Halland drukknar í vinsældum Haalands Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 16:30 Erling Haaland hefur verið óstöðvandi í fremstu víglínu hjá Manchester City en er reyndar núna frá keppni vegna smávægilegra meiðsla. Getty Erling Haaland er orðinn að svo mikilli stjörnu að það hefur skapað viss vandræði fyrir ferðamálayfirvöld í sænska héraðinu Halland. Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Fleiri fréttir Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira
Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Fleiri fréttir Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira