Forsetarnir ræddu saman símleiðis í júní, samkvæmt heimildarmönnum Yahoo. Biden á að hafa verið nýbúinn að veita Úkraínumönnum milljarð bandaríkjadala í styrk, þegar Úkraínuforseti sagði að meira þyrfti til.
Við það er Biden sagður hafa hækkað róminn þó nokkuð og beðið Selenskíj um að sýna þakklæti. Bandaríkjamenn hefðu verið - og væru - duglegir að leggja Úkraínu lið.
Samband forsetanna á aðeins að hafa styrkst við samskiptin, ef marka má heimildarmennina, og þá sérstaklega eftir yfirlýsingu Úkraínuforseta, þar sem hann þakkaði Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn.