Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 15:15 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér eyðilegginguna í bæ í Kharkív-héraði. Getty/Carl Court Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. Þessi gögn hafa varpað frekara ljósi á slæmt ásigkomulag rússneska hersins og vandræði þeirra við birgðadreifingu og aga. Meðal annars innihalda gögnin skjöl sem sýna fram á að hersveitir Rússa voru á tímabilinu með einungis fimmtung þess mannafla sem þær áttu að hafa. Gögnin sýndu einnig að Úkraínumenn notuðu HIMARS eldflaugakerfi gegn Rússum með miklum árangri. Í bænum Balakliia fundu úkraínskir hermenn stjórnstöð rússneskrar herdeildar í kjallara verkstæðis í Balakliia. Rússar náðu því svæði snemma í innrásinni, eða í mars, og komu hermenn sér þar fyrir. Eins og áður segir fundu Úkraínumenn mikið magn gagna í þessu byrgi en blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa fengið að fara yfir þau og birtu grein um gögnin í gær. Ræddu við heimamenn og rússneska hermenn Í frétt Reuters segir að ofurstinn Ivan Popov hafi stýrt hersveitum Rússa við Balakliia. Hann hafi barist í Téténíu og í Georgíu árið 2008. Blaðamennirnir beittu ýmsum leiðum til að ganga úr skugga um að gögnin væru raunveruleg og ræddu meðal annars við íbúa á svæðinu, fimm rússneska hermenn sem heyrðu undir Popov og eiginkonu hans. Blaðamenn Reuters segja að í kjallaranum hafi úkraínskum íbúum svæðisins einnig verið haldið í klefum. Þau hafi verið pyntuð og minnst einni konu hafi verið nauðgað. Eftir undanhald Rússa frá Kharkív hafa Úkraínumenn fundið fjölmarga staði þar sem fólk var fangelsað og pyntað. Rússar hafa verið sakaðir um að pynta fólk með kerfisbundnum hætti. Lögreglan í Kharkív-héraði sagði Reuters að 22 slíkir staðir hefðu fundist í héraðinu og ekki væri búið að ná utan um umfang pyntinga. „Við erum að tala um hundruð manna,“ sagði Volodímír Tymoshko, yfirmaður lögreglunnar. Verr búnir og með lægri laun Skjöl úr kjallaranum sína að á svæðinu voru rússneskir hermenn og menn sem tilheyra sveitum aðskilnaðarsinna frá Luhansk-héraði en fregnir hafa lengi borist af því að þeir hafi verið skikkaðir til herþjónustu og séu mun verr búnir en rússneskir hermenn. Umrædd skjöl virðast styðja það. Einn korporáll frá Luhansk var 64 ára gamall og einn hermaður þaðan slasaðist þegar eldgamall Mosin-riffill sem hann var með sprakk. Skjöl sýndu einnig að liðþjálfi í rússneska hernum fékk 202.084 rúblur í laun á mánuði. Liðþjálfi frá Luhansk fékk einungis 91.200 rúblur. Það var svo þann 19. júlí sem Úkraínumenn byrjuðu árásir sínar á Rússa á svæðinu. Þá voru rússneskir hermenn reknir frá bænum Hrakove eftir að Úkraínumenn réðust á bæinn með skrið- og bryndrekum, studdir af stórskotaliði. Einn af æðstu yfirmönnum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu sendi þau skilaboð að ná ætti Hrakove aftur. Liðsauki var sendur og Rússum tókst að reka Úkraínumenn aftur á brott. Skjöl úr byrginu sýna þó að sú gagnárás var kostnaðarsöm. Rússar misstu skriðdreka og tvo bryndreka. Þá særðust 39 menn og sjö dóu en sautján var saknað. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters um gögnin í Balakliia. Fluttu HIMARS á svæðið fyrir gagnsókn Á þessum tíma fékk Popov skýrslu frá FSB, Leyniþjónustu Rússlands, um að Úkraínumenn hefðu flutt HIMARS-eldflaugakerfi á svæðið. Þau gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir yfir langar vegalengdir og Rússar hafa átt í basli með að sporna gegn þeim. Þá sagði FSB að Úkraínumenn vissu hvar aðrar stjórnstöðvar á svæðinu væru og um fjögur vöruhús þar sem Rússar geymdu birgðir. Einn viðmælandi Reuters lýsti viðverunni á svæðinu sem rúllettu eftir að HIMARS-vopnin voru tekin í notkun. Annað hvort yrði maður heppinn eða ekki, því eldflaugarnar hefðu getað lent hvar sem er. Undir lok júlímánaðar voru Rússarnir í stjórnstöðinni sannfærðir um að Úkraínumenn væru að fara að gera umfangsmikla árás á svæðinu. Birgðir hermannanna færu dvínandi og það hefði komið niður á styrk hersveitanna við Balakliia. Einn af yfirmönnum herdeildarinnar kvartaði yfir því að hann gæti alltaf skipað nýjum hermönnum að sjá um vélbyssur en það væri verra þegar skotfærin vantaði. Rússarnir áttu einnig við mikla manneklu að etja. Skjal sem dagsett er þann 30. ágúst sýnir herdeildin sem Popov stýrði var með einungis sjötíu prósent þess mannafla sem hún átti að hafa. Þar innan voru smærri hersveitir sem voru verr staddar. Ein hersveit átti að vera skipuð 240 hermenn en þar voru einungis 89. Önnur var á um 23 prósenta styrk. Gagnsóknin hófst að endingu þann 6. september. Rússneskur hermaður sem var í Hrakove sagði sóknina hafa byrjað á umfangsmiklum stórskotaliðsárásum en seinna þann dag hafi borist fregnir af því að Úkraínumenn væru að umkringja bæinn og var þeim skipað að flýja. Að endingu flúðu Rússar frá næstum því öllu Kharkív-héraði og hafa Úkraínumenn haldið árásum sínum á svæðinu áfram. Tugir bæja og þorpa hafa verið frelsuð úr höndum Rússa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Þessi gögn hafa varpað frekara ljósi á slæmt ásigkomulag rússneska hersins og vandræði þeirra við birgðadreifingu og aga. Meðal annars innihalda gögnin skjöl sem sýna fram á að hersveitir Rússa voru á tímabilinu með einungis fimmtung þess mannafla sem þær áttu að hafa. Gögnin sýndu einnig að Úkraínumenn notuðu HIMARS eldflaugakerfi gegn Rússum með miklum árangri. Í bænum Balakliia fundu úkraínskir hermenn stjórnstöð rússneskrar herdeildar í kjallara verkstæðis í Balakliia. Rússar náðu því svæði snemma í innrásinni, eða í mars, og komu hermenn sér þar fyrir. Eins og áður segir fundu Úkraínumenn mikið magn gagna í þessu byrgi en blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa fengið að fara yfir þau og birtu grein um gögnin í gær. Ræddu við heimamenn og rússneska hermenn Í frétt Reuters segir að ofurstinn Ivan Popov hafi stýrt hersveitum Rússa við Balakliia. Hann hafi barist í Téténíu og í Georgíu árið 2008. Blaðamennirnir beittu ýmsum leiðum til að ganga úr skugga um að gögnin væru raunveruleg og ræddu meðal annars við íbúa á svæðinu, fimm rússneska hermenn sem heyrðu undir Popov og eiginkonu hans. Blaðamenn Reuters segja að í kjallaranum hafi úkraínskum íbúum svæðisins einnig verið haldið í klefum. Þau hafi verið pyntuð og minnst einni konu hafi verið nauðgað. Eftir undanhald Rússa frá Kharkív hafa Úkraínumenn fundið fjölmarga staði þar sem fólk var fangelsað og pyntað. Rússar hafa verið sakaðir um að pynta fólk með kerfisbundnum hætti. Lögreglan í Kharkív-héraði sagði Reuters að 22 slíkir staðir hefðu fundist í héraðinu og ekki væri búið að ná utan um umfang pyntinga. „Við erum að tala um hundruð manna,“ sagði Volodímír Tymoshko, yfirmaður lögreglunnar. Verr búnir og með lægri laun Skjöl úr kjallaranum sína að á svæðinu voru rússneskir hermenn og menn sem tilheyra sveitum aðskilnaðarsinna frá Luhansk-héraði en fregnir hafa lengi borist af því að þeir hafi verið skikkaðir til herþjónustu og séu mun verr búnir en rússneskir hermenn. Umrædd skjöl virðast styðja það. Einn korporáll frá Luhansk var 64 ára gamall og einn hermaður þaðan slasaðist þegar eldgamall Mosin-riffill sem hann var með sprakk. Skjöl sýndu einnig að liðþjálfi í rússneska hernum fékk 202.084 rúblur í laun á mánuði. Liðþjálfi frá Luhansk fékk einungis 91.200 rúblur. Það var svo þann 19. júlí sem Úkraínumenn byrjuðu árásir sínar á Rússa á svæðinu. Þá voru rússneskir hermenn reknir frá bænum Hrakove eftir að Úkraínumenn réðust á bæinn með skrið- og bryndrekum, studdir af stórskotaliði. Einn af æðstu yfirmönnum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu sendi þau skilaboð að ná ætti Hrakove aftur. Liðsauki var sendur og Rússum tókst að reka Úkraínumenn aftur á brott. Skjöl úr byrginu sýna þó að sú gagnárás var kostnaðarsöm. Rússar misstu skriðdreka og tvo bryndreka. Þá særðust 39 menn og sjö dóu en sautján var saknað. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters um gögnin í Balakliia. Fluttu HIMARS á svæðið fyrir gagnsókn Á þessum tíma fékk Popov skýrslu frá FSB, Leyniþjónustu Rússlands, um að Úkraínumenn hefðu flutt HIMARS-eldflaugakerfi á svæðið. Þau gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir yfir langar vegalengdir og Rússar hafa átt í basli með að sporna gegn þeim. Þá sagði FSB að Úkraínumenn vissu hvar aðrar stjórnstöðvar á svæðinu væru og um fjögur vöruhús þar sem Rússar geymdu birgðir. Einn viðmælandi Reuters lýsti viðverunni á svæðinu sem rúllettu eftir að HIMARS-vopnin voru tekin í notkun. Annað hvort yrði maður heppinn eða ekki, því eldflaugarnar hefðu getað lent hvar sem er. Undir lok júlímánaðar voru Rússarnir í stjórnstöðinni sannfærðir um að Úkraínumenn væru að fara að gera umfangsmikla árás á svæðinu. Birgðir hermannanna færu dvínandi og það hefði komið niður á styrk hersveitanna við Balakliia. Einn af yfirmönnum herdeildarinnar kvartaði yfir því að hann gæti alltaf skipað nýjum hermönnum að sjá um vélbyssur en það væri verra þegar skotfærin vantaði. Rússarnir áttu einnig við mikla manneklu að etja. Skjal sem dagsett er þann 30. ágúst sýnir herdeildin sem Popov stýrði var með einungis sjötíu prósent þess mannafla sem hún átti að hafa. Þar innan voru smærri hersveitir sem voru verr staddar. Ein hersveit átti að vera skipuð 240 hermenn en þar voru einungis 89. Önnur var á um 23 prósenta styrk. Gagnsóknin hófst að endingu þann 6. september. Rússneskur hermaður sem var í Hrakove sagði sóknina hafa byrjað á umfangsmiklum stórskotaliðsárásum en seinna þann dag hafi borist fregnir af því að Úkraínumenn væru að umkringja bæinn og var þeim skipað að flýja. Að endingu flúðu Rússar frá næstum því öllu Kharkív-héraði og hafa Úkraínumenn haldið árásum sínum á svæðinu áfram. Tugir bæja og þorpa hafa verið frelsuð úr höndum Rússa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56
Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12
Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52