Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 14:08 Vindmyllur fyrir ofan hreinsistöð olíurisana BP í Gelsenkirchen í Þýskalandi. AP/Michael Sohn Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit að losun vegna jarðefnaeldsneytis nái hámarki um miðjan áratuginn. Orkukreppan sem dynur nú á heimsbyggðinni er sögð ámenning um hversu brothætt og ósjálfbært núverandi orkukerfi heimsins er, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um stöðu orkumála sem birtist í dag. Framleiðsla og viðskipti með orku fóru úr skorðum í kórónveiruheimsfaraldrinum en innrás Rússa í Úkraína er sögð hafa skapað algeran glundroða á orkumarkaði. Þannig hafi viðskipti með jarðgas á milli Rússlands og Evrópu stöðvast vegna gagnkvæmra viðskiptaþvingana. Verð á jarðgasi er því í áður óþekktum hæðum og fer reglulega yfir það sem jafngildir um 250 dollara fyrir olíutunnu. Kolaverð er einnig sögulega hátt og olíutunnan fór vel yfir hundrað dollara á tunnu um mitt árið. Verðhækkanir á gasi og kolum eru sagðar skýra 90% af þeim verðhækkunum sem hafa orðið á orku í heiminum. Ríki heims hafa meðal annars brugðist við með því að reyna að tryggja sér orku annars staðar frá en frá Rússlandi, auka eigin framleiðslu á orku með olíu- og kolum, lenga líftíma kjarnorkuvera og setja aukinn kraft í uppbyggingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnir í helmingi meiri fjárfestingu í endurnýjanlegri orku Fatih Birol, forstjóri IEA, segir að okumarkaðir og stefna hafi breyst vegna innrásar Rússa í Úkraínu til langs tíma. „Orkugeirinn er að breytast gríðarlega fyrir framan nefið á okkur. Viðbrögð ríkisstjórna um allan heim gefa fyrirheit um að marka sögulega og afgerandi vatnaskil í átt að hreinni, ódýrari og öruggari orkukerfi,“ segir hann. Stofnun hans áætlar að fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum nemi meira en tveimur biljónum dollara fyrir árið 2030 og verði þannig helmingi meiri en hún er nú. Ef loftslagsmarkmið ríkja heims eiga að nást þurfi þó að tvöfalda þá upphæð. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar að dvína Miðað við núverandi markmið sem ríki hafa sett sér ætti eftirspurn eftir kolum að hjaðna aftur á fáum árum. Jarðgasnotkun nái hámarki fyrir lok þessa áratugs og aukin sala á rafbílum er talin leiða til þess að eftirspurn eftir olíu byrji að fletjast út upp úr miðjum fjórða áratugnum og dvína lítillega um miðja öldina. Heildareftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar þannig að dala stöðugt frá miðjum þessum áratug. Árlegur samdráttur fram á miðja öldina er talin nema um það bil heildarlífstímaframleiðslu stórrar olíulindar. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar miðað við þessa orkusamsetningu heimsins. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að í Parísarsamkomulaginu til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Áætlað er að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 til þess að það markmið geti náðst. „Þessi skýrsla færir sterk efnahagsleg rök fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum sem eru ekki aðeins samkeppnishæfari og ódýrari en jarðefnaeldsneyti heldur hafa þeir reynst seigari andspænis efnahagslegum og landfræðipólitískum kreppum,“ segir Maria Pastukhova, ráðgjafi hjá loftslagsmálahugveitunni E3G, við AP-fréttastofuna. Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Orkukreppan sem dynur nú á heimsbyggðinni er sögð ámenning um hversu brothætt og ósjálfbært núverandi orkukerfi heimsins er, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um stöðu orkumála sem birtist í dag. Framleiðsla og viðskipti með orku fóru úr skorðum í kórónveiruheimsfaraldrinum en innrás Rússa í Úkraína er sögð hafa skapað algeran glundroða á orkumarkaði. Þannig hafi viðskipti með jarðgas á milli Rússlands og Evrópu stöðvast vegna gagnkvæmra viðskiptaþvingana. Verð á jarðgasi er því í áður óþekktum hæðum og fer reglulega yfir það sem jafngildir um 250 dollara fyrir olíutunnu. Kolaverð er einnig sögulega hátt og olíutunnan fór vel yfir hundrað dollara á tunnu um mitt árið. Verðhækkanir á gasi og kolum eru sagðar skýra 90% af þeim verðhækkunum sem hafa orðið á orku í heiminum. Ríki heims hafa meðal annars brugðist við með því að reyna að tryggja sér orku annars staðar frá en frá Rússlandi, auka eigin framleiðslu á orku með olíu- og kolum, lenga líftíma kjarnorkuvera og setja aukinn kraft í uppbyggingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnir í helmingi meiri fjárfestingu í endurnýjanlegri orku Fatih Birol, forstjóri IEA, segir að okumarkaðir og stefna hafi breyst vegna innrásar Rússa í Úkraínu til langs tíma. „Orkugeirinn er að breytast gríðarlega fyrir framan nefið á okkur. Viðbrögð ríkisstjórna um allan heim gefa fyrirheit um að marka sögulega og afgerandi vatnaskil í átt að hreinni, ódýrari og öruggari orkukerfi,“ segir hann. Stofnun hans áætlar að fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum nemi meira en tveimur biljónum dollara fyrir árið 2030 og verði þannig helmingi meiri en hún er nú. Ef loftslagsmarkmið ríkja heims eiga að nást þurfi þó að tvöfalda þá upphæð. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar að dvína Miðað við núverandi markmið sem ríki hafa sett sér ætti eftirspurn eftir kolum að hjaðna aftur á fáum árum. Jarðgasnotkun nái hámarki fyrir lok þessa áratugs og aukin sala á rafbílum er talin leiða til þess að eftirspurn eftir olíu byrji að fletjast út upp úr miðjum fjórða áratugnum og dvína lítillega um miðja öldina. Heildareftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar þannig að dala stöðugt frá miðjum þessum áratug. Árlegur samdráttur fram á miðja öldina er talin nema um það bil heildarlífstímaframleiðslu stórrar olíulindar. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar miðað við þessa orkusamsetningu heimsins. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að í Parísarsamkomulaginu til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Áætlað er að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 til þess að það markmið geti náðst. „Þessi skýrsla færir sterk efnahagsleg rök fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum sem eru ekki aðeins samkeppnishæfari og ódýrari en jarðefnaeldsneyti heldur hafa þeir reynst seigari andspænis efnahagslegum og landfræðipólitískum kreppum,“ segir Maria Pastukhova, ráðgjafi hjá loftslagsmálahugveitunni E3G, við AP-fréttastofuna.
Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42