„Ég er ráðinn til að þjálfa lið og ætla ekki að vorkenna mér þrátt fyrir að lykilleikmenn séu farnir“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. nóvember 2022 20:10 Yngvi Gunnlaugsson var jákvæður eftir tap kvöldsins Vísir/Diego Breiðablik fékk skell gegn Val á heimavelli. Valur vann sannfærandi tuttugu og sjö stiga sigur 63-90. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, sá margt jákvætt í leik Breiðabliks. „Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
„Valur er með marga góða leikmenn þrátt fyrir að það vantaði Söru Boama þá varð Valur ekki fyrir sömu skakkaföllum og við síðustu vikur. Við erum aðeins að ná áttum á meðan Valur hélt sínu striki.“ „Við fengum á okkur fullt af stigum eftir tapaða bolta og sóknarfráköst. Það breytir engu máli í hvaða flokki það er þá gengur það ekki ef þú ætlar að vinna leik. Það er er margt jákvætt í þessum leik. Þær fengu allar að spila, þær stóðu sig allar vel og þetta fer í reynslubankann,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, eftir 27 stiga tap. Breiðablik tapaði 22 boltum og fékk á sig 16 sóknarfráköst sem Yngva fannst allt of mikið. „Við erum án okkar besta leikstjórnanda og vorum því að dreifa boltanum öðruvísi í kvöld. Ég gat alveg sætt mig við ellefu tapaða bolta í hvorum hálfleik miðað við allt og mér fannst við skjóta ágætlega og mér fannst frammistaðan ekki slæm í kvöld.“ Sabrina Haines og Ísabella Ósk Sigurðardóttir eru farnar úr Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta séu tveir lykilleikmenn ætlar Yngvi ekki að vorkenna sér. „Ég er ráðinn til að þjálfa liðið og reyna að gera það besta úr því sem ég hef. Við eigum eftir að fá Birgit til baka hún er leikmaður sem hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Ég er að þjálfa liðið sem er á gólfinu og reyni að gera mitt besta. Ég ætla að vera síðasti maður til að vorkenna mér þar sem ég elska svona áskoranir og mér fannst stelpurnar sýna kraft í kvöld,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Breiðablik Subway-deild kvenna Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni