-riðils. Það kom hins vegar annað á daginn þar sem gestirnir reyndust mun sterkari aðilinn. Mehdi Taremi kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Tvö mörk með stuttu millibili þegar tæp klukkustund var liðin gerðu svo endanlega út um leikinn. Evanilson skoraði fyrra og Stephen Eustáquio það síðara. Taremi bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Porto þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri urðu þó mörkin ekki og Porto vann öruggan 4-0 útisigur. Brugge er sem stendur með tíu stig og mætir Bayer Leverkusen í lokaumferðinni. Porto er með níu stig og mætir Atlético Madríd í lokaumferðinni. Atl. Madríd og Leverkusen mætast í kvöld en fyrrnefnda liðið er með fjögur stig á meðan Þjóðverjarnir reka lestina með þrjú stig. RESULTS Inter qualify for round of 16 in style Porto through if Atlético don't win tonight...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Leikurinn í Mílanó var ekki beint spennandi en Plzeň var á botni riðilsins og hefur ekki sýnt mikið það sem af er keppni. Það tók heimamenn 35 mínútur að brjóta ísinn en þá skoraði Henrik Mkhitaryan og skömmu síðar var staðan orðin 2-0. Markahrókurinn Edin Džeko með markið og heimamenn með tveggja marka forystu í hálfleik. Džeko bætti við öðru marki sínu áður en varamaðurinn Romelu Lukaku fullkomnaði 4-0 sigur Inter undir lok leiks. Sem stendur er Bayern München á toppi C-riðils með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Þar á eftir kemur Inter með tíu stig á meðan Barcelona situr í 3. sæti með aðeins fjögur stig og er á leiðina í Evrópudeildina annað tímabilið í röð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira