Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Vilhjálm Birgisson formann Starfsgreinasambandsins, frambjóðendur til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins og formann Læknafélags Íslands. Einnig verður fjallað um þingkosningarnar í Danmörku sem fram fara í dag.

Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir að kröfugerð Eflingar sem greint var frá í gær sé vel unnin og raunhæf. Nauðsynlegt sé að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað gríðarlega.

Áfram verður fjallað um væringar innan Sjálfstæðisflokksin og hitum við upp fyrir kappræður þeirra Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem mætast í Pallborðinu á Vísi síðar í dag.

Einnig heyrum við álit formanns Læknafélags Íslands á nýkynntum breytingum á skipuriti Landspítalans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×