Skagamaður gerði allt vitlaust í London Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2022 07:30 Dagur Jóhannsson tryllti lýðinn á The Valley á laugardaginn. Heimasíða Charlton/Ben Peters/Focus Images Víkingaklapp, runkarabending og ömurleg skottilraun komu við sögu hjá Degi Jóhannssyni sem varð á örfáum sekúndum vinsælasti maðurinn á The Valley, heimavelli enska C-deildarliðsins Charlton, á laugardaginn var. Dagur var á meðal áhorfenda á leik Charlton Athletic og Ipswich Town á laugardaginn, ásamt níu manna föruneyti Skagamanna sem höfðu það þó að meginmarkmiði við ferðaáætlanir sínar að fara á ýmist á NFL-leik milli Jacksonville Jaguars og Denver Broncos á Wembley eða leik Arsenal við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudeginum. Þeir þurftu þó að finna einhvern íþróttaviðburð á laugardeginum og fyrir valinu varð leikur Charlton og Ipswich – The Herminator Derby – kallaður af sumum, enda tvö lið sem fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson spilaði fyrir á meðan þau voru í efstu deild snemma á þessari öld. Félagarnir af Skaganum fengu VIP-meðferð á vellinum. Efri röð: Andri Geir, Geir, Birkir, Arnþór Ingi og Alex. Neðri röð: Ragnar Þór, Jón Gunnar, Róbert og Dagur.Úr einkasafni Vinahópurinn fékk Hermann með sér í lið og sendu út mynd af sér með Hermanni sem tekin var eftir leik liðs hans ÍBV við Fram í Úlfarsárdal á dögunum. Þeir fengu eftir það aðgang ásamt öðrum erlendum stuðningsmannahópum liðsins að sérstakri VIP aðstöðu sem opnaði fjórum klukkustundum fyrir leik. Charlton stóð nefnilega fyrir degi alþjóðlegra stuðningsmanna í kringum leikinn þar sem fjölmargir erlendir stuðningsmannahópar liðsins voru saman komnir, ásamt hópi Íslendinga sem sögðust vera aðdáendahópur Hermanns Hreiðarssonar, og fengu að launum mynd af sér með Hermanni (þá sem var tekin eftir Fram leikinn) birta í leikskrá leiks laugardagsins. Hluti hópsins ásamt Hermanni Hreiðarssyni fyrir leik Fram og ÍBV í Úlfarsárdal á dögunum. Myndin var birt í leikskrá leiks Charlton og Ipswich.Úr einkasafni Hálfleikssýningin sem gerði ferðina Ekki nóg með það heldur fékk einn þeirra félaga að vera þátttakandi í svokallaðri Crossbeer áskorun í hálfleik. Um er að ræða sláarskotskeppni þar sem aðeins ein tilraun fæst, frá miðjuboga vallarins, og ef viðkomandi hittir í slá fær hann fimm þúsund pund í vasann og allir á vellinum fá frían bjór að auki. Dagur Jóhannsson varð fyrir valinu í vinahópnum og óhætt er að segja að það val hafi lukkast vel. Ekki þó þannig að Dagur hafi hitt í slá og farið af velli fimm þúsund sterlingspundum ríkari. Klippa: Dagur ærir The Valley Er hann var kynntur til leiks veifaði hann öllum vel í stúkunni nema þeim hluta þar sem stuðningsmenn Ipswich voru staðsettir sem hann sendi svokallaða runkarabendingu (e. wanker). Hann uppskar fyrir mikinn hlátur úr stúkunni og vakti töluverða athygli netverja sem kunnu misvel að meta athæfi hans. Þá stýrði Dagur einnig Víkingaklappi að íslenskum sið áður en hann spreytti sig á sláarskotinu. Það fór ekki betur en svo að hann rann til og flaug á höfuðið er boltinn þaut víðs fjarri marki. Það vakti einnig töluverða kátínu, og líklega meiri í ákveðnum enda stúkunnar en annars staðar. He's just slipped over now whilst doing the Crossbeer challenge, thus ironically, looking a bit of a w*nker HT #cafc 0-1 #itfc — Louis Mendez (@LouisMend) October 29, 2022 Félagar hans hlógu sig þá allir máttlausa í stúkunni á meðan þessu stóð og hafa ekki hlegið minna síðan, eftir að hafa séð viðbrögð stuðningsmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Eftir hálfleikssýningu Dags fengu þeir félagar þó enn meira fyrir peninginn. Staðan var jöfn, 2-2, þegar komið var fram á 90. mínútu leiksins en Ipswich skoraði tvö mörk í uppbótartíma, á 91. og 94. mínútu. Charlton svaraði á ótrúlegan hátt með mörkum á 96. og 99. mínútu til að tryggja sér 4-4 jafntefli og gleðin ósvikin hjá Charlton-mönnum og þeim félögum af Skaganum í stúkunni í leikslok. 90 mins: 2 -2 FT: 4 -4 Sit back, relax and enjoy the MADDEST stoppage time that you will probably ever see! #cafc pic.twitter.com/dfVg0q5yEQ— Charlton Athletic FC (@CAFCofficial) October 30, 2022 Arsenal-stuðningsmaðurinn Dagur sá svo 5-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í gær en hluti hópsins sem fór á NFL-leikinn sá Denver Broncos leggja Jacksonville Jaguars. Þar rákust þeir á söngkonuna Ciöru, sem er eiginkona Russells Wilson, leikstjórnanda Denver Broncos. Ciara er eflaust þekktust fyrir lagið One, Two Step með Missy Elliott. Jón Gunnar, Arnþór Ingi og Geir rákust á Ciöru sem er þekktust fyrir lagið One, Two Step með Missy Elliott.Úr einkasafni Akranes England Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Dagur var á meðal áhorfenda á leik Charlton Athletic og Ipswich Town á laugardaginn, ásamt níu manna föruneyti Skagamanna sem höfðu það þó að meginmarkmiði við ferðaáætlanir sínar að fara á ýmist á NFL-leik milli Jacksonville Jaguars og Denver Broncos á Wembley eða leik Arsenal við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudeginum. Þeir þurftu þó að finna einhvern íþróttaviðburð á laugardeginum og fyrir valinu varð leikur Charlton og Ipswich – The Herminator Derby – kallaður af sumum, enda tvö lið sem fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson spilaði fyrir á meðan þau voru í efstu deild snemma á þessari öld. Félagarnir af Skaganum fengu VIP-meðferð á vellinum. Efri röð: Andri Geir, Geir, Birkir, Arnþór Ingi og Alex. Neðri röð: Ragnar Þór, Jón Gunnar, Róbert og Dagur.Úr einkasafni Vinahópurinn fékk Hermann með sér í lið og sendu út mynd af sér með Hermanni sem tekin var eftir leik liðs hans ÍBV við Fram í Úlfarsárdal á dögunum. Þeir fengu eftir það aðgang ásamt öðrum erlendum stuðningsmannahópum liðsins að sérstakri VIP aðstöðu sem opnaði fjórum klukkustundum fyrir leik. Charlton stóð nefnilega fyrir degi alþjóðlegra stuðningsmanna í kringum leikinn þar sem fjölmargir erlendir stuðningsmannahópar liðsins voru saman komnir, ásamt hópi Íslendinga sem sögðust vera aðdáendahópur Hermanns Hreiðarssonar, og fengu að launum mynd af sér með Hermanni (þá sem var tekin eftir Fram leikinn) birta í leikskrá leiks laugardagsins. Hluti hópsins ásamt Hermanni Hreiðarssyni fyrir leik Fram og ÍBV í Úlfarsárdal á dögunum. Myndin var birt í leikskrá leiks Charlton og Ipswich.Úr einkasafni Hálfleikssýningin sem gerði ferðina Ekki nóg með það heldur fékk einn þeirra félaga að vera þátttakandi í svokallaðri Crossbeer áskorun í hálfleik. Um er að ræða sláarskotskeppni þar sem aðeins ein tilraun fæst, frá miðjuboga vallarins, og ef viðkomandi hittir í slá fær hann fimm þúsund pund í vasann og allir á vellinum fá frían bjór að auki. Dagur Jóhannsson varð fyrir valinu í vinahópnum og óhætt er að segja að það val hafi lukkast vel. Ekki þó þannig að Dagur hafi hitt í slá og farið af velli fimm þúsund sterlingspundum ríkari. Klippa: Dagur ærir The Valley Er hann var kynntur til leiks veifaði hann öllum vel í stúkunni nema þeim hluta þar sem stuðningsmenn Ipswich voru staðsettir sem hann sendi svokallaða runkarabendingu (e. wanker). Hann uppskar fyrir mikinn hlátur úr stúkunni og vakti töluverða athygli netverja sem kunnu misvel að meta athæfi hans. Þá stýrði Dagur einnig Víkingaklappi að íslenskum sið áður en hann spreytti sig á sláarskotinu. Það fór ekki betur en svo að hann rann til og flaug á höfuðið er boltinn þaut víðs fjarri marki. Það vakti einnig töluverða kátínu, og líklega meiri í ákveðnum enda stúkunnar en annars staðar. He's just slipped over now whilst doing the Crossbeer challenge, thus ironically, looking a bit of a w*nker HT #cafc 0-1 #itfc — Louis Mendez (@LouisMend) October 29, 2022 Félagar hans hlógu sig þá allir máttlausa í stúkunni á meðan þessu stóð og hafa ekki hlegið minna síðan, eftir að hafa séð viðbrögð stuðningsmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Eftir hálfleikssýningu Dags fengu þeir félagar þó enn meira fyrir peninginn. Staðan var jöfn, 2-2, þegar komið var fram á 90. mínútu leiksins en Ipswich skoraði tvö mörk í uppbótartíma, á 91. og 94. mínútu. Charlton svaraði á ótrúlegan hátt með mörkum á 96. og 99. mínútu til að tryggja sér 4-4 jafntefli og gleðin ósvikin hjá Charlton-mönnum og þeim félögum af Skaganum í stúkunni í leikslok. 90 mins: 2 -2 FT: 4 -4 Sit back, relax and enjoy the MADDEST stoppage time that you will probably ever see! #cafc pic.twitter.com/dfVg0q5yEQ— Charlton Athletic FC (@CAFCofficial) October 30, 2022 Arsenal-stuðningsmaðurinn Dagur sá svo 5-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í gær en hluti hópsins sem fór á NFL-leikinn sá Denver Broncos leggja Jacksonville Jaguars. Þar rákust þeir á söngkonuna Ciöru, sem er eiginkona Russells Wilson, leikstjórnanda Denver Broncos. Ciara er eflaust þekktust fyrir lagið One, Two Step með Missy Elliott. Jón Gunnar, Arnþór Ingi og Geir rákust á Ciöru sem er þekktust fyrir lagið One, Two Step með Missy Elliott.Úr einkasafni
Akranes England Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti