Launahæsti markmaður heims en gæti samþykkt launalækkun Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 18:01 Samningur David De Gea rennur út næsta sumar. Vísir/AP Samningur David De Gea hjá Manchester United rennur út næsta sumar. Spánverjinn er launahæsti markvörður í heimi og gæti þurft að taka á sig launalækkun vilji hann fá áframhaldandi samning. De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
De Gea þénar rúmlega sextíu milljónir íslenskra króna á viku sem er meira en tvöfalt meira en það sem kollegi hans Alisson Becker fær í laun hjá Liverpool. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku undanfarið þá hafa stuðningsmenn United ekki alltaf verið á eitt sáttir með De Gea og efasemdaraddir heyrst hvort rétt væri að bjóða De Gea framlengingu á samningi. Samkvæmt The Athletic er Spánverjinn þó tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að framlengingin verði að veruleika. Miðillinn greinir frá því að De Gea vilji spila áfram á Old Trafford og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. Manchester United gæti nýtt sér klásúlu í samningi De Gea sem gerir félaginu kleift að framlengja samningnum um eitt ár en fréttir hafa borist af því að United muni aðeins nýta sér þá klásúlu ef þeim tekst ekki að finna öflugan eftirmann hins 31 árs gamla De Gea. Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að viðræður við De Gea muni fara fram þegar enska deildin fer í hlé á meðan heimsmeistaramótið í Qatar fer fram. Ólíklegt er talið að De Gea verði í spænska landsliðshópnum á mótinu. „Við munum fyrst einbeita okkur að leikjunum sem framundan eru. Þegar þessum hluta mótsins er lokið er komið að HM og þá munum við skoða hans mál. Bakvið tjöldin erum við með áætlun í gangi, sú áætlun er á hreinu eins og ég hef greint frá áður,“ sagði Ten Hag. David De Gea hefur leikið með Manchester United síðan 2011, leikið rúmlega fimmhundruð leiki fyrir félagið og verið valinn leikmaður ársins hjá United alls fjórum sinnum.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira