Gísli markahæstur hjá Magdeburg í Meistaradeild og með lygilega nýtingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 12:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og þessa dagana. getty/Frederic Scheidemann Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur heldur betur farið vel af stað með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann er markahæsti leikmaður liðsins í keppninni og með frábæra skotnýtingu. Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Magdeburg gerði jafntefli við Veszprém á útivelli í gær, 35-35. Aðeins félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði meira, eða átta mörk. Gísli hefur skorað 24 mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í vetur og er sextándi markahæsti leikmaður keppninnar. Enginn leikmaður Magdeburg hefur skorað meira. Það sem meira er þá er Gísli með framúrskarandi skotnýtingu en hann hefur skorað úr 24 af 29 skotum sínum í Meistaradeildinni. Það gerir 82,8 prósent skotnýtingu sem þykir gott fyrir línumann, hvað þá leikstjórnanda. Gísli hefur einnig spilað vel í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Í sjö leikjum hefur hann skorað 24 mörk og gefið 24 stoðsendingar. Ómar Ingi er langmarkahæstur í liði Magdeburg í þýsku deildinni með 48 mörk, þrátt fyrir að hafa misst af einum leik. Hann hefur einnig gefið 27 stoðsendingar. Í Meistaradeildinni hefur Ómar Ingi skorað 21 mark í fjórum leikjum. Hann hefur jafnframt gefið fimmtán stoðsendingar. Aðeins ellefu leikmenn hafa gefið fleiri stoðsendingar í keppninni en Selfyssingurinn. Gísli og Ómar Ingi léku báðir stórvel þegar Magdeburg tryggði sér heimsmeistaratitil félagsliða með sigri á Barcelona, 41-39, eftir framlengdan leik á sunnudaginn. Ómar Ingi skoraði tólf mörk, þar af tvö síðustu mörk Magdeburg í leiknum, og Gísli var með sex mörk. Slóveninn Aleks Vlah hjá Celje er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur með 41 mark. Pólski línumaðurinn Kamil Syprzak hjá Paris Saint-Germain kemur næstur með 35 mörk og svo Mikkel Hansen hjá Álaborg með 33 mörk. Magdeburg er í 3. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém eru á toppi hans með níu stig. Bjarki skoraði eitt mark í leiknum gegn Magdeburg í gær. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Magdeburg gerði jafntefli við Veszprém á útivelli í gær, 35-35. Aðeins félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði meira, eða átta mörk. Gísli hefur skorað 24 mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í vetur og er sextándi markahæsti leikmaður keppninnar. Enginn leikmaður Magdeburg hefur skorað meira. Það sem meira er þá er Gísli með framúrskarandi skotnýtingu en hann hefur skorað úr 24 af 29 skotum sínum í Meistaradeildinni. Það gerir 82,8 prósent skotnýtingu sem þykir gott fyrir línumann, hvað þá leikstjórnanda. Gísli hefur einnig spilað vel í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Í sjö leikjum hefur hann skorað 24 mörk og gefið 24 stoðsendingar. Ómar Ingi er langmarkahæstur í liði Magdeburg í þýsku deildinni með 48 mörk, þrátt fyrir að hafa misst af einum leik. Hann hefur einnig gefið 27 stoðsendingar. Í Meistaradeildinni hefur Ómar Ingi skorað 21 mark í fjórum leikjum. Hann hefur jafnframt gefið fimmtán stoðsendingar. Aðeins ellefu leikmenn hafa gefið fleiri stoðsendingar í keppninni en Selfyssingurinn. Gísli og Ómar Ingi léku báðir stórvel þegar Magdeburg tryggði sér heimsmeistaratitil félagsliða með sigri á Barcelona, 41-39, eftir framlengdan leik á sunnudaginn. Ómar Ingi skoraði tólf mörk, þar af tvö síðustu mörk Magdeburg í leiknum, og Gísli var með sex mörk. Slóveninn Aleks Vlah hjá Celje er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur með 41 mark. Pólski línumaðurinn Kamil Syprzak hjá Paris Saint-Germain kemur næstur með 35 mörk og svo Mikkel Hansen hjá Álaborg með 33 mörk. Magdeburg er í 3. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém eru á toppi hans með níu stig. Bjarki skoraði eitt mark í leiknum gegn Magdeburg í gær.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira