Reynir sekur um mjög alvarleg brot gegn siðareglum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2022 15:29 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi gert sekur um mjög alvarleg brot gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun um Róbert Wessmann. Þetta er niðurstaða siðanefndarinnar í tveimur málum sem nefndin fjallaði um síðastliðin mánudag. Róbert tiltók þar alls 29 greinar sem birtust á vef Mannlífs á tímabilinu 4. mars til 13. september. Greinarnar eiga það sameiginlegt að Róbert var umfjöllunarefni þeirra, á einn eða annan hátt. Í kærunum til siðanefndar vísaði Róbert í fyrri úrskurði siðanefndar frá því í maí um að Reynir teldist vanhæfur til að skrifa fréttir um Róbert. Var það vegna þess að Reynir hafði móttekið fjármuni frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókarskrifa um Róbert. Samstarfsmennirnir fyrrverandi, Róbert og Halldór, hafa deilt harðlega á hvorn annan á opinberum vettvangi. Sagði siðanefndina ganga erinda auðmanna Í andsvörum Reynis kemur annars vegar fram að hann telji að Róbert sé með kærunum að reyna að þagga niður í umfjöllun um málefni sem tengist honum og eigi erindi við almenning. Hins vegar er harðlega deilt á siðanefndina og hún sökum um að ganga erinda auðmanna. Í fyrri úrskurði siðanefndar er vísað í þær greinar sem birtar voru á tímabilinu 4. mars til 17. maí, það er áður en að úrskurður nefndarinnar féll í maí síðastliðnum. Telur nefndin, líkt og í maí, að Reynir hafi verið vanhæfur til að skrifa greinar um Róbert þar sem hann hafi tekið við fjármagni frá Halldóri til þess að skrifa bók um Róbert. Hvað varðar greinarnar sem skrifaðar voru eftir að úrskurðinn í maí féll, telur siðanefndin að Reynir hafi ítrekað gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna sem fjallar um hagsmunatengsl. Telur siðanefndin að brotin séu ítrekuð og alvarleg. Þá gefur nefndin lítið fyrir fyrirvara sem bætt var við umræddar greinar sem skrifaðar voru eftir 13. júní um að höfundur þeirra ynni að bók um Róbert. Telur nefndin að slíkur fyrirvari breyti engu um brot Reynis. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Þetta er niðurstaða siðanefndarinnar í tveimur málum sem nefndin fjallaði um síðastliðin mánudag. Róbert tiltók þar alls 29 greinar sem birtust á vef Mannlífs á tímabilinu 4. mars til 13. september. Greinarnar eiga það sameiginlegt að Róbert var umfjöllunarefni þeirra, á einn eða annan hátt. Í kærunum til siðanefndar vísaði Róbert í fyrri úrskurði siðanefndar frá því í maí um að Reynir teldist vanhæfur til að skrifa fréttir um Róbert. Var það vegna þess að Reynir hafði móttekið fjármuni frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókarskrifa um Róbert. Samstarfsmennirnir fyrrverandi, Róbert og Halldór, hafa deilt harðlega á hvorn annan á opinberum vettvangi. Sagði siðanefndina ganga erinda auðmanna Í andsvörum Reynis kemur annars vegar fram að hann telji að Róbert sé með kærunum að reyna að þagga niður í umfjöllun um málefni sem tengist honum og eigi erindi við almenning. Hins vegar er harðlega deilt á siðanefndina og hún sökum um að ganga erinda auðmanna. Í fyrri úrskurði siðanefndar er vísað í þær greinar sem birtar voru á tímabilinu 4. mars til 17. maí, það er áður en að úrskurður nefndarinnar féll í maí síðastliðnum. Telur nefndin, líkt og í maí, að Reynir hafi verið vanhæfur til að skrifa greinar um Róbert þar sem hann hafi tekið við fjármagni frá Halldóri til þess að skrifa bók um Róbert. Hvað varðar greinarnar sem skrifaðar voru eftir að úrskurðinn í maí féll, telur siðanefndin að Reynir hafi ítrekað gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna sem fjallar um hagsmunatengsl. Telur siðanefndin að brotin séu ítrekuð og alvarleg. Þá gefur nefndin lítið fyrir fyrirvara sem bætt var við umræddar greinar sem skrifaðar voru eftir 13. júní um að höfundur þeirra ynni að bók um Róbert. Telur nefndin að slíkur fyrirvari breyti engu um brot Reynis.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59