Samkomulag um að banna nýja jarðefnaeldsneytisbíla í höfn Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 08:37 Nýir bensín- og dísilbílar verða í reynd bannaðir innan Evrópu eftir 2035 með lögum sem samstaða hefur nú náðst um. Vísir/EPA Evrópusambandið náði samkomulagi um lög sem myndu í reynd banna nýja bensín- og dísilbíla frá og með árinu 2035 í dag. Samkvæmt því þurfa bílaframleiðendur að ná 100% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda innan þrettán ára. Fulltrúar aðildarríkjanna 27, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar tilkynntu um samkomulagið í dag. Jan Huitema, aðalsamningamaður Evrópuþingsins, lýsti því sem góðum fréttum fyrir ökumenn þar sem bílar sem losa ekki koltvísýring verði ódýrari og aðgengilegri fyrir alla. Auknar kröfur verða einnig gerðar til losunar þeirra jarðefnaeldsneytisbíla sem verða seldir frá og með 2030. Fólksbílar þurfa að losa 55 prósent minni koltvísýring en árið 2021. Núverandi markmið er 37,5 prósent samdráttur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sendiferðabílar þurfa að verða helmingi sparneytnari fyrir 2030. Lögin eru liður í áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni um 55 prósent fyrir lok áratugsins miðað við losun árið 1990 og þau fyrstu sem formlegt samkomulag næst um. Evrópusambandið vonast til þess að hægt verði að tilkynna um samkomulag um tvær meiriháttar loftslagsaðgerðir til viðbótar fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næstu viku. Annars vegar um aukna bindingu kolefnis og bindandi landsmarkmið um samdrátt í losun. Vísindamenn áætla að mannkynið allt þurfi að draga úr losun sinni um 45 prósent fyrir lok þessa áratugs ef það ætlar að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. Að óbreyttu stefnir í að hlýnunin nái tveimur og hálfri gráðu. Vistvænir bílar Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Fulltrúar aðildarríkjanna 27, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar tilkynntu um samkomulagið í dag. Jan Huitema, aðalsamningamaður Evrópuþingsins, lýsti því sem góðum fréttum fyrir ökumenn þar sem bílar sem losa ekki koltvísýring verði ódýrari og aðgengilegri fyrir alla. Auknar kröfur verða einnig gerðar til losunar þeirra jarðefnaeldsneytisbíla sem verða seldir frá og með 2030. Fólksbílar þurfa að losa 55 prósent minni koltvísýring en árið 2021. Núverandi markmið er 37,5 prósent samdráttur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sendiferðabílar þurfa að verða helmingi sparneytnari fyrir 2030. Lögin eru liður í áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni um 55 prósent fyrir lok áratugsins miðað við losun árið 1990 og þau fyrstu sem formlegt samkomulag næst um. Evrópusambandið vonast til þess að hægt verði að tilkynna um samkomulag um tvær meiriháttar loftslagsaðgerðir til viðbótar fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næstu viku. Annars vegar um aukna bindingu kolefnis og bindandi landsmarkmið um samdrátt í losun. Vísindamenn áætla að mannkynið allt þurfi að draga úr losun sinni um 45 prósent fyrir lok þessa áratugs ef það ætlar að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. Að óbreyttu stefnir í að hlýnunin nái tveimur og hálfri gráðu.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42