vopnasalinn.net Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). Nú hefur komið í ljós að ríkislögreglustjóri, sem þá var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, fékk upplýsingar um það 10. júlí 2018, að maður sem gaf skýrslu hjá lögreglu vegna vopnalagabrots, hafi greint frá því að hann hafi keypt vopnið af föður ríkislögreglustjóra, sem selur vopn á netinu (www.vopnasalinn.net). Í skýrslutökunni var jafnframt upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt marga slíka riffla og þeir kostuðu um 1.500.000,- (dómur Landsréttar í máli nr. 607/2019, uppkveðinn 29. janúar 2021). Við flutning málsins í héraði, 13. júní 2019, var upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt öðrum sams konar vopn og ákærða. Þrátt fyrir það sá lögreglan ekki ástæðu til þess að hefja rannsókn á meintri ólögmætri vopnasölu föður ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal lögregla hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkislögreglustjóri hafði upplýsingar um það sumarið 2018 að grunur léki á að faðir hennar væri að selja ólögleg vopn, sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla, sem í raun eru ekkert annað en hríðskotabyssur. Þær upplýsingar voru síðan staðfestar í héraðsdómi 13. júní 2019. Af framansögðu er ljóst að ríkislögreglustjóri virðist hafa látið sér í léttu rúmi liggja að rökstuddur grunur væri uppi um að faðir hennar væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Við húsleit lögreglu í ,,stóra hryðjuverkamálinu” fjórum árum síðar fundust meðal annars samskonar vopn og fjallað var um í dómi Landsréttar nr. 607/2019. Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglstjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt. Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda. Er þessum mannskap treystandi til þess? Svarið er nei. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Lögreglan Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). Nú hefur komið í ljós að ríkislögreglustjóri, sem þá var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, fékk upplýsingar um það 10. júlí 2018, að maður sem gaf skýrslu hjá lögreglu vegna vopnalagabrots, hafi greint frá því að hann hafi keypt vopnið af föður ríkislögreglustjóra, sem selur vopn á netinu (www.vopnasalinn.net). Í skýrslutökunni var jafnframt upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt marga slíka riffla og þeir kostuðu um 1.500.000,- (dómur Landsréttar í máli nr. 607/2019, uppkveðinn 29. janúar 2021). Við flutning málsins í héraði, 13. júní 2019, var upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt öðrum sams konar vopn og ákærða. Þrátt fyrir það sá lögreglan ekki ástæðu til þess að hefja rannsókn á meintri ólögmætri vopnasölu föður ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal lögregla hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkislögreglustjóri hafði upplýsingar um það sumarið 2018 að grunur léki á að faðir hennar væri að selja ólögleg vopn, sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla, sem í raun eru ekkert annað en hríðskotabyssur. Þær upplýsingar voru síðan staðfestar í héraðsdómi 13. júní 2019. Af framansögðu er ljóst að ríkislögreglustjóri virðist hafa látið sér í léttu rúmi liggja að rökstuddur grunur væri uppi um að faðir hennar væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Við húsleit lögreglu í ,,stóra hryðjuverkamálinu” fjórum árum síðar fundust meðal annars samskonar vopn og fjallað var um í dómi Landsréttar nr. 607/2019. Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglstjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt. Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda. Er þessum mannskap treystandi til þess? Svarið er nei. Höfundur er lögmaður.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun