Umfjöllun: Hörður - Afturelding 29-36 | Fjórði sigur Aftureldingar í röð Andri Már Eggertsson skrifar 30. október 2022 17:35 Afturelding er áfram á sigurbraut. vísir/Diego Afturelding fór á Ísafjörð og vann sjö marka sigur á Herði 29-36. Afturelding var yfir allan leikinn. Heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk þegar sjö mínútur voru eftir en gestirnir svöruðu því og fögnuðu á endanum sjö marka sigri. Afturelding mætti með sjálfstraustið í botni komandi inn í leikinn með þrjá sigra í röð. Afturelding byrjaði á að gera fyrstu tvö mörkin. Það tók Hörð tæplega sex mínútur að komast á blað en Afturelding var einnig í vandræðum sóknarlega og var aðeins einu marki yfir. Um miðjan fyrri hálfleik kom fyrsta áhlaup leiksins. Tveimur mörkum yfir gerðu gestirnir frá Mosfellsbæ þrjú mörk í röð og heimamenn tóku leikhlé. Markmenn beggja liða voru í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. Rolandas Lebedevs, markmaður Harðar, varði 9 skot (35 prósent). Hjá gestunum var Brynjar Vignir Stefánsson í marki Aftureldingar en hann varði 10 skot (45.5 prósent). Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 12-17. Það var mikill hiti á Ísafirði og tveir leikmenn Aftureldingar fengu beint rautt spjald. Ihor Kopyshynskyi fékk beint rautt spjald þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Ihor fór aftan í José Esteves Neto sem var í hraðaupphlaupi. Blær Hinriksson fékk síðan ódýrt beint rautt spjald þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Blær var ekki sáttur með Jhonatan Cristiano Santos og þegar Blær var að hlaupa til baka í vörn fór hann aðeins í hann og upp úr því myndaðist æsingur í höllinni. Eftir fund dómara fékk Blær rautt spjald og Jhonatan tveggja mínútna brottvísun en fyrir hvað veit enginn. Harðverjar gerðu vel í að koma til baka í seinni hálfleik og minnkuðu forskot Aftureldingar tvisvar sinnum niður í tvö mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir. Afturelding svaraði með þremur mörkum í röð. Árni Bragi Eyjólfsson var allt í öllu hjá gestunum undir lokin og gerði fjögur mörk á síðustu fimm mínútunum. Afturelding vann að lokum sjö marka sigur 29-36. Af hverju vann Afturelding? Í fyrri hálfleik var vörn og markvarsla Aftureldingar afar góð sem skilaði sér í auðveldum mörkum og Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik. Afturelding stóð af sér áhlaup Harðar þar sem heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk. Afturelding gaf síðan í á lokasprettinum og vann síðustu sjö mínútur 2-7. Hverjir stóðu upp úr? Árni Bragi Eyjólfsson fór á kostum og gerði ellefu mörk í leiknum. Árni reyndist Aftureldingu afar mikilvægur undir lokin þar sem hann gerði fjögur mörk á síðustu fimm mínútunum. Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar, var góður milli stanganna og varði 17 skot. Hvað gekk illa? Þetta er annar leikurinn í röð á heimavelli þar sem Harðverjar gera vel í að koma til baka í lokin en eru klaufar í að fylgja því ekki betur eftir. Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson, dómarar leiksins, gáfu tvö bein rauð spjöld. Rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi var rétt ákvörðun en Blær Hinriksson fékk rautt spjald fyrir afar litlar sakir og hefði tveggja mínútna brottvísun átt að duga þar sem hann rétt ýtti við Jhonatan Cristiano Santos. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag mætast Afturelding og KA klukkan 17:00. Á sama tíma eigast við FH og Hörður í Kaplakrika. Olís-deild karla Hörður Afturelding
Afturelding fór á Ísafjörð og vann sjö marka sigur á Herði 29-36. Afturelding var yfir allan leikinn. Heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk þegar sjö mínútur voru eftir en gestirnir svöruðu því og fögnuðu á endanum sjö marka sigri. Afturelding mætti með sjálfstraustið í botni komandi inn í leikinn með þrjá sigra í röð. Afturelding byrjaði á að gera fyrstu tvö mörkin. Það tók Hörð tæplega sex mínútur að komast á blað en Afturelding var einnig í vandræðum sóknarlega og var aðeins einu marki yfir. Um miðjan fyrri hálfleik kom fyrsta áhlaup leiksins. Tveimur mörkum yfir gerðu gestirnir frá Mosfellsbæ þrjú mörk í röð og heimamenn tóku leikhlé. Markmenn beggja liða voru í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. Rolandas Lebedevs, markmaður Harðar, varði 9 skot (35 prósent). Hjá gestunum var Brynjar Vignir Stefánsson í marki Aftureldingar en hann varði 10 skot (45.5 prósent). Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 12-17. Það var mikill hiti á Ísafirði og tveir leikmenn Aftureldingar fengu beint rautt spjald. Ihor Kopyshynskyi fékk beint rautt spjald þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Ihor fór aftan í José Esteves Neto sem var í hraðaupphlaupi. Blær Hinriksson fékk síðan ódýrt beint rautt spjald þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Blær var ekki sáttur með Jhonatan Cristiano Santos og þegar Blær var að hlaupa til baka í vörn fór hann aðeins í hann og upp úr því myndaðist æsingur í höllinni. Eftir fund dómara fékk Blær rautt spjald og Jhonatan tveggja mínútna brottvísun en fyrir hvað veit enginn. Harðverjar gerðu vel í að koma til baka í seinni hálfleik og minnkuðu forskot Aftureldingar tvisvar sinnum niður í tvö mörk þegar innan við tíu mínútur voru eftir. Afturelding svaraði með þremur mörkum í röð. Árni Bragi Eyjólfsson var allt í öllu hjá gestunum undir lokin og gerði fjögur mörk á síðustu fimm mínútunum. Afturelding vann að lokum sjö marka sigur 29-36. Af hverju vann Afturelding? Í fyrri hálfleik var vörn og markvarsla Aftureldingar afar góð sem skilaði sér í auðveldum mörkum og Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik. Afturelding stóð af sér áhlaup Harðar þar sem heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk. Afturelding gaf síðan í á lokasprettinum og vann síðustu sjö mínútur 2-7. Hverjir stóðu upp úr? Árni Bragi Eyjólfsson fór á kostum og gerði ellefu mörk í leiknum. Árni reyndist Aftureldingu afar mikilvægur undir lokin þar sem hann gerði fjögur mörk á síðustu fimm mínútunum. Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar, var góður milli stanganna og varði 17 skot. Hvað gekk illa? Þetta er annar leikurinn í röð á heimavelli þar sem Harðverjar gera vel í að koma til baka í lokin en eru klaufar í að fylgja því ekki betur eftir. Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson, dómarar leiksins, gáfu tvö bein rauð spjöld. Rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi var rétt ákvörðun en Blær Hinriksson fékk rautt spjald fyrir afar litlar sakir og hefði tveggja mínútna brottvísun átt að duga þar sem hann rétt ýtti við Jhonatan Cristiano Santos. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag mætast Afturelding og KA klukkan 17:00. Á sama tíma eigast við FH og Hörður í Kaplakrika.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti