PSV vann öruggan sigur gegn Arsenal | Alfons og félagar köstuðu frá sér stiginu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2022 18:45 Luuk de Jong átti frábæra innkomu í liði PSV. Prestige/Soccrates/Getty Images PSV vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Arsenal í næst seinustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Í sama riðli gerðu Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt 1-1 jafntefli gegn FC Zürich og eru því á leið í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir að vera með yfirhöndina í framan af fyrri hálfleik tókst gestunum í Arsenal ekki að ógna marki PSV að viti. Heimamenn grðu það hins vegar og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik, en bæði voru þau dæmd af vegna rangstöðu og staðan var því enn markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Luuk De Jong kom inn á sem varamaður fyrir heimamenn í hálfleik og átti hann eftir að reynast mikilvægur í sigri liðsins. Hann lagði upp fyrra markið fyrir Joey Veerman á 55. mínútu og skoraði svo sjálfur átta mínútum síðar. Heimamenn áttu svo eftir að setja boltann einu sinn enn í netið, en í þriðja skiptið í leiknum var markið dæmt af vegna rangstöðu. Niðurstaðan því 2-0 sigur PSV og liðið er nú með tíu stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Arsenal. Eftir úrslit kvöldsins eru bæði þessi lið komin áfram í útsláttarkeppnina og eiga bæði möguleika á efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti í 16-liða úrslit. WE DID IT!!!#PSVARS #UEL pic.twitter.com/dksGjB7Hz8— PSV (@PSV) October 27, 2022 Þá þurftu Alfons Sampsted og félagar hans í Boö/Glimt að sætta sig við 2-1 tap er liðið heimsótti FC Zürich á sama tíma. Staðan var 1-1 eftir að venjulegum leiktíma lauk, en Antonio Marchesano tryggði heimamönnum sigurinn með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma. Sigur eða jafntefli hefði tryggt Bodö/Glimt þriðja sæti riðilsins og þar með sæti í Sambandsdeildinni, en liðið þarf nú að vinna PSV í lokaumferðinni eða treysta á að Zürich tapi gegn Arsenal. Úrslit kvöldsins A-riðill FC Zürich 2-1 Bodö/Glimt PSV Eindhoven 2-0 Arsenal B-riðill AEK LArnaca 3-3 Dynamo Kiev Fenerbache 3-3 Rennes C-riðill Ludogorets Razgrad 0-1 Real Betis D-riðill Malmö 0-2 Union St. Gilloise Union Berlin 1-0 SC Braga F-riðill Lazio 2-1 FC Midtjylland Evrópudeild UEFA Fótbolti
PSV vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Arsenal í næst seinustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Í sama riðli gerðu Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt 1-1 jafntefli gegn FC Zürich og eru því á leið í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir að vera með yfirhöndina í framan af fyrri hálfleik tókst gestunum í Arsenal ekki að ógna marki PSV að viti. Heimamenn grðu það hins vegar og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik, en bæði voru þau dæmd af vegna rangstöðu og staðan var því enn markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Luuk De Jong kom inn á sem varamaður fyrir heimamenn í hálfleik og átti hann eftir að reynast mikilvægur í sigri liðsins. Hann lagði upp fyrra markið fyrir Joey Veerman á 55. mínútu og skoraði svo sjálfur átta mínútum síðar. Heimamenn áttu svo eftir að setja boltann einu sinn enn í netið, en í þriðja skiptið í leiknum var markið dæmt af vegna rangstöðu. Niðurstaðan því 2-0 sigur PSV og liðið er nú með tíu stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Arsenal. Eftir úrslit kvöldsins eru bæði þessi lið komin áfram í útsláttarkeppnina og eiga bæði möguleika á efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti í 16-liða úrslit. WE DID IT!!!#PSVARS #UEL pic.twitter.com/dksGjB7Hz8— PSV (@PSV) October 27, 2022 Þá þurftu Alfons Sampsted og félagar hans í Boö/Glimt að sætta sig við 2-1 tap er liðið heimsótti FC Zürich á sama tíma. Staðan var 1-1 eftir að venjulegum leiktíma lauk, en Antonio Marchesano tryggði heimamönnum sigurinn með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma. Sigur eða jafntefli hefði tryggt Bodö/Glimt þriðja sæti riðilsins og þar með sæti í Sambandsdeildinni, en liðið þarf nú að vinna PSV í lokaumferðinni eða treysta á að Zürich tapi gegn Arsenal. Úrslit kvöldsins A-riðill FC Zürich 2-1 Bodö/Glimt PSV Eindhoven 2-0 Arsenal B-riðill AEK LArnaca 3-3 Dynamo Kiev Fenerbache 3-3 Rennes C-riðill Ludogorets Razgrad 0-1 Real Betis D-riðill Malmö 0-2 Union St. Gilloise Union Berlin 1-0 SC Braga F-riðill Lazio 2-1 FC Midtjylland
A-riðill FC Zürich 2-1 Bodö/Glimt PSV Eindhoven 2-0 Arsenal B-riðill AEK LArnaca 3-3 Dynamo Kiev Fenerbache 3-3 Rennes C-riðill Ludogorets Razgrad 0-1 Real Betis D-riðill Malmö 0-2 Union St. Gilloise Union Berlin 1-0 SC Braga F-riðill Lazio 2-1 FC Midtjylland
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti