Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. október 2022 12:31 Tónlistarkonan Una Torfa ræddi við blaðamann um Airwaves Anna Maggý Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. Aðspurð hvernig Airwaves hátíðin leggst í hana segir Una: „Ég er mjög spennt og hlakka þvílíkt til að spila í fyrsta skipti með hljómsveit. Ég hef aldrei farið á Airwaves sjálf og það verður gaman að sjá hvernig stemningin verður í kringum þetta allt saman, svo veit ég líka að ég mun heyra og sjá alls konar nýtt og það er alltaf skemmtilegt.“ „Pínu eins og þegar er verið að skipta um dekk“ Það er nóg um að vera hjá Unu og segir hún engan dag eins í hennar daglega lífi. „Ég er í Tækniskólanum að læra klæðskurð og mæti oft svolítið oft seint en næstum alltaf hress og hlæ mikið með bekkjarfélögunum. Ég tek nokkrar vaktir í mánuði sem dresser í Þjóðleikhúsinu þar sem ég hjálpa leikurum að klæða sig mjög hratt, pínu eins og þegar er verið að skipta um dekk á kappakstursbílum í formúlunni. Ég gigga svo líka slatta og reyni að semja og taka upp þegar ég á lausa stund. Svo er ég mjög mikil félagsvera og reyni að verja eins miklum tíma og ég get með vinum mínum, fjölskyldunni og kærastanum.“ Una stundar klæðskurðs nám við Tækniskólann og segist svolítið oft mæta seint en næstum alltaf hress.Svava Lovísa Aðalsteinsdóttir Forvitnileg viðfangsefni „Ég hef endalausan áhuga á tengslum,“ segir Una um hvaðan innblásturinn kemur og bætir við: „Sambönd milli fólks, sambandið á milli hugsana, tilfinninga, orða og gjörða, mér finnst þetta allt svo forvitnilegt. Ég er hrifnust af list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg, kannski af því að ég er svo skapstór og reyni að vera eins einlæg og ég get.“ View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Það sem hefur mótað Unu hvað mest sem söngkonu er ást hennar á því að syngja. „Ég vinn tónlistina mína mjög mikið út frá röddinni, fæ innblástur frá lögum sem mér finnst gaman og helst líka krefjandi að syngja og reyni að semja þannig melódíur, ferskar en samt eins og maður hafi heyrt þær áður. Ég er líka umkringd músíkölsku fólki og ég hef alltaf fengið pláss til að prófa mig áfram, það er alveg ómetanlegt.“ Una Torfa sækir mikinn innblástur í tengsl.Anna Maggý Allt eða ekkert Áður en Una stígur á svið segist hún annað hvort þurfa að vera mjög vel æfð eða næstum ekkert. „Allt þar á milli stressar mig. Annað hvort vil ég vita nákvæmlega hvað ég er að gera eða bara spila af fingrum fram, ef ég er með óljósa hugmynd um hvað ég ætla að gera verð ég óörugg og nýt mín ekki. Þegar eitthvað eins stórt og Airwaves stendur til finnst mér best að vera vel æfð, búin að ákveða í hvaða fötum ég verð, fara í sund og borða svo eitthvað sem lætur mér líða vel. Í rauninni snýst þetta bara um að gefa sjálfum sér eins góðan séns á að standa sig vel og maður getur,“ segir Una að lokum. Airwaves Tónlist Menning Tengdar fréttir Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK. 28. október 2022 10:01 Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. 27. október 2022 08:00 „Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Aðspurð hvernig Airwaves hátíðin leggst í hana segir Una: „Ég er mjög spennt og hlakka þvílíkt til að spila í fyrsta skipti með hljómsveit. Ég hef aldrei farið á Airwaves sjálf og það verður gaman að sjá hvernig stemningin verður í kringum þetta allt saman, svo veit ég líka að ég mun heyra og sjá alls konar nýtt og það er alltaf skemmtilegt.“ „Pínu eins og þegar er verið að skipta um dekk“ Það er nóg um að vera hjá Unu og segir hún engan dag eins í hennar daglega lífi. „Ég er í Tækniskólanum að læra klæðskurð og mæti oft svolítið oft seint en næstum alltaf hress og hlæ mikið með bekkjarfélögunum. Ég tek nokkrar vaktir í mánuði sem dresser í Þjóðleikhúsinu þar sem ég hjálpa leikurum að klæða sig mjög hratt, pínu eins og þegar er verið að skipta um dekk á kappakstursbílum í formúlunni. Ég gigga svo líka slatta og reyni að semja og taka upp þegar ég á lausa stund. Svo er ég mjög mikil félagsvera og reyni að verja eins miklum tíma og ég get með vinum mínum, fjölskyldunni og kærastanum.“ Una stundar klæðskurðs nám við Tækniskólann og segist svolítið oft mæta seint en næstum alltaf hress.Svava Lovísa Aðalsteinsdóttir Forvitnileg viðfangsefni „Ég hef endalausan áhuga á tengslum,“ segir Una um hvaðan innblásturinn kemur og bætir við: „Sambönd milli fólks, sambandið á milli hugsana, tilfinninga, orða og gjörða, mér finnst þetta allt svo forvitnilegt. Ég er hrifnust af list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg, kannski af því að ég er svo skapstór og reyni að vera eins einlæg og ég get.“ View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Það sem hefur mótað Unu hvað mest sem söngkonu er ást hennar á því að syngja. „Ég vinn tónlistina mína mjög mikið út frá röddinni, fæ innblástur frá lögum sem mér finnst gaman og helst líka krefjandi að syngja og reyni að semja þannig melódíur, ferskar en samt eins og maður hafi heyrt þær áður. Ég er líka umkringd músíkölsku fólki og ég hef alltaf fengið pláss til að prófa mig áfram, það er alveg ómetanlegt.“ Una Torfa sækir mikinn innblástur í tengsl.Anna Maggý Allt eða ekkert Áður en Una stígur á svið segist hún annað hvort þurfa að vera mjög vel æfð eða næstum ekkert. „Allt þar á milli stressar mig. Annað hvort vil ég vita nákvæmlega hvað ég er að gera eða bara spila af fingrum fram, ef ég er með óljósa hugmynd um hvað ég ætla að gera verð ég óörugg og nýt mín ekki. Þegar eitthvað eins stórt og Airwaves stendur til finnst mér best að vera vel æfð, búin að ákveða í hvaða fötum ég verð, fara í sund og borða svo eitthvað sem lætur mér líða vel. Í rauninni snýst þetta bara um að gefa sjálfum sér eins góðan séns á að standa sig vel og maður getur,“ segir Una að lokum.
Airwaves Tónlist Menning Tengdar fréttir Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK. 28. október 2022 10:01 Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. 27. október 2022 08:00 „Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK. 28. október 2022 10:01
Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. 27. október 2022 08:00
„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01