Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:30 Pep Guardiola er hrifinn af því sem hann hefur séð undanfarnar vikur hjá Manchester United. Lynne Cameron - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan þjálfarinn Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013 og þá hefur liðið ekki unnið titil síðan árið 2017. Nú er United hins vegar taplaust í sjö leikjum í röð, eða síðan liðið mátti þola 6-3 tap gegn Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í byrjun októbermánaðar. „Ég hef á tilfinningunni að United sé að koma aftur,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Loksins er United að koma aftur. Ég sá það á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik á móti Chelsea,“ bætti Spánverjinn við, en United vann 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag og gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um seinustu helgi. „Ég hef sagt það að ég er hrifinn af því sem ég hef séð hjá United undanfarið. Það verða fullt af liðum eins og United að berjast. Þess vegna þarftu að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina og berjast fyrir titlinum.“ Pep Guardiola: "I have the feeling United are coming back. I've seen it on Thursday, against Chelsea the first half." #mufc https://t.co/VHAF35Zw5L pic.twitter.com/AUXkhQp4JK— Man United News (@ManUtdMEN) October 29, 2022 Þá talaði Guardiola einnig um að lið eins og Newcastle væru mætt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. „Newcastle er nú þegar komið þangað. Ég sá þá á móti Tottenham þar sem miðverðirnir þeirra mættu Kane og Son án nokkurra vandræða.“ „Við vitum hversu góður stjóri Eddie Howe er. Þeir eru með nýja leikmenn, þeir eru hugrakkir og þeir eiga góða möguleika á að vera í þessari baráttu,“ sagði stjórinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan þjálfarinn Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013 og þá hefur liðið ekki unnið titil síðan árið 2017. Nú er United hins vegar taplaust í sjö leikjum í röð, eða síðan liðið mátti þola 6-3 tap gegn Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í byrjun októbermánaðar. „Ég hef á tilfinningunni að United sé að koma aftur,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Loksins er United að koma aftur. Ég sá það á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik á móti Chelsea,“ bætti Spánverjinn við, en United vann 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag og gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um seinustu helgi. „Ég hef sagt það að ég er hrifinn af því sem ég hef séð hjá United undanfarið. Það verða fullt af liðum eins og United að berjast. Þess vegna þarftu að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina og berjast fyrir titlinum.“ Pep Guardiola: "I have the feeling United are coming back. I've seen it on Thursday, against Chelsea the first half." #mufc https://t.co/VHAF35Zw5L pic.twitter.com/AUXkhQp4JK— Man United News (@ManUtdMEN) October 29, 2022 Þá talaði Guardiola einnig um að lið eins og Newcastle væru mætt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. „Newcastle er nú þegar komið þangað. Ég sá þá á móti Tottenham þar sem miðverðirnir þeirra mættu Kane og Son án nokkurra vandræða.“ „Við vitum hversu góður stjóri Eddie Howe er. Þeir eru með nýja leikmenn, þeir eru hugrakkir og þeir eiga góða möguleika á að vera í þessari baráttu,“ sagði stjórinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti