Lula kjörinn forseti Brasilíu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 23:32 Hér má sjá Lula heilsa stuðningsfólki sínu eftir að hann mætti á kjörstað fyrr í dag. AP/Andre Penner Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við. Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við.
Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43