Ómar Ingi ekki með Magdeburg í grátlegu tapi í Danmörku Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 21:27 Gísli hefur verið frábær með Magdeburg að undanförnu. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik með Magdeburg sem beið lægri hlut gegn GOG í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Ómar Ingi Magnússon lék ekki með Magdeburg eftir að hafa gengist undir smávægilega aðgerð. Fyrir leikinn í kvöld var Magdeburg með sjö stig í þriðja sæti A-riðils en GOG tveimur stigum á eftir í fjórða sætinu. Leikurinn í kvöld var æsispennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en gestirnir leiddu í hálfleik 16-14. Heimamenn í GOG byrjuðu síðari hálfleikinn vel. Þeir voru skrefinu á undan allan hálfleikinn þó Magdeburg hafi aldrei verið langt á eftir. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Gísli Þorgeir jafnaði metin í 31-31 þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir en GOG náði forystunni strax aftur. Kay Smits jafnaði á nýjan leik þegar fjórar sekúndur voru eftir á klukkunni en það var nóg fyrir Emil Madsen til að skora sigurmarkið fyrir GOG sem að lokum vann 33-32 sigur og jafnar þar með Magdeburg að stigum. GOG 33-32 Magdeburg!4 seconds is a long time in handball. Emil Madsen with the buzzerbeater. : TV3 Sport#handball #ehfcl pic.twitter.com/cPbwfYtmOL— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 3, 2022 Gísli Þorgeir var markahæstur í liði Magdeburg ásamt Kay Smits en báðir skoruðu þeir tíu mörk, nýting Gísla var frábær en mörkin tíu komu úr tólf skotum. Ómar Ingi Magnússon kom ekki við sögu hjá Magdeburg en félagið greinir frá því á heimasíðu sinni að Ómar Ingi hafi gengist undir smávægilega aðgerð sem áður hafði verið greint frá að hann gæti þurft að gangast undir. Ekki er búist við langri fjarveru Ómars Inga sem jafnvel verður klár í slaginn strax í næstu viku. Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir lið sitt Kielce sem lagði ungverska liðið Pick Szeged að velli í kvöld. Haukur skoraði eitt mark í leiknum en Kielce var með yfirhöndina frá upphafi og náði mest ellefu marka forystu í síðari hálfleiknum. Kielce er með tíu stig eftir sex umferðir í B-riðli Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Fyrir leikinn í kvöld var Magdeburg með sjö stig í þriðja sæti A-riðils en GOG tveimur stigum á eftir í fjórða sætinu. Leikurinn í kvöld var æsispennandi. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik en gestirnir leiddu í hálfleik 16-14. Heimamenn í GOG byrjuðu síðari hálfleikinn vel. Þeir voru skrefinu á undan allan hálfleikinn þó Magdeburg hafi aldrei verið langt á eftir. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi. Gísli Þorgeir jafnaði metin í 31-31 þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir en GOG náði forystunni strax aftur. Kay Smits jafnaði á nýjan leik þegar fjórar sekúndur voru eftir á klukkunni en það var nóg fyrir Emil Madsen til að skora sigurmarkið fyrir GOG sem að lokum vann 33-32 sigur og jafnar þar með Magdeburg að stigum. GOG 33-32 Magdeburg!4 seconds is a long time in handball. Emil Madsen with the buzzerbeater. : TV3 Sport#handball #ehfcl pic.twitter.com/cPbwfYtmOL— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 3, 2022 Gísli Þorgeir var markahæstur í liði Magdeburg ásamt Kay Smits en báðir skoruðu þeir tíu mörk, nýting Gísla var frábær en mörkin tíu komu úr tólf skotum. Ómar Ingi Magnússon kom ekki við sögu hjá Magdeburg en félagið greinir frá því á heimasíðu sinni að Ómar Ingi hafi gengist undir smávægilega aðgerð sem áður hafði verið greint frá að hann gæti þurft að gangast undir. Ekki er búist við langri fjarveru Ómars Inga sem jafnvel verður klár í slaginn strax í næstu viku. Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir lið sitt Kielce sem lagði ungverska liðið Pick Szeged að velli í kvöld. Haukur skoraði eitt mark í leiknum en Kielce var með yfirhöndina frá upphafi og náði mest ellefu marka forystu í síðari hálfleiknum. Kielce er með tíu stig eftir sex umferðir í B-riðli Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira