Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 10:16 Kosningarnar hafa að miklu leyti snúist um Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. AP/Maya Alerruzzo Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. Þrátt fyrir hækkandi kostnað í Ísrael og aukna spennu milli ríkisins og Íran er eitt helsta kosningamálið Benjamín Netanahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna og gæti komist aftur til valda. Hann stendur þó frammi fyrir ákærum vegna spillingar. Þegar hann greiddi atkvæði í morgun hvatti hann alla til að taka þátt og sagði það mikil forréttindi. „Ég er smá áhyggjufullur,“ sagði Netanjahú. „En með hjálp allra þeirra sem heyra í okkur, vonast ég til þess að enda daginn brosandi.“ Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar hann kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. „Kjósið vel og megi lukkan vera með okkur öllum,“ sagði Lapid. Sjá einnig: Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Times of Israel segir 6,8 milljónir Ísraelsmanna á kjörskrá. Fyrstu kjörsóknartölur gefa til kynna að 15,9 prósent kjósenda hafi kosið fyrir klukkan tíu að staðartíma og hefur kjörsóknin ekki verið meiri frá 1981. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Kannanir gefa til kynna að helstu fylkingar Ísraels muni eiga erfitt með að ná meirihluta. Fylking Netanjahús, hefur samkvæmt TOI, mælst reglulega með tæplega sextíu þingmenn og jafnvel 61 en fylking Lapids hefur aldrei mælst með fleiri en 56 þingmenn. Itamar Ben Gvir, segist vilja mynda hægri ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir þykir öfgafullur en hann hefur bætt við sig fylgi að undanförnu.AP/Tsafrir Abayov Gætu myndað öfgafyllstu ríkisstjórnina hingað til AP fréttveitan segir að hinn hægri sinnaði Itamar Ben-Gvir sé líklegur til að hrista upp í hlutunum í Ísrael. Hann hefur verið að mælast vel í kosningum og bæta við sig fylgi á lokametrunum. Þegar hann greiddi atkvæði sitt í morgun hét hann því að hjálpa Netanjahú að mynda hægri sinnaða ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir er lögmaður og hefur skapað sér feril með því að verja ísraelska öfgamenn og hefur kallað eftir því að arabar sem ekki þykja „hliðhollir Ísrael“ verði reknir úr landi. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem, fyrir að munda skammbyssu og öskra á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Flokkur hans gæti unnið allt að fjórtán sæti á þinginu, miðað við kannanir, og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn. Ben-Gvir þykir mikill harðlínumaður í garð Palestínu og yrði ríkisstjórn sem hann ætti aðild að sú öfgafyllsta í sögu Ísraels, samkvæmt nýlegri greiningu Guardian. Ísrael Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Þrátt fyrir hækkandi kostnað í Ísrael og aukna spennu milli ríkisins og Íran er eitt helsta kosningamálið Benjamín Netanahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna og gæti komist aftur til valda. Hann stendur þó frammi fyrir ákærum vegna spillingar. Þegar hann greiddi atkvæði í morgun hvatti hann alla til að taka þátt og sagði það mikil forréttindi. „Ég er smá áhyggjufullur,“ sagði Netanjahú. „En með hjálp allra þeirra sem heyra í okkur, vonast ég til þess að enda daginn brosandi.“ Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar hann kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. „Kjósið vel og megi lukkan vera með okkur öllum,“ sagði Lapid. Sjá einnig: Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Times of Israel segir 6,8 milljónir Ísraelsmanna á kjörskrá. Fyrstu kjörsóknartölur gefa til kynna að 15,9 prósent kjósenda hafi kosið fyrir klukkan tíu að staðartíma og hefur kjörsóknin ekki verið meiri frá 1981. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Kannanir gefa til kynna að helstu fylkingar Ísraels muni eiga erfitt með að ná meirihluta. Fylking Netanjahús, hefur samkvæmt TOI, mælst reglulega með tæplega sextíu þingmenn og jafnvel 61 en fylking Lapids hefur aldrei mælst með fleiri en 56 þingmenn. Itamar Ben Gvir, segist vilja mynda hægri ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir þykir öfgafullur en hann hefur bætt við sig fylgi að undanförnu.AP/Tsafrir Abayov Gætu myndað öfgafyllstu ríkisstjórnina hingað til AP fréttveitan segir að hinn hægri sinnaði Itamar Ben-Gvir sé líklegur til að hrista upp í hlutunum í Ísrael. Hann hefur verið að mælast vel í kosningum og bæta við sig fylgi á lokametrunum. Þegar hann greiddi atkvæði sitt í morgun hét hann því að hjálpa Netanjahú að mynda hægri sinnaða ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir er lögmaður og hefur skapað sér feril með því að verja ísraelska öfgamenn og hefur kallað eftir því að arabar sem ekki þykja „hliðhollir Ísrael“ verði reknir úr landi. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem, fyrir að munda skammbyssu og öskra á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Flokkur hans gæti unnið allt að fjórtán sæti á þinginu, miðað við kannanir, og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn. Ben-Gvir þykir mikill harðlínumaður í garð Palestínu og yrði ríkisstjórn sem hann ætti aðild að sú öfgafyllsta í sögu Ísraels, samkvæmt nýlegri greiningu Guardian.
Ísrael Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira