Innlent

Fyrsta stefnuræða Kristrúnar

Árni Sæberg skrifar
Kristrún Frostadóttir tók við formannsembættinu af Loga Einarssyni í gær.
Kristrún Frostadóttir tók við formannsembættinu af Loga Einarssyni í gær. Vísir/Vilhelm

Kristrún Frostadóttir tók við embætti formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Í dag flytur hún sína fyrstu stefnuræðu sem formaður. Hlýða má á ræðuna í beinni útsendingu hér á Vísi.

Landsfundi Samfylkingarinnar lýkur í kvöld og áður en Samfylkingarmenn setjast til borðs á hátíðarkvöldverði og halda svo landsfundargleði verður haldin lokaathöfn og nýr formaður tekur til máls.

Horfa má á lokaathöfnina í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Athöfnin hefst klukkan 16 og gert er ráð fyrir að stefnuræða Kristrúnar hefjist klukkan 16:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×