Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Snorri Másson skrifar 3. nóvember 2022 19:33 Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira