Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 19:08 Engin fylkinga mun ná að mynda meirihluta 90 þingsæta án Moderaterne samkvæmt útgönguspám. Nordicphotos/AFP Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira