Reynir sekur um mjög alvarleg brot gegn siðareglum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2022 15:29 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi gert sekur um mjög alvarleg brot gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun um Róbert Wessmann. Þetta er niðurstaða siðanefndarinnar í tveimur málum sem nefndin fjallaði um síðastliðin mánudag. Róbert tiltók þar alls 29 greinar sem birtust á vef Mannlífs á tímabilinu 4. mars til 13. september. Greinarnar eiga það sameiginlegt að Róbert var umfjöllunarefni þeirra, á einn eða annan hátt. Í kærunum til siðanefndar vísaði Róbert í fyrri úrskurði siðanefndar frá því í maí um að Reynir teldist vanhæfur til að skrifa fréttir um Róbert. Var það vegna þess að Reynir hafði móttekið fjármuni frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókarskrifa um Róbert. Samstarfsmennirnir fyrrverandi, Róbert og Halldór, hafa deilt harðlega á hvorn annan á opinberum vettvangi. Sagði siðanefndina ganga erinda auðmanna Í andsvörum Reynis kemur annars vegar fram að hann telji að Róbert sé með kærunum að reyna að þagga niður í umfjöllun um málefni sem tengist honum og eigi erindi við almenning. Hins vegar er harðlega deilt á siðanefndina og hún sökum um að ganga erinda auðmanna. Í fyrri úrskurði siðanefndar er vísað í þær greinar sem birtar voru á tímabilinu 4. mars til 17. maí, það er áður en að úrskurður nefndarinnar féll í maí síðastliðnum. Telur nefndin, líkt og í maí, að Reynir hafi verið vanhæfur til að skrifa greinar um Róbert þar sem hann hafi tekið við fjármagni frá Halldóri til þess að skrifa bók um Róbert. Hvað varðar greinarnar sem skrifaðar voru eftir að úrskurðinn í maí féll, telur siðanefndin að Reynir hafi ítrekað gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna sem fjallar um hagsmunatengsl. Telur siðanefndin að brotin séu ítrekuð og alvarleg. Þá gefur nefndin lítið fyrir fyrirvara sem bætt var við umræddar greinar sem skrifaðar voru eftir 13. júní um að höfundur þeirra ynni að bók um Róbert. Telur nefndin að slíkur fyrirvari breyti engu um brot Reynis. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða siðanefndarinnar í tveimur málum sem nefndin fjallaði um síðastliðin mánudag. Róbert tiltók þar alls 29 greinar sem birtust á vef Mannlífs á tímabilinu 4. mars til 13. september. Greinarnar eiga það sameiginlegt að Róbert var umfjöllunarefni þeirra, á einn eða annan hátt. Í kærunum til siðanefndar vísaði Róbert í fyrri úrskurði siðanefndar frá því í maí um að Reynir teldist vanhæfur til að skrifa fréttir um Róbert. Var það vegna þess að Reynir hafði móttekið fjármuni frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókarskrifa um Róbert. Samstarfsmennirnir fyrrverandi, Róbert og Halldór, hafa deilt harðlega á hvorn annan á opinberum vettvangi. Sagði siðanefndina ganga erinda auðmanna Í andsvörum Reynis kemur annars vegar fram að hann telji að Róbert sé með kærunum að reyna að þagga niður í umfjöllun um málefni sem tengist honum og eigi erindi við almenning. Hins vegar er harðlega deilt á siðanefndina og hún sökum um að ganga erinda auðmanna. Í fyrri úrskurði siðanefndar er vísað í þær greinar sem birtar voru á tímabilinu 4. mars til 17. maí, það er áður en að úrskurður nefndarinnar féll í maí síðastliðnum. Telur nefndin, líkt og í maí, að Reynir hafi verið vanhæfur til að skrifa greinar um Róbert þar sem hann hafi tekið við fjármagni frá Halldóri til þess að skrifa bók um Róbert. Hvað varðar greinarnar sem skrifaðar voru eftir að úrskurðinn í maí féll, telur siðanefndin að Reynir hafi ítrekað gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna sem fjallar um hagsmunatengsl. Telur siðanefndin að brotin séu ítrekuð og alvarleg. Þá gefur nefndin lítið fyrir fyrirvara sem bætt var við umræddar greinar sem skrifaðar voru eftir 13. júní um að höfundur þeirra ynni að bók um Róbert. Telur nefndin að slíkur fyrirvari breyti engu um brot Reynis.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59