Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður fjallað um yfirvofandi formannsslag í Sjálfstæðisflokknum, úrslit kosninga í Brasilíu og ástandið í Úkraínu.

Sú ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli og í fréttatímanum verður reynt að varpa ljósi á þá ákvörðun og hvaða áhrif sigur Guðlaugs myndi hafa á ríkisstjórnarsamstarfið, ef nokkur. 

Þá heyrum við í Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni stjórnmálafræðingi um úrslit kosninganna í Brasilíu í nótt en þar er forsetinn fyrrverandi Lula da Silva snúinn aftur. 

Einnig verður fjallað um árásir Rússa í Úkraínu í morgun og þá tökum við snúning á Hrekkjavökunni sem haldin er hátíðleg í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×