Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 13:16 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“ Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“
Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00
Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17